Utan vallar: Fær íslenska þjóðin nostalgíukvöld í Laugardalnum í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna saman marki með íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum. Vísir/Vilhelm Eitt það mest spennandi við landsleik Íslands og Liechtenstein á Laugardalsvellinum í kvöld er kannski það hvað verður hlutverk Gylfa Þórs Sigurðssonar í leiknum. Stóra spurningin er nefnilega: Á Gylfi að byrja leikinn í kvöld? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar þarna síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2024 og mótherjinn er lakasta liðið í riðlinum. Það er í raun lítið undir í þessum leik. Eftir jafnteflið í síðasta leik á íslenska liðið enn minni möguleika á að komast á Evrópumótið í gegnum þennan riðil. Möguleikarnir munu því liggja í umspili Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mætti á blaðamannafund í gær sem fyrirliði liðsins og verður því örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Åge Hareide þjálfari ætlar því að gera breytingar á liðinu. Hversu margar verða þær er spurningin. Gylfi Þór Sigurðsson var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir rétt tæplega þriggja ára fjarveru og kom inn á sem varamaður á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið. Fyrsti landsleikur hans síðan í nóvember 2020. Gylfi er nýbyrjaður að spila aftur með Lyngby og er enn að vinna í því að koma skrokknum aftur í gang eftir svo langa fjarveru. Það var mikill fögnuður í stúkunni þegar Gylfi kom inn á völlinn á 68. mínútu á móti Lúxemborg og þótt að liðinu hafi ekki tekist að landa sigrinum í lokin þá er full ástæða til að búast við því að Gylfi fái fleiri mínútur í kvöld. Það er jafnvel spurning um hvort Gylfi eigi hreinlega að byrja leikinn. Það væri algjör nostalgía að sjá hann og Aron Einar spila saman á miðjunni eins og þegar gullkynslóðin var upp á sitt besta. Það var gaman að sjá ungu strákana í íslenska liðinu blómstra í fyrri hálfleiknum á föstudaginn en eins og með unga menn þá eru sveiflur í þeirra leik. Betri færanýting og liðið hefði rúllað leiknum upp. Áhyggjuefnið var hversu auðveldlega þeir virtist missa dampinn eftir áfallið við að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks. Seinni hálfleikurinn voru því mikil vonbrigði. Það vantaði tilfinnanlega meiri festu á miðju liðsins til að halda tökunum á leiknum og það er ljóst að þar geta Gylfi og Aron Einar hjálpað ungu strákunum okkar mikið. Þetta er líka spurningin um stað og stund. Í kvöld er kjörið tækifæri fyrir Gylfa og Aron Einar að spila hlið við hlið á Laugardalsvellinum þar sem þeir hafa gefið íslensku þjóðinni svo margar magnaðar frammistöður síðasta rúma áratuginn. Þetta er eitthvað sem myndi örugglega gleðja hjörtu margra að sjá. Framtíðin er kannski ekki þeirra en nú er þeirra tími að sýna framtíðarmönnum af hverju þeir hafa náð svo langt. Ég vona því að við sjáum Gylfa og Aron Einar aftur hlið við hlið í kvöld. Kannski of mikið að biðja um það frá byrjun en vonandi stóran hluta leiksins. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Stóra spurningin er nefnilega: Á Gylfi að byrja leikinn í kvöld? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar þarna síðasta heimaleik sinn í undankeppni EM 2024 og mótherjinn er lakasta liðið í riðlinum. Það er í raun lítið undir í þessum leik. Eftir jafnteflið í síðasta leik á íslenska liðið enn minni möguleika á að komast á Evrópumótið í gegnum þennan riðil. Möguleikarnir munu því liggja í umspili Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mætti á blaðamannafund í gær sem fyrirliði liðsins og verður því örugglega í byrjunarliðinu í kvöld. Åge Hareide þjálfari ætlar því að gera breytingar á liðinu. Hversu margar verða þær er spurningin. Gylfi Þór Sigurðsson var kallaður aftur inn í landsliðið fyrir þennan glugga eftir rétt tæplega þriggja ára fjarveru og kom inn á sem varamaður á móti Lúxemborg á föstudagskvöldið. Fyrsti landsleikur hans síðan í nóvember 2020. Gylfi er nýbyrjaður að spila aftur með Lyngby og er enn að vinna í því að koma skrokknum aftur í gang eftir svo langa fjarveru. Það var mikill fögnuður í stúkunni þegar Gylfi kom inn á völlinn á 68. mínútu á móti Lúxemborg og þótt að liðinu hafi ekki tekist að landa sigrinum í lokin þá er full ástæða til að búast við því að Gylfi fái fleiri mínútur í kvöld. Það er jafnvel spurning um hvort Gylfi eigi hreinlega að byrja leikinn. Það væri algjör nostalgía að sjá hann og Aron Einar spila saman á miðjunni eins og þegar gullkynslóðin var upp á sitt besta. Það var gaman að sjá ungu strákana í íslenska liðinu blómstra í fyrri hálfleiknum á föstudaginn en eins og með unga menn þá eru sveiflur í þeirra leik. Betri færanýting og liðið hefði rúllað leiknum upp. Áhyggjuefnið var hversu auðveldlega þeir virtist missa dampinn eftir áfallið við að fá á sig mark í byrjun seinni hálfleiks. Seinni hálfleikurinn voru því mikil vonbrigði. Það vantaði tilfinnanlega meiri festu á miðju liðsins til að halda tökunum á leiknum og það er ljóst að þar geta Gylfi og Aron Einar hjálpað ungu strákunum okkar mikið. Þetta er líka spurningin um stað og stund. Í kvöld er kjörið tækifæri fyrir Gylfa og Aron Einar að spila hlið við hlið á Laugardalsvellinum þar sem þeir hafa gefið íslensku þjóðinni svo margar magnaðar frammistöður síðasta rúma áratuginn. Þetta er eitthvað sem myndi örugglega gleðja hjörtu margra að sjá. Framtíðin er kannski ekki þeirra en nú er þeirra tími að sýna framtíðarmönnum af hverju þeir hafa náð svo langt. Ég vona því að við sjáum Gylfa og Aron Einar aftur hlið við hlið í kvöld. Kannski of mikið að biðja um það frá byrjun en vonandi stóran hluta leiksins.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Utan vallar Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti