Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 19:47 Þrír voru fluttir á slysadeild vegna brunans, þar af einn í lífshættu. Vísir/Vilhelm Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. Einn þeirra sem fluttur var á slysadeild var inni í herberginu þar sem eldurinn kom upp. Sá er talinn í lífshættu. Hinir tveir sem fluttir voru á slysadeild höfðu komist út af sjálfsdáðum. Annar þeirra var með smávægileg brunasár, en hinn með reykeitrun. Slökkvilið var engu nær um eldsupptök þegar rætt var við Jörgen Valdimarsson varðstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta var að vísu ekki hlaupahjól eins og er búið að vera mikið hjá okkur undanfarið. Við erum ekki nær um það, en það er í höndum lögreglu að rannsaka vettvanginn,“ sagði Jörgen. Búið er að negla fyrir dyr herbergisins þar sem eldurinn kom upp. Sumir íbúar komnir inn Búið er að hleypa íbúum í hluta hússins aftur inn. „Á efri hæðina, hún er með sérinngang, og á vestari hlutann á fyrstu hæðinni þar sem var enginn reykur og enginn eldur.“ Ekki liggur fyrir hversu margir búa í húsinu, en íbúi sem fréttastofa ræddi við í dag áætlaði að 20 til 30 manns byggju á efri hæðinni. Jörgen kvaðst ekki geta svarað fyrir það hvort húsið væri samþykkt íbúðarhúsnæði. Höfðuð þið vitneskju um að það væri búið í húsinu og var búið að gera einhverja úttekt, til dæmis á eldvörnum? „Ég hef ekki upplýsingar um hvort það hafi verið búið að gera úttekt, það er önnur deild innan slökkviliðsins sem sér um það. En vissulega vissum við að það væri búið í þessu húsi. Við höfum verið að koma hér á sjúkrabílum og við fengum líka upplýsingar um það á leiðinni að hér byggi fólk. Þannig að við vorum viðbúnir því að við þyrftum hugsanlega að bjarga einhverjum út,“ sagði Jörgen. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Einn þeirra sem fluttur var á slysadeild var inni í herberginu þar sem eldurinn kom upp. Sá er talinn í lífshættu. Hinir tveir sem fluttir voru á slysadeild höfðu komist út af sjálfsdáðum. Annar þeirra var með smávægileg brunasár, en hinn með reykeitrun. Slökkvilið var engu nær um eldsupptök þegar rætt var við Jörgen Valdimarsson varðstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta var að vísu ekki hlaupahjól eins og er búið að vera mikið hjá okkur undanfarið. Við erum ekki nær um það, en það er í höndum lögreglu að rannsaka vettvanginn,“ sagði Jörgen. Búið er að negla fyrir dyr herbergisins þar sem eldurinn kom upp. Sumir íbúar komnir inn Búið er að hleypa íbúum í hluta hússins aftur inn. „Á efri hæðina, hún er með sérinngang, og á vestari hlutann á fyrstu hæðinni þar sem var enginn reykur og enginn eldur.“ Ekki liggur fyrir hversu margir búa í húsinu, en íbúi sem fréttastofa ræddi við í dag áætlaði að 20 til 30 manns byggju á efri hæðinni. Jörgen kvaðst ekki geta svarað fyrir það hvort húsið væri samþykkt íbúðarhúsnæði. Höfðuð þið vitneskju um að það væri búið í húsinu og var búið að gera einhverja úttekt, til dæmis á eldvörnum? „Ég hef ekki upplýsingar um hvort það hafi verið búið að gera úttekt, það er önnur deild innan slökkviliðsins sem sér um það. En vissulega vissum við að það væri búið í þessu húsi. Við höfum verið að koma hér á sjúkrabílum og við fengum líka upplýsingar um það á leiðinni að hér byggi fólk. Þannig að við vorum viðbúnir því að við þyrftum hugsanlega að bjarga einhverjum út,“ sagði Jörgen.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37