Lífið

Höfðu fimmtán mínútur til að negla forsíðumyndina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kári Sverrisson er mjög fær ljósmyndari.
Kári Sverrisson er mjög fær ljósmyndari.

Í fimmta þættinum af Útliti kepptu fjórir hæfileikaríkir förðunarfræðingar í tveimur spennandi og krefjandi áskorunum.

Um er að ræða raunveruleikaþætti á Stöð 2 á föstudagskvöldum. Hver þáttur hefur sitt þema sem reynir á tækni og sköpunargáfu keppenda. Marín Manda er umsjónarmaður þáttanna en dómarar í hverri viku eru þau Ísak Freyr og Harpa Káradóttir.

Að þessu sinni áttu keppendur að farða fyrirsætur sínar fyrir myndatöku á forsíðu tímarits.

Það hefur í för með sér að vinna með hárgreiðslumanni, ljósmyndara, stílista og margt fleira.

Sara Eiríksdóttir vann vel með sinni fyrirsætu og var hún sú fyrsta sem fékk að hitta Kára Sverrisson ljósmyndara. Hópurinn hafði aðeins fimmtán mínútur til að ná fullkomni forsíðumynd. Svona gekk það fyrir sig eins og sjá má hér að neðan.

Útlit er á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum.

Klippa: Fengu aðeins fimmtán mínútur með ljósmyndara





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.