Pólitísk fátækt Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar 17. október 2023 07:00 Frá árinu 1987 hefur dagurinn í dag, 17. október ,verið helgaður baráttunni gegn fátækt á veraldarvísu. Þessi alþjóðlegi baráttudagur á að minna okkur á hversu mikið böl hún er fyrir fólk og samfélög. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er þar engin undantekning. Fátækt er mjög umdeilt hugtak og rannsóknir á henni eru tiltölulega nýlegar. Fyrstu rannsóknirnar voru gerðar af Bretanum Seebohm Rowntree árið 1899. Hérlendis er enn styttra síðan rannsóknir hófust og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnar bjuggu við fátækt. Tíu árum síðar var sú könnun endurtekin og þá kom í ljós að 6,8% Íslendinga töldust búa við fátækt. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og kom fram að 7-10% hafi búið við fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur að því að skilgreina og búa til mælikvarða á fátækt vandast málið en segja má að hugtakið vísi til skorts af einhverju tagi, oftast efnahagslegum. Gerður er greinarmunur á algildri fátækt og afstæðri fátækt. Algild er það oftast kallað þegar viðkomandi líður fyrir skort á lífsnauðsynjum svo sem að eiga ekki fyrir mat, hafa hvorki aðgengi að vatni né þaki yfir höfuðið. Í afstæðri fátækt er verið að bera saman efnahagsstöðu hópa í samfélaginu. Þar getur margt komið til, eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, nýjustu tækni, hafa efni á fatnaði, fara í ferðalög eða eiga farartæki, sem greinir á milli ríkra og fátækra. Á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Sé miðað við íslenskar rannsóknir er ljóst að tugþúsundir Íslendinga eru fátækir, og þar af um 10.000 íslensk börn undir 16 ára aldri. Það eru engar einhlítar skýringar hvers vegna svo stórt hlutfall af þjóðinni er fátækur, í þessu auðuga landi okkar. Margt hefur verið tínt til en flest af því er mannana verk í iðnríkjum eins og láglaunastefna, félagsleg mismunun t.d. launamunur kynjanna eða að um sé að ræða minnihlutahópa eins og örykja og innflytjendur. Þá hafa verið nefnd til sögunnar að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægja ekki til grunnframfærslu eins og öryrkjar hafa margbent á. Fátækt er talið vera það mikið böl að fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að endir skuli bundinn á hana árið 2030. Því verður sennilega ekki náð úr þessu en hins vegar má draga úr fátækt svo að hún verði minni árið 2030 en nú. Þar sem fátækt er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk þá ræður pólítíkin miklu um hvernig til tekst sé raunverulegur vilji tilstaðar. Það má gera eins og segir í einu undirmarkmiða SÞ að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. Í dag skortir marga Íslendinga sem og fleiri fátækum heimsbúum sjálfkrafa reisn. Þeir eru sviptir réttinum til að lifa lífi sínu með reisn sökum fátæktar. Reisn er þema þessa alþjóðlega baráttudags gegn fátækt vegna þess að í henni felast grundvallarmannréttindi. Fátækum er bæði afneitað og sýnd óvirðing, líka hér á Íslandi. Bíðum ekki eftir árinu 2030, gerum bragarbót árið 2023 – allt sem til þarf er pólitískur vilji! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur dagurinn í dag, 17. október ,verið helgaður baráttunni gegn fátækt á veraldarvísu. Þessi alþjóðlegi baráttudagur á að minna okkur á hversu mikið böl hún er fyrir fólk og samfélög. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er þar engin undantekning. Fátækt er mjög umdeilt hugtak og rannsóknir á henni eru tiltölulega nýlegar. Fyrstu rannsóknirnar voru gerðar af Bretanum Seebohm Rowntree árið 1899. Hérlendis er enn styttra síðan rannsóknir hófust og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnar bjuggu við fátækt. Tíu árum síðar var sú könnun endurtekin og þá kom í ljós að 6,8% Íslendinga töldust búa við fátækt. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og kom fram að 7-10% hafi búið við fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur að því að skilgreina og búa til mælikvarða á fátækt vandast málið en segja má að hugtakið vísi til skorts af einhverju tagi, oftast efnahagslegum. Gerður er greinarmunur á algildri fátækt og afstæðri fátækt. Algild er það oftast kallað þegar viðkomandi líður fyrir skort á lífsnauðsynjum svo sem að eiga ekki fyrir mat, hafa hvorki aðgengi að vatni né þaki yfir höfuðið. Í afstæðri fátækt er verið að bera saman efnahagsstöðu hópa í samfélaginu. Þar getur margt komið til, eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, nýjustu tækni, hafa efni á fatnaði, fara í ferðalög eða eiga farartæki, sem greinir á milli ríkra og fátækra. Á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Sé miðað við íslenskar rannsóknir er ljóst að tugþúsundir Íslendinga eru fátækir, og þar af um 10.000 íslensk börn undir 16 ára aldri. Það eru engar einhlítar skýringar hvers vegna svo stórt hlutfall af þjóðinni er fátækur, í þessu auðuga landi okkar. Margt hefur verið tínt til en flest af því er mannana verk í iðnríkjum eins og láglaunastefna, félagsleg mismunun t.d. launamunur kynjanna eða að um sé að ræða minnihlutahópa eins og örykja og innflytjendur. Þá hafa verið nefnd til sögunnar að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægja ekki til grunnframfærslu eins og öryrkjar hafa margbent á. Fátækt er talið vera það mikið böl að fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að endir skuli bundinn á hana árið 2030. Því verður sennilega ekki náð úr þessu en hins vegar má draga úr fátækt svo að hún verði minni árið 2030 en nú. Þar sem fátækt er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk þá ræður pólítíkin miklu um hvernig til tekst sé raunverulegur vilji tilstaðar. Það má gera eins og segir í einu undirmarkmiða SÞ að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. Í dag skortir marga Íslendinga sem og fleiri fátækum heimsbúum sjálfkrafa reisn. Þeir eru sviptir réttinum til að lifa lífi sínu með reisn sökum fátæktar. Reisn er þema þessa alþjóðlega baráttudags gegn fátækt vegna þess að í henni felast grundvallarmannréttindi. Fátækum er bæði afneitað og sýnd óvirðing, líka hér á Íslandi. Bíðum ekki eftir árinu 2030, gerum bragarbót árið 2023 – allt sem til þarf er pólitískur vilji! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun