Húsinu fylgdi geðveik kona Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 07:00 Sólveig Pálsdóttir vildi finna sér næði til að skrifa en það næði orkaði tvímælis. vísir/vilhelm Sólveig Pálsdóttir hefur undanfarin ár verið að hasla sé völl sem einn okkar allra besti spennusagnahöfundur. Nýlega sendi hún frá sér bókina Miðilinn sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt ef ekki væri fyrir það að hún skrifaði hluta bókarinnar við nánast óbærilegar aðstæður. Sjálf er Sólveig sannfærð um að aðstæður hennar á ritunartíma hafi smitast inn í frásögnina en þannig er að Sólveig skrifaði bókina að hluta til í La Rochelle í Frakklandi. Rithöfundasamband Íslands, sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík ásamt Centre Intermonde de La Rochelle í Frakklandi skipulögðu í þriðja skipti rithöfundaskipti milli Reykjavíkur og La Rochelle. Húsinu fylgdi kona „Það var auglýst sérstaklega eftir spennusagnahöfundum og þar sem mér fannst ég ekki hafa nógu mikið næði til að vinna heima á Íslandi sótti ég um og var svo heppin að fá fjögurra vikna dvöl,“ segir Sólveig. En það má alveg deila um hversu heppin hún var þegar til kastanna kom. „La Rochelle er dásamlega falleg borg á suðvesturströnd Frakklands og eflaust ætluðu Frakkarnir að gera vel við mig að úthluta mér fallegu litlu húsi staðsettu í stórum og fallegum almenningsgarði sem var almyrkvaður á nóttunni. Reyndar vissi starfsfólk menningarstofnunar vel af konunni sem hélt til við þetta hús en lifðu greinilega í voninni um að vandamálið myndi hverfa.“ Sólveig telur einsýnt að aðstæður hennar á ritunartíma hafi smitast inn í Miðilinn.vísir/vilhelm En allt þetta átti ekki eftir að koma í ljós fyrr en seinna. Sólveig vildi fá algert næði til að vinna. Prófa að fara í burtu og einbeita sér algjörlega að verkinu án allra þeirra daglegra þátta hér heima sem eru lúmskt frekir á athyglina. „Nákvæmlega! Þetta var eins og lítið Hans og Grétu hús – kallaðist hús garðyrkjumannsins. Frönsk kona, leikritaskáld, átti að búa þarna með mér en hún festist við uppsetningu á verki í París og síðan fékk hún Covid þar. Seinna kom hún með kærasta sínum að sækja dótið sitt en hún hafði verið þarna í 2-3 daga áður en ég kom en ætlaði ekki að koma aftur. Út af veiku konunni.“ Alls ekki hleypa henni inn Sólveig segir konuna sem hélt til við húsið vera mjög veika andlega. Henni hafði verið boðið húsaskjól en hún neitaði allri aðstoð og neitaði líka að taka lyfin sín. Hefði Sólveig vitað að húsinu fylgdi geðveik kona hefði hún aldrei farið. „Mér var illa brugðið fyrsta kvöldið. Og þann hálfa mánuð sem ég var þarna ein var ég ekki í rónni. La Rochelle er vinsæll ferðamannastaður og Centre Intermonde de La Rochelle hafði ekki annað húsnæði fyrir mig. En eftir hálfan mánuð fékk ég herbergi með eldhúskrók við aðal djammgötu borgarinnar. Þar var endalaus hávaði á kvöldin og nóttunni en það var þó miklu betra að vera heldur en alein í ævintýrahúsinu í dimma garðinum.“ Það var ekki fyrr en Sólveig fékk lyklana að henni var sagt af konunni.vísir/vilhelm Sólveig segir að konan frá menningarstofnuninni sem sótti hana á lestarstöðina hafi sagt henni af konunni, eða um leið og hún opnaði fyrir henni húsið. „Hún sagði að þetta ástand hefði verið vandamál í einhverjar vikur og þau væru alltaf að vonast til að veika konan færi og væru stöðugt að hafa samband við borgina og stofnanir hennar til að reyna að leysa úr þessu vandamáli. Konan frá Centre Intermonde de La Rochelle kvaddi mig þetta kvöld með þeim orðum að ég mætti alls ekki hleypa konunni inn í húsið.“ En það hafði einhver rithöfunda sem dvaldi þarna á undan Sólveigu gert sem svo hafði meiriháttar afleiðingar í för með sér. „Heldur ætti ég að hringja í lögregluna sem oftast. Þannig að ég var skilin eftir með vandamálið.“ Fullkomlega óútreiknanleg Eins og áður sagði var blessuð konan mjög veik. Hún talaði stöðugt út í loftið og var sífellt snöflandi í kringum húsið. „Sem betur fer var hlýtt úti, hún var með þykka dýnu, teppi og svefnpoka. Þetta geymdi hún í ruslafötunum svo ég mátti ekki henda neinu í þær því þá varð hún mjög reið. Ég hringdi einu sinni í lögregluna og morguninn eftir stóð bunan út úr konunni því þeir höfðu tekið eitthvað af dótinu hennar. En hún var þó komin með allt aftur. Þá nótt var ég virkilega hrædd.“ Sólveig segir að konan hafi ekki verið mjög gömul. Hún myndi giska á að hún hafi verið um fertugt. En af hverju var hún svona gagntekin af húsinu? Sólveig Pálsdóttir rithöfundur „Það vissi það enginn eða skildi. En í hennar veika huga var þetta hennar yfirráðasvæði. Sko, Jakob, mér finnst mikilvægt að það komi fram að ég fann virkilega mikið til með konunni þótt ég væri hrædd. Hræðslan stafaði líka af því að mér var sagt að hún væri fullkomlega óútreiknanleg og með mikla ofsóknarkennd.“ Sólveig segir að sem betur fer hafi verið hlýtt í veðri. „En ég lá oft andvaka og fann sterkt fyrir henni þar sem hún lá á dyrapallinum. Við tvær aleinar í stórum almenningsgarði. Hún var svo ein – ef ég myndi veikjast svona illa þá ætti ég svo marga að sem myndu grípa inn í en hún var svo ein í veröldinni – líka ein í sinni veiki. Það voru járnhlerar utan á gluggum eins og tíðkast þarna en þeir voru af eldri gerð. Ég beið alltaf til svona tíu á morgnana áður en ég opnaði því þá var fólk farið að rölta um almenningsgarðinn og ég lokaði mig inni upp úr klukkan sex á kvöldin.“ „Tilfinningin í bakinu“ fór inn í skrifin Tíminn sem átti að fara í að rita krimma við fullkomnar aðstæður breyttust yfir í að Sólveigu leið svipað og hún væri sjálf persóna í hryllingssögu. „Einu sinni opnaði ég eldhúsgluggann um tíuleytið. En þetta er svona stór franskur gluggi sem opnaðist alveg út. Ég ætlaði að njóta fegurðar morgunsins. En þá reis hún upp úr beðinu - hafði verið að brasa þar og tala við ósýnilega fólkið.“ Eftir því sem Sólveig kemst næst var margbúið að bjóða konunni hjálp en hún vildi enga þiggja. Né heldur tók hún lyfin sín. En hún var víst með skáp hjá borginni og gat komist í sturtu. „Fyrstu dagana átti ég erfitt með að einbeita mér út af ástandinu en síðan einbeitti ég mér algjörlega að handritinu. Þegar ég var þarna ein í myrkruðum garðinum þá vann ég öll kvöld og langt fram á nætur. Sólveig Pálsdóttir rithöfundur Við þessar aðstæðum tók handritið að breytast. Ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það en „tilfinningin í bakinu“ fór inn í skrifin. Ég var alltaf lítandi um öxl, bæði inni í húsinu og fyrir utan það – sú tilfinning fór inn í handritið. Og 2-3 persónur í því breyttust í samræmi við það.“ Sigrún segist aldrei hafa skrifað jafn mikið og jafn hratt. „Þannig að þegar upp er staðið þá er ég mjög þakklát fyrir þessa reynslu. Upplifunin skilaði sér í verkið og það er það sem skiptir máli. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri en ég veit ekki hvort ég hefði sagt það sama á meðan á þessu stóð.“ Fór að hugsa um sín vestrænu forréttindi Hversu mikið af bókinni var skrifað við þessar aðstæður? „Hátt í helmingur og annað breyttist til samræmis. Ég henti út nokkrum köflum sem ég var búin að skrifa.“ Þetta er efni sem ætti heima í bók eða jafnvel kvikmynd, bara í sjálfu sér? „Algjörlega og kannski á ég eftir að vinna enn betur úr upplifuninni. Það snart mig líka hversu aðstöðumunurinn var mikill á mér og konunni. Heilu næturnar fann ég fyrir henni, fann til með henni en var líka hrædd við hana. Ég hugsaði um mín vestrænu forréttindi en ég ímyndaði mér að konan væri af innflytjandaættum eða innflytjandi. Hún talaði þó fljúgandi frönsku. Fjölskyldan mín hér heima hvatti mig til að koma bara heim og hætta við þetta en mér fannst það vera uppgjöf. Er þrjósk og vön að klára mitt. Er alin upp við það.“ Og það verður að segjast að „tilfinningin í bakinu“ hafi skilað sér með ágætum inn í Miðilinn, í það minnsta fékk sá sem þetta skrifar oft ískaldan hroll við lesturinn. Og las í einum rykk. Ferill Sólveigar hófst frekar seint á lífsleiðinni en hún hefur markvisst verið að vinna land og á nú stóran hóp aðdáenda. Miðillinn er áttunda bók hennar en bækur hennar hafa verið að koma út á ensku og þýsku. Breskur útgefandi keypti réttinn af Miðlinum þegar bókin var í frumvinnslu þannig að Sólveig er heldur betur komin á kortið. Var 52 þegar fyrsta bókin kom út Hvað kom til að Sólveig fór að skrifa? Hún segir þar eitt og annað hafa komið til. „Stundum er leiðir lífið mann inn á óvæntar brautir. Ég hafði auðvitað skrifað ýmiskonar efni en þegar ég sat námskeið í skapandi skrifum þá fann ég að ég gat nýtt þjálfun mína í spuna of fleiru leiklistartengdu til að skrifa. Sem kennari var ég líka öruggari með að senda frá mér texta og námið í bókmenntafræðinni kom mér einnig til góða. Sólveig Pálsdóttir rithöfundur segir að hún hefði aldrei ráðið við að skrifa bók yngri.vísir/vilhelm Ég hafði þó ekki gert mér neina grein fyrir hversu mikil vinna það er að skrifa bók þegar ég lagði af stað. Sem er kannski eins gott. Ég hefði aldrei ráðið við að verða rithöfundur mikið yngri því til þess skorti mig lífsreynslu og færni. Ég var fimmtíu og tveggja þegar fyrsta bókin mín kom út. Síðan verða skrifin að athvarfi-, nautn- og ánægju,“ segir Sólveig og brosir. „Álfrún Gunnlaugsdóttir sem kenndi mér meðal annars í bókmenntafræðinni sagði eftirfarandi við mig þegar við hittumst á förnum vegi eftir að ég byrjaði að skrifa: „Nú verður þú aldrei einmana fyrst að þú ert byrjuð að skrifa.“ Einmanakennd hefur þó sjaldan hrjáð mig en það er mikið til í þessu hjá Álfrúnu. Blessuð sé minning hennar. Varðandi skrifin þá skiptir það mig mjög miklu máli að fólk hafi ánægju af að lesa bækurnar mínar og bestu skilaboðin sem ég fæ eru; „ég las í einum rykk“, „gat ekki lagt bókina frá mér fyrr en ég var búin“ og svo framvegis.“ Leiklistin víkur fyrir skrifum Leiklistartengdu? Hvað geturðu sagt mér um sjálfa þig? Ég hef skrifað bók sem heitir Klettaborgin – minningasögur sem kom út 2020. En ég gifti mig 19 ára gömul, á þrjú börn, þrjú tengdabörn og fjögur barnabörn. Ég er leikkona frá Leiklistarskóla Íslands , með BA í almennri bókmenntafræði og kennsluréttindi. Ég hef starfað sem leikkona, við dagskrágerð og fleira. Ég kenndi íslensku, hef unnið við verkefnastjórnun og fleira menningartengt.“ En frá árinu 2013 hefur hún að mestu helgað sig ritstörfum. Fyrsta bók Sólveigar, Leikarinn, kom út árið 2012. Fimmta bók hennar, Fjötrar, fékk Blóðdropann 2020, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, sem besta glæpasaga ársins 2019. Þegar Sólveig var komin á bragið hafði hún engan áhuga á því lengur að leika.vísir/vilhelm „Miðillinn er áttunda bókin eftir mig og hún kemur út á ensku um mitt næsta ár. Síðustu þrjár bækur hafa gengið vel þar.“ Þannig að það hefur það hefur heldur betur verið vel þegið að komast í næði til Frakklands til að skrifa? „Já,“ segir Sólveig og hlær. „Eftir mörg ár í kennslu sem ég kunni reyndar mjög vel við var ég farinn að „þjást“ af sköpunarþörf. Fann að ég yrði bara ófullnægð inni í mér ef ég gerði ekkert í því. Ég hafði dottið nokkrum sinnum inn í smáhlutverk í sjónvarpi og fannst það gaman en fann að ég hafði engan áhuga á að fara aftur inn í heim leiklistar. Bókmenntir hafa alltaf skipað hærri sess í huga mér.“ Glæpasagan kom að sjálfu sér Þannig að þá er að finna aðrar leiðir. „Ég hafði engan áhuga á að eldast og verða bitur yfir einhverju sem ég hafði ekki gert svo ég dreif mig á ritlistarnámskeið, bæði hjá Þorvaldi heitnum Þorsteinssyni og í HÍ. Þar byrjaði ég að skrifa Leikarann sem kom síðan út hjá Forlaginu 2012. Þar með var ég komin á bragðið, fékk ársleyfi frá kennslu og hélt áfram. Síðan hefur ekki verið aftur snúið. Ég hef mikla ánægju af skrifunum og gleymi mér algjörlega þótt stundum taki ferlið auðvitað á og ég mun halda áfram svo lengi sem svo er en hætta um leið og ef ég missi skriftargleðina.“ En af hverju að skrifa krimma? „Fyrsta bókin mín, Leikarinn, átti ekki að vera krimmi en svo fékk ég hugmynd að plotti og þá var ekki aftur snúið. Mér finnst gaman að skrifa krimma því þeir gefa möguleika á að fjalla um samfélagsmál svona meðfram, skapa ólíkar persónur og finna jafnframt út úr flóknum atriðum sem tengjast plottinu.“ Er ekki geggjuð samkeppni á þessu sviði? „Jú, en ég er svo lánsöm að eiga stóran og tryggan lesendahóp. Ég hef áhuga á fólki, sögum þess og aðstæðum. Legg mig fram um að kynna mér mál, tala við og kynnast ólíku fólki með mismunandi skoðanir. Ég held að það sér vont fyrir rithöfunda að festast inn í bergmálshellum.“ Segir fáa rithöfunda fara hlæjandi í bankann Nú er oft talað óvirðulega um þessa bókmenntagrein, er það eitthvað sem þú tekur inná þig? „Ég tek það ekki nærri mér en ég viðurkenni að það fer dálítið í taugarnar á mér. Góð bók er góð bók sama í hvaða bókmenntagrein hún flokkast og mér leiðist hroki og snobb. Ég þekki þetta úr leikhúsinu þar sem gamanleikrit og þeir leikarar sem höfðu vald á gríninu þóttu ekki eins fínir. Ótrúlega kjánaleg afstaða!“ En betra að fara hlæjandi í bankann? „Já, þetta með „hlæjandi í bankann“ … þá held ég að þeir rithöfundar séu teljandi á fingrum annarrar handar hér á Íslandi. Nei, fjárhagslega þá hefði verið skynsamlegra að halda áfram að kenna!“ Sólveig segist ekki framleiðsluvél, hún pínir sig ekki til að skrifa og tekur sér gott hlé milli verka.vísir/vilhelm En nú er talað um formúlubókmenntir … „Já, já er þá ekki allt sem er skrifað samkvæmt Aristotelesi formúla? Upphaf-miðja-endir. Ég hef til dæmis skrifað glæpasögu sem ekkert morð er í. Þeir sem svona tala hafa oftar en ekki aldrei lesið góða krimma.“ Þú ert þá væntanlega farin að leggja drög að næstu bók? „Nei, ég tek mér alltaf hvíld eftir hverja bók. Þarf að hreinsa hugann og endurnæra mig. Síðan byggist þetta allt á því að fá hugmynd. Ef ég fæ ekki hugmynd þá skrifa ég ekki neitt – ég er ekki framleiðsluvél! Oft held ég að ég fái ekki fleiri hugmyndir en fram að þessu hafa þær alltaf sprottið fram eftir nokkra hvíld og endurnæringu. Ég píni mig ekki til að skrifa. Svo vinn ég eftir þeirri hugmynd sem ég fæ – hvort sem það er glæpasaga eða eitthvað annað samanber Klettaborgin, minningasögur sem kom út 2020. En mér finnst mjög gaman að skrifa krimma, skapa persónur, flækjur, spennu og fá blóðið dálítið á hreyfingu.“ Höfundatal Bókmenntir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Sjálf er Sólveig sannfærð um að aðstæður hennar á ritunartíma hafi smitast inn í frásögnina en þannig er að Sólveig skrifaði bókina að hluta til í La Rochelle í Frakklandi. Rithöfundasamband Íslands, sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík ásamt Centre Intermonde de La Rochelle í Frakklandi skipulögðu í þriðja skipti rithöfundaskipti milli Reykjavíkur og La Rochelle. Húsinu fylgdi kona „Það var auglýst sérstaklega eftir spennusagnahöfundum og þar sem mér fannst ég ekki hafa nógu mikið næði til að vinna heima á Íslandi sótti ég um og var svo heppin að fá fjögurra vikna dvöl,“ segir Sólveig. En það má alveg deila um hversu heppin hún var þegar til kastanna kom. „La Rochelle er dásamlega falleg borg á suðvesturströnd Frakklands og eflaust ætluðu Frakkarnir að gera vel við mig að úthluta mér fallegu litlu húsi staðsettu í stórum og fallegum almenningsgarði sem var almyrkvaður á nóttunni. Reyndar vissi starfsfólk menningarstofnunar vel af konunni sem hélt til við þetta hús en lifðu greinilega í voninni um að vandamálið myndi hverfa.“ Sólveig telur einsýnt að aðstæður hennar á ritunartíma hafi smitast inn í Miðilinn.vísir/vilhelm En allt þetta átti ekki eftir að koma í ljós fyrr en seinna. Sólveig vildi fá algert næði til að vinna. Prófa að fara í burtu og einbeita sér algjörlega að verkinu án allra þeirra daglegra þátta hér heima sem eru lúmskt frekir á athyglina. „Nákvæmlega! Þetta var eins og lítið Hans og Grétu hús – kallaðist hús garðyrkjumannsins. Frönsk kona, leikritaskáld, átti að búa þarna með mér en hún festist við uppsetningu á verki í París og síðan fékk hún Covid þar. Seinna kom hún með kærasta sínum að sækja dótið sitt en hún hafði verið þarna í 2-3 daga áður en ég kom en ætlaði ekki að koma aftur. Út af veiku konunni.“ Alls ekki hleypa henni inn Sólveig segir konuna sem hélt til við húsið vera mjög veika andlega. Henni hafði verið boðið húsaskjól en hún neitaði allri aðstoð og neitaði líka að taka lyfin sín. Hefði Sólveig vitað að húsinu fylgdi geðveik kona hefði hún aldrei farið. „Mér var illa brugðið fyrsta kvöldið. Og þann hálfa mánuð sem ég var þarna ein var ég ekki í rónni. La Rochelle er vinsæll ferðamannastaður og Centre Intermonde de La Rochelle hafði ekki annað húsnæði fyrir mig. En eftir hálfan mánuð fékk ég herbergi með eldhúskrók við aðal djammgötu borgarinnar. Þar var endalaus hávaði á kvöldin og nóttunni en það var þó miklu betra að vera heldur en alein í ævintýrahúsinu í dimma garðinum.“ Það var ekki fyrr en Sólveig fékk lyklana að henni var sagt af konunni.vísir/vilhelm Sólveig segir að konan frá menningarstofnuninni sem sótti hana á lestarstöðina hafi sagt henni af konunni, eða um leið og hún opnaði fyrir henni húsið. „Hún sagði að þetta ástand hefði verið vandamál í einhverjar vikur og þau væru alltaf að vonast til að veika konan færi og væru stöðugt að hafa samband við borgina og stofnanir hennar til að reyna að leysa úr þessu vandamáli. Konan frá Centre Intermonde de La Rochelle kvaddi mig þetta kvöld með þeim orðum að ég mætti alls ekki hleypa konunni inn í húsið.“ En það hafði einhver rithöfunda sem dvaldi þarna á undan Sólveigu gert sem svo hafði meiriháttar afleiðingar í för með sér. „Heldur ætti ég að hringja í lögregluna sem oftast. Þannig að ég var skilin eftir með vandamálið.“ Fullkomlega óútreiknanleg Eins og áður sagði var blessuð konan mjög veik. Hún talaði stöðugt út í loftið og var sífellt snöflandi í kringum húsið. „Sem betur fer var hlýtt úti, hún var með þykka dýnu, teppi og svefnpoka. Þetta geymdi hún í ruslafötunum svo ég mátti ekki henda neinu í þær því þá varð hún mjög reið. Ég hringdi einu sinni í lögregluna og morguninn eftir stóð bunan út úr konunni því þeir höfðu tekið eitthvað af dótinu hennar. En hún var þó komin með allt aftur. Þá nótt var ég virkilega hrædd.“ Sólveig segir að konan hafi ekki verið mjög gömul. Hún myndi giska á að hún hafi verið um fertugt. En af hverju var hún svona gagntekin af húsinu? Sólveig Pálsdóttir rithöfundur „Það vissi það enginn eða skildi. En í hennar veika huga var þetta hennar yfirráðasvæði. Sko, Jakob, mér finnst mikilvægt að það komi fram að ég fann virkilega mikið til með konunni þótt ég væri hrædd. Hræðslan stafaði líka af því að mér var sagt að hún væri fullkomlega óútreiknanleg og með mikla ofsóknarkennd.“ Sólveig segir að sem betur fer hafi verið hlýtt í veðri. „En ég lá oft andvaka og fann sterkt fyrir henni þar sem hún lá á dyrapallinum. Við tvær aleinar í stórum almenningsgarði. Hún var svo ein – ef ég myndi veikjast svona illa þá ætti ég svo marga að sem myndu grípa inn í en hún var svo ein í veröldinni – líka ein í sinni veiki. Það voru járnhlerar utan á gluggum eins og tíðkast þarna en þeir voru af eldri gerð. Ég beið alltaf til svona tíu á morgnana áður en ég opnaði því þá var fólk farið að rölta um almenningsgarðinn og ég lokaði mig inni upp úr klukkan sex á kvöldin.“ „Tilfinningin í bakinu“ fór inn í skrifin Tíminn sem átti að fara í að rita krimma við fullkomnar aðstæður breyttust yfir í að Sólveigu leið svipað og hún væri sjálf persóna í hryllingssögu. „Einu sinni opnaði ég eldhúsgluggann um tíuleytið. En þetta er svona stór franskur gluggi sem opnaðist alveg út. Ég ætlaði að njóta fegurðar morgunsins. En þá reis hún upp úr beðinu - hafði verið að brasa þar og tala við ósýnilega fólkið.“ Eftir því sem Sólveig kemst næst var margbúið að bjóða konunni hjálp en hún vildi enga þiggja. Né heldur tók hún lyfin sín. En hún var víst með skáp hjá borginni og gat komist í sturtu. „Fyrstu dagana átti ég erfitt með að einbeita mér út af ástandinu en síðan einbeitti ég mér algjörlega að handritinu. Þegar ég var þarna ein í myrkruðum garðinum þá vann ég öll kvöld og langt fram á nætur. Sólveig Pálsdóttir rithöfundur Við þessar aðstæðum tók handritið að breytast. Ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það en „tilfinningin í bakinu“ fór inn í skrifin. Ég var alltaf lítandi um öxl, bæði inni í húsinu og fyrir utan það – sú tilfinning fór inn í handritið. Og 2-3 persónur í því breyttust í samræmi við það.“ Sigrún segist aldrei hafa skrifað jafn mikið og jafn hratt. „Þannig að þegar upp er staðið þá er ég mjög þakklát fyrir þessa reynslu. Upplifunin skilaði sér í verkið og það er það sem skiptir máli. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri en ég veit ekki hvort ég hefði sagt það sama á meðan á þessu stóð.“ Fór að hugsa um sín vestrænu forréttindi Hversu mikið af bókinni var skrifað við þessar aðstæður? „Hátt í helmingur og annað breyttist til samræmis. Ég henti út nokkrum köflum sem ég var búin að skrifa.“ Þetta er efni sem ætti heima í bók eða jafnvel kvikmynd, bara í sjálfu sér? „Algjörlega og kannski á ég eftir að vinna enn betur úr upplifuninni. Það snart mig líka hversu aðstöðumunurinn var mikill á mér og konunni. Heilu næturnar fann ég fyrir henni, fann til með henni en var líka hrædd við hana. Ég hugsaði um mín vestrænu forréttindi en ég ímyndaði mér að konan væri af innflytjandaættum eða innflytjandi. Hún talaði þó fljúgandi frönsku. Fjölskyldan mín hér heima hvatti mig til að koma bara heim og hætta við þetta en mér fannst það vera uppgjöf. Er þrjósk og vön að klára mitt. Er alin upp við það.“ Og það verður að segjast að „tilfinningin í bakinu“ hafi skilað sér með ágætum inn í Miðilinn, í það minnsta fékk sá sem þetta skrifar oft ískaldan hroll við lesturinn. Og las í einum rykk. Ferill Sólveigar hófst frekar seint á lífsleiðinni en hún hefur markvisst verið að vinna land og á nú stóran hóp aðdáenda. Miðillinn er áttunda bók hennar en bækur hennar hafa verið að koma út á ensku og þýsku. Breskur útgefandi keypti réttinn af Miðlinum þegar bókin var í frumvinnslu þannig að Sólveig er heldur betur komin á kortið. Var 52 þegar fyrsta bókin kom út Hvað kom til að Sólveig fór að skrifa? Hún segir þar eitt og annað hafa komið til. „Stundum er leiðir lífið mann inn á óvæntar brautir. Ég hafði auðvitað skrifað ýmiskonar efni en þegar ég sat námskeið í skapandi skrifum þá fann ég að ég gat nýtt þjálfun mína í spuna of fleiru leiklistartengdu til að skrifa. Sem kennari var ég líka öruggari með að senda frá mér texta og námið í bókmenntafræðinni kom mér einnig til góða. Sólveig Pálsdóttir rithöfundur segir að hún hefði aldrei ráðið við að skrifa bók yngri.vísir/vilhelm Ég hafði þó ekki gert mér neina grein fyrir hversu mikil vinna það er að skrifa bók þegar ég lagði af stað. Sem er kannski eins gott. Ég hefði aldrei ráðið við að verða rithöfundur mikið yngri því til þess skorti mig lífsreynslu og færni. Ég var fimmtíu og tveggja þegar fyrsta bókin mín kom út. Síðan verða skrifin að athvarfi-, nautn- og ánægju,“ segir Sólveig og brosir. „Álfrún Gunnlaugsdóttir sem kenndi mér meðal annars í bókmenntafræðinni sagði eftirfarandi við mig þegar við hittumst á förnum vegi eftir að ég byrjaði að skrifa: „Nú verður þú aldrei einmana fyrst að þú ert byrjuð að skrifa.“ Einmanakennd hefur þó sjaldan hrjáð mig en það er mikið til í þessu hjá Álfrúnu. Blessuð sé minning hennar. Varðandi skrifin þá skiptir það mig mjög miklu máli að fólk hafi ánægju af að lesa bækurnar mínar og bestu skilaboðin sem ég fæ eru; „ég las í einum rykk“, „gat ekki lagt bókina frá mér fyrr en ég var búin“ og svo framvegis.“ Leiklistin víkur fyrir skrifum Leiklistartengdu? Hvað geturðu sagt mér um sjálfa þig? Ég hef skrifað bók sem heitir Klettaborgin – minningasögur sem kom út 2020. En ég gifti mig 19 ára gömul, á þrjú börn, þrjú tengdabörn og fjögur barnabörn. Ég er leikkona frá Leiklistarskóla Íslands , með BA í almennri bókmenntafræði og kennsluréttindi. Ég hef starfað sem leikkona, við dagskrágerð og fleira. Ég kenndi íslensku, hef unnið við verkefnastjórnun og fleira menningartengt.“ En frá árinu 2013 hefur hún að mestu helgað sig ritstörfum. Fyrsta bók Sólveigar, Leikarinn, kom út árið 2012. Fimmta bók hennar, Fjötrar, fékk Blóðdropann 2020, glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags, sem besta glæpasaga ársins 2019. Þegar Sólveig var komin á bragið hafði hún engan áhuga á því lengur að leika.vísir/vilhelm „Miðillinn er áttunda bókin eftir mig og hún kemur út á ensku um mitt næsta ár. Síðustu þrjár bækur hafa gengið vel þar.“ Þannig að það hefur það hefur heldur betur verið vel þegið að komast í næði til Frakklands til að skrifa? „Já,“ segir Sólveig og hlær. „Eftir mörg ár í kennslu sem ég kunni reyndar mjög vel við var ég farinn að „þjást“ af sköpunarþörf. Fann að ég yrði bara ófullnægð inni í mér ef ég gerði ekkert í því. Ég hafði dottið nokkrum sinnum inn í smáhlutverk í sjónvarpi og fannst það gaman en fann að ég hafði engan áhuga á að fara aftur inn í heim leiklistar. Bókmenntir hafa alltaf skipað hærri sess í huga mér.“ Glæpasagan kom að sjálfu sér Þannig að þá er að finna aðrar leiðir. „Ég hafði engan áhuga á að eldast og verða bitur yfir einhverju sem ég hafði ekki gert svo ég dreif mig á ritlistarnámskeið, bæði hjá Þorvaldi heitnum Þorsteinssyni og í HÍ. Þar byrjaði ég að skrifa Leikarann sem kom síðan út hjá Forlaginu 2012. Þar með var ég komin á bragðið, fékk ársleyfi frá kennslu og hélt áfram. Síðan hefur ekki verið aftur snúið. Ég hef mikla ánægju af skrifunum og gleymi mér algjörlega þótt stundum taki ferlið auðvitað á og ég mun halda áfram svo lengi sem svo er en hætta um leið og ef ég missi skriftargleðina.“ En af hverju að skrifa krimma? „Fyrsta bókin mín, Leikarinn, átti ekki að vera krimmi en svo fékk ég hugmynd að plotti og þá var ekki aftur snúið. Mér finnst gaman að skrifa krimma því þeir gefa möguleika á að fjalla um samfélagsmál svona meðfram, skapa ólíkar persónur og finna jafnframt út úr flóknum atriðum sem tengjast plottinu.“ Er ekki geggjuð samkeppni á þessu sviði? „Jú, en ég er svo lánsöm að eiga stóran og tryggan lesendahóp. Ég hef áhuga á fólki, sögum þess og aðstæðum. Legg mig fram um að kynna mér mál, tala við og kynnast ólíku fólki með mismunandi skoðanir. Ég held að það sér vont fyrir rithöfunda að festast inn í bergmálshellum.“ Segir fáa rithöfunda fara hlæjandi í bankann Nú er oft talað óvirðulega um þessa bókmenntagrein, er það eitthvað sem þú tekur inná þig? „Ég tek það ekki nærri mér en ég viðurkenni að það fer dálítið í taugarnar á mér. Góð bók er góð bók sama í hvaða bókmenntagrein hún flokkast og mér leiðist hroki og snobb. Ég þekki þetta úr leikhúsinu þar sem gamanleikrit og þeir leikarar sem höfðu vald á gríninu þóttu ekki eins fínir. Ótrúlega kjánaleg afstaða!“ En betra að fara hlæjandi í bankann? „Já, þetta með „hlæjandi í bankann“ … þá held ég að þeir rithöfundar séu teljandi á fingrum annarrar handar hér á Íslandi. Nei, fjárhagslega þá hefði verið skynsamlegra að halda áfram að kenna!“ Sólveig segist ekki framleiðsluvél, hún pínir sig ekki til að skrifa og tekur sér gott hlé milli verka.vísir/vilhelm En nú er talað um formúlubókmenntir … „Já, já er þá ekki allt sem er skrifað samkvæmt Aristotelesi formúla? Upphaf-miðja-endir. Ég hef til dæmis skrifað glæpasögu sem ekkert morð er í. Þeir sem svona tala hafa oftar en ekki aldrei lesið góða krimma.“ Þú ert þá væntanlega farin að leggja drög að næstu bók? „Nei, ég tek mér alltaf hvíld eftir hverja bók. Þarf að hreinsa hugann og endurnæra mig. Síðan byggist þetta allt á því að fá hugmynd. Ef ég fæ ekki hugmynd þá skrifa ég ekki neitt – ég er ekki framleiðsluvél! Oft held ég að ég fái ekki fleiri hugmyndir en fram að þessu hafa þær alltaf sprottið fram eftir nokkra hvíld og endurnæringu. Ég píni mig ekki til að skrifa. Svo vinn ég eftir þeirri hugmynd sem ég fæ – hvort sem það er glæpasaga eða eitthvað annað samanber Klettaborgin, minningasögur sem kom út 2020. En mér finnst mjög gaman að skrifa krimma, skapa persónur, flækjur, spennu og fá blóðið dálítið á hreyfingu.“
Höfundatal Bókmenntir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira