Bankastarfsmaður rekinn fyrir að kaupa kaffi og samloku fyrir konuna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 07:48 Það var ekki kostnaðurinn við samlokuna sem skipti máli, heldur hver borðaði hana. Vinnumáladómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Citibank hafi verið heimilt að reka starfsmann sem rukkaði bankann um endurgreiðslu fyrir tvo kaffibolla, tvær samlokur og tvo pastarétti. Frá þessu greinir BBC. Málið varðar starfsmann sem hafið unnið við greiningar hjá Citibank í Lundúnum í sjö ár. Sérsvið hans voru fjármálaglæpir. Szabolcs Fekete fór vinnuferð til Amsterdam í þrjá daga í júlí í fyrra en þegar hann mætti aftur til vinnu í Lundúnum rukkaði hann Citibank um útlagðan kostnað. Kostnaðinn taldi Fekete falla undir reglur um dagpeninga, sem voru 100 evrur á dag. Yfirmaðurinn sem fór yfir kvittanir Fekete gerði hins vegar athugasemdir við fjárútlát hans og vildi fá að vita hvort hann hefði neytt alls þess matar sjálfur sem hann hafði greitt fyrir. Fekete varð það á að ljúga í svörum sínum og sagði að já, hann hefði sjálfur drukkið tvo kaffibolla, borðað tvær samlokur og svo framvegis. Hið rétta var að hann hafði boðið konu sinni með í ferðina og taldi að svo lengi sem eyðslan væri innan áðurnefndra 100 evra marka þá væri honum frjálst að rukka fyrirtækið, þrátt fyrir að hann hefði ekki sjálfur neytt alls matarins. Reglur bankans kveða hins vegar á um að starfsmenn geta ekki fengið endurgreitt vegna máltíða og ferðalaga maka og þá er þess krafist að nöfn allra þeirra sem starfsmenn greiða fyrir fylgi með kvittunum. Citibank vísaði málinu áfram til öryggis- og rannsóknardeildar bankans, sem krafðist þess að vita hvort Fekete hefði deilt máltíð þar sem tveir pastaréttir voru pantaðir en aftur neitaði Fekete. Bankastarfsmaðurinn játaði síðar að eiginkonan hefði neytt matarins með honum og sagðist hafa verið á sterkum verkjalyfjum þegar hann laug að yfirmönnum í tölvupósti. Dómarinn í málinu úrskurðaði Citibank í vil og sagði bankanna hafa verið í fullum rétti þegar Fekete var sagt upp störfum. Málið snérist ekki um upphæðir heldur um framgöngu starfsmannsins. Hann hefði átt að segja satt og rétt frá við fyrsta tækifæri, enda mikilvægt að hann nyti trausts starfs síns vegna. Bretland England Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Frá þessu greinir BBC. Málið varðar starfsmann sem hafið unnið við greiningar hjá Citibank í Lundúnum í sjö ár. Sérsvið hans voru fjármálaglæpir. Szabolcs Fekete fór vinnuferð til Amsterdam í þrjá daga í júlí í fyrra en þegar hann mætti aftur til vinnu í Lundúnum rukkaði hann Citibank um útlagðan kostnað. Kostnaðinn taldi Fekete falla undir reglur um dagpeninga, sem voru 100 evrur á dag. Yfirmaðurinn sem fór yfir kvittanir Fekete gerði hins vegar athugasemdir við fjárútlát hans og vildi fá að vita hvort hann hefði neytt alls þess matar sjálfur sem hann hafði greitt fyrir. Fekete varð það á að ljúga í svörum sínum og sagði að já, hann hefði sjálfur drukkið tvo kaffibolla, borðað tvær samlokur og svo framvegis. Hið rétta var að hann hafði boðið konu sinni með í ferðina og taldi að svo lengi sem eyðslan væri innan áðurnefndra 100 evra marka þá væri honum frjálst að rukka fyrirtækið, þrátt fyrir að hann hefði ekki sjálfur neytt alls matarins. Reglur bankans kveða hins vegar á um að starfsmenn geta ekki fengið endurgreitt vegna máltíða og ferðalaga maka og þá er þess krafist að nöfn allra þeirra sem starfsmenn greiða fyrir fylgi með kvittunum. Citibank vísaði málinu áfram til öryggis- og rannsóknardeildar bankans, sem krafðist þess að vita hvort Fekete hefði deilt máltíð þar sem tveir pastaréttir voru pantaðir en aftur neitaði Fekete. Bankastarfsmaðurinn játaði síðar að eiginkonan hefði neytt matarins með honum og sagðist hafa verið á sterkum verkjalyfjum þegar hann laug að yfirmönnum í tölvupósti. Dómarinn í málinu úrskurðaði Citibank í vil og sagði bankanna hafa verið í fullum rétti þegar Fekete var sagt upp störfum. Málið snérist ekki um upphæðir heldur um framgöngu starfsmannsins. Hann hefði átt að segja satt og rétt frá við fyrsta tækifæri, enda mikilvægt að hann nyti trausts starfs síns vegna.
Bretland England Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira