Missti fjögurra ára son sinn af slysförum: „Var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2023 10:31 Daníel missti son sinn árið 2021, þá aðeins fjögurra ára gamall. Í apríl árið 2021 missti Daníel Sæberg Hrólfsson fjögurra ára son sinn af slysförum. Um var að ræða yngra barn hans en hann og barnsmóðir hans voru á þessum tíma hætt saman. Það geta fáir sett sig í spor þess sem upplifir missir sem þennan og enginn vill kynnast sársauka sem þessum. Daníel steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sögu sína. Hann vill að fólk viti að það sé hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir þessa lífsreynslu en að höggið sé samt sem áður yfirþyrmandi. Plönin líti svo sannarlega allt öðruvísi út. „Maður var að sjálfsögðu búinn að sjá fyrir sér skólagönguna og allt og vera spenntur fyrir því,“ segir Daníel sem var fastur í umferð þegar hann fékk símtalið örlagaríka. Fastur í umferð „Ég man nákvæmlega hvar ég var, ég var hjá Fjarðarkaup fastur í umferð og ég sé sjúkrabílana koma. Ég reyni eins og ég get að komast eitthvað, vissi ekkert hvað var í gangi og það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessum degi,“ segir Daníel sem vissi þarna að um slys væri um að ræða. Að lokum komst hann upp á spítala þar sem yngri drengurinn hans barðist fyrir lifi sínu í viku. „Það kemur rosaleg tómarúmstilfinning og maður skilur í raun ekki hvað sé framundan. Lífið stoppar. Allt sem ég var að gera, ég var til dæmis í skóla, í vinnu og annað. Þetta bara var eitthvað sem skipti mig engu máli á þessum tíma. Ég var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu.“ Hann segir að það hafi verið mjög sérstakt að skipuleggja jarðarför sonar síns. „Við fengum auðvitað mikla hjálp frá okkar nánustu og þurftum í raun ekki að skipuleggja mikið, það var haldið vel í höndina á okkur þar. Svo að jarða, það er ákveðin lokun líka, að geta haldið áfram. Þarna missti ég algjörlega tilganginn og var smá tíma að finna hann,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu frá því í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Klippa: Missti fjögurra ára son sinn af slysförum Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Daníel steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sögu sína. Hann vill að fólk viti að það sé hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir þessa lífsreynslu en að höggið sé samt sem áður yfirþyrmandi. Plönin líti svo sannarlega allt öðruvísi út. „Maður var að sjálfsögðu búinn að sjá fyrir sér skólagönguna og allt og vera spenntur fyrir því,“ segir Daníel sem var fastur í umferð þegar hann fékk símtalið örlagaríka. Fastur í umferð „Ég man nákvæmlega hvar ég var, ég var hjá Fjarðarkaup fastur í umferð og ég sé sjúkrabílana koma. Ég reyni eins og ég get að komast eitthvað, vissi ekkert hvað var í gangi og það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessum degi,“ segir Daníel sem vissi þarna að um slys væri um að ræða. Að lokum komst hann upp á spítala þar sem yngri drengurinn hans barðist fyrir lifi sínu í viku. „Það kemur rosaleg tómarúmstilfinning og maður skilur í raun ekki hvað sé framundan. Lífið stoppar. Allt sem ég var að gera, ég var til dæmis í skóla, í vinnu og annað. Þetta bara var eitthvað sem skipti mig engu máli á þessum tíma. Ég var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu.“ Hann segir að það hafi verið mjög sérstakt að skipuleggja jarðarför sonar síns. „Við fengum auðvitað mikla hjálp frá okkar nánustu og þurftum í raun ekki að skipuleggja mikið, það var haldið vel í höndina á okkur þar. Svo að jarða, það er ákveðin lokun líka, að geta haldið áfram. Þarna missti ég algjörlega tilganginn og var smá tíma að finna hann,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu frá því í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Klippa: Missti fjögurra ára son sinn af slysförum
Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira