Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstýra keppninnar hér á landi fagnar breytingunni. „Þetta eru frábærar fréttir því síðastliðin sjötíu og tvö ár hafa einungis konur á aldrinum átján til tuttugu og átta ára mátt keppa.
Allar konur yfir átján ára geta nú tekið þátt
Það heyrir nú sögunni til og eru konur á öllum aldri hvattar til að sækja um þátttöku. Reglurnar taka að sjálfsögðu gildi hér á Íslandi þar sem allar konur yfir átján ára geta keppt í Ungfrú Ísland.“

Manuela ítrekar að öllum konum sé nú heimilt að sækja um þátttöku. „Fyrr á árinu voru felldar úr gildi þær kröfur um að keppendur væru barnlausar og ógiftar konur en nú geta sömuleiðis trans konur sótt um þátttöku.
Í Ungfrú Ísland, fyrr á þessu ári, keppti í fyrsta sinn móðir og annar keppandi var kominn fjóra mánuði á leið með sitt fyrsta barn.
Þetta eru mikil gleðitíðindi og ég tek þessu öllu fagnandi og hlakka til að taka á móti umsóknum frá konum á öllum aldri.
Næsta verkefni er þó í höndum Lilju Sifjar Pétursdóttir sigurvegara Ungfrú Ísland í ár, en hún heldur til El Salvador eftir tvær vikur. Þar mun hún keppa fyrir hönd Íslands í aðalkeppninni, Miss Universe. Það verður spennandi að sjá hana blómstra á sviðinu.“