Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Árni Sæberg skrifar 16. október 2023 13:39 Þórdís Kolbrún afhendir Bjarna aðgangskort að utanríkisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, að lokinni lyklaskiptaathöfn í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, afhenti honum þá lyklana að sínu gamla ráðuneyti. Þau skipta svo um hlutverk í sams konar athöfn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45. Bjarni segir að utanríkisráðuneytið sé öflugt og að það hafi sýnt sig undanfarin ár að það skipti Íslendinga miklu máli að utanríkisþjónustan sé öflug og Þórdís Kolbrún hafi tryggt það að rödd Íslands heyrist vel þegar máli skiptir. „Við viljum að það sé skýrt fyrir hvaða gildi við stöndum Íslendingar, og því verður í mörg horn að líta hér í ráðuneytinu.“ Sagði af sér til þess að skapa frið Bjarni hefur víða verið gagnrýndur fyrir það að segja af sér í fjármálaráðuneytinu og færa sig aðeins um set yfir í utanríkisráðuneytið í stað þess að hætta í ríkisstjórn. Bjarni gefur lítið fyrir þá gagnrýni og segist hafa verið skýr í sínum málflutningi. „Ég tók þessa ákvörðun til að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu og tel að það geti orðið þannig. Síðan er málið þannig vaxið að ég er með algjörlega hreina samvisku hvað málið efnislega snertir og tel að álitið sem um ræðir orki tvímælis að mörgu leyti.“ Hann sé formaður eins þriggja stjórnarflokka og vilji axla þá ábyrgð áfram að standa vörð um stjórnarsáttmálann og vinna að framgangi mikilvægra mála. „Það er kjaravetur fram undan, við erum að ná tökum á verðbólgunni og það þarf að skila því verkefni í hús og verja þannig lífskjörin í landinu og sækja fram frá nýjum jafnvægispunkti. Ég er líka að axla ábyrgð á því að þetta gangi eftir, en þetta getur hver gert upp við sig. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður ræddi við Bjarna að athöfninni lokinni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, að lokinni lyklaskiptaathöfn í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, afhenti honum þá lyklana að sínu gamla ráðuneyti. Þau skipta svo um hlutverk í sams konar athöfn í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45. Bjarni segir að utanríkisráðuneytið sé öflugt og að það hafi sýnt sig undanfarin ár að það skipti Íslendinga miklu máli að utanríkisþjónustan sé öflug og Þórdís Kolbrún hafi tryggt það að rödd Íslands heyrist vel þegar máli skiptir. „Við viljum að það sé skýrt fyrir hvaða gildi við stöndum Íslendingar, og því verður í mörg horn að líta hér í ráðuneytinu.“ Sagði af sér til þess að skapa frið Bjarni hefur víða verið gagnrýndur fyrir það að segja af sér í fjármálaráðuneytinu og færa sig aðeins um set yfir í utanríkisráðuneytið í stað þess að hætta í ríkisstjórn. Bjarni gefur lítið fyrir þá gagnrýni og segist hafa verið skýr í sínum málflutningi. „Ég tók þessa ákvörðun til að skapa frið um verkefnin í fjármálaráðuneytinu og tel að það geti orðið þannig. Síðan er málið þannig vaxið að ég er með algjörlega hreina samvisku hvað málið efnislega snertir og tel að álitið sem um ræðir orki tvímælis að mörgu leyti.“ Hann sé formaður eins þriggja stjórnarflokka og vilji axla þá ábyrgð áfram að standa vörð um stjórnarsáttmálann og vinna að framgangi mikilvægra mála. „Það er kjaravetur fram undan, við erum að ná tökum á verðbólgunni og það þarf að skila því verkefni í hús og verja þannig lífskjörin í landinu og sækja fram frá nýjum jafnvægispunkti. Ég er líka að axla ábyrgð á því að þetta gangi eftir, en þetta getur hver gert upp við sig. Helena Rós Sturludóttir fréttamaður ræddi við Bjarna að athöfninni lokinni. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira