Ný CrossFit dóttir er fædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2023 12:00 Nýjasta CrossFit dóttirin Bergrós Björnsdóttir hefur átt frábært ár þar sem hún var á palli á Reykjavíkurleikunun, á heimsleikunum og á Íslandsmeistaramótinu. Samsett/Instagram/@bergrosbjornsdottir Íslensku dæturnar hafa vakið mikla athygli í CrossFit heiminum í gegnum tíðina og nú lítur út fyrir að ný dóttir sé að bætast í hópinn. Það vissu flestir í íslenska CrossFit samfélaginu að Bergrós Björnsdóttir væri efnileg CrossFit kona. Það hefur nú sýnt í keppni unglinga á heimsleikunum og þegar hún byrjaði árið á því að vinna Reykjavíkurleikana með Anníe Mist Þórisdóttir. Bergrós sannaði sig sem alvöru keppenda á alþjóðlegu sviði þegar hún vann til bronsverðlauna í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í CrossFit í haust. Þar var Bergrós að keppa í flokki þar sem hún er enn á yngra ári. Hún fær því annað tækifæri í flokknum á næsta ári. Bergrós skrifaði aftur á móti íslensku CrossFit söguna um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari aðeins sextán ára gömul. Sú yngsta í sögunni til að gera það. Bergrós hefur æft CrossFit frá því að hún var tólf ára og það er gaman að sjá hversu langt hún er komin á þessum fjórum árum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit á Íslandi fagnar árangri Bergrósar í færslu hjá sér þar sem er farið yfir árangur stelpunnar. Þar kemur fram að hún sé þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Wodapalooza stórmótinu í Miami í janúar. Þetta er mjög stórt og flott mót. Markmið hennar fyrir keppnisárið 2024 er samkvæmt CrossFit á Íslandi síðunni að komast inn á undanúrslit einstaklinga í undankeppni heimsleikanna og fá þar með að keppa með stóru stelpunum. Það ætti að gefa henni meiri keppnisreynslu. Bergrós ætlar einnig að komast á CrossFit heimsleikana sem unglingur og þar eru markmiðin að sjálfsögðu sett á efsta pall eins og það er orðað á síðunni. Færsla CrossFit á Íslandi endar svo á ensku. „We have a new daughter in town“ eða það er komin ný dóttir á svæðið. Anníe Mist Þórisdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsleikunum í CrossFit árið 2009 en þá var Bergrós aðeins tveggja ára gömul. CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Það vissu flestir í íslenska CrossFit samfélaginu að Bergrós Björnsdóttir væri efnileg CrossFit kona. Það hefur nú sýnt í keppni unglinga á heimsleikunum og þegar hún byrjaði árið á því að vinna Reykjavíkurleikana með Anníe Mist Þórisdóttir. Bergrós sannaði sig sem alvöru keppenda á alþjóðlegu sviði þegar hún vann til bronsverðlauna í flokki sextán til sautján ára á heimsleikunum í CrossFit í haust. Þar var Bergrós að keppa í flokki þar sem hún er enn á yngra ári. Hún fær því annað tækifæri í flokknum á næsta ári. Bergrós skrifaði aftur á móti íslensku CrossFit söguna um síðustu helgi þegar hún varð Íslandsmeistari aðeins sextán ára gömul. Sú yngsta í sögunni til að gera það. Bergrós hefur æft CrossFit frá því að hún var tólf ára og það er gaman að sjá hversu langt hún er komin á þessum fjórum árum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit á Íslandi fagnar árangri Bergrósar í færslu hjá sér þar sem er farið yfir árangur stelpunnar. Þar kemur fram að hún sé þegar búin að tryggja sér þátttökurétt á Wodapalooza stórmótinu í Miami í janúar. Þetta er mjög stórt og flott mót. Markmið hennar fyrir keppnisárið 2024 er samkvæmt CrossFit á Íslandi síðunni að komast inn á undanúrslit einstaklinga í undankeppni heimsleikanna og fá þar með að keppa með stóru stelpunum. Það ætti að gefa henni meiri keppnisreynslu. Bergrós ætlar einnig að komast á CrossFit heimsleikana sem unglingur og þar eru markmiðin að sjálfsögðu sett á efsta pall eins og það er orðað á síðunni. Færsla CrossFit á Íslandi endar svo á ensku. „We have a new daughter in town“ eða það er komin ný dóttir á svæðið. Anníe Mist Þórisdóttir keppti fyrst Íslendinga á heimsleikunum í CrossFit árið 2009 en þá var Bergrós aðeins tveggja ára gömul.
CrossFit Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira