„Hann var eins og pabbi og besti vinur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2023 07:00 Zlatan ásamt unnustu sinni. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic viðurkennir að hafa átt erfitt eftir andlát umboðsmannsins skrautlega Mino Raiola. Raiola lést í apríl á síðasta ári en hann var umboðsmaður Ibrahimovic allan hans feril. Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna í sumar eftir glæsilegan feril. Hann varð meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi en hægri hönd hans á ferlinum var umboðsmaðurinn Mino Raiola. Raiola lést í apríl árið 2022 og nú hefur Zlatan tjáð sig um dagana fyrir andlát Raiola. „Ég var með honum á sjúkrahúsinu nær allan tímann. Það var erfitt að sjá hann í þessu ástandi,“ segir Zlatan en Raiola glímdi við heilsubrest eftir að hafa farið í aðgerð í janúar árið sem hann lést. Greint var frá því nokkrum dögum áður en Raiola lést að hann væri allur en þær fréttir reyndust þó ekki á rökum reistar. Zlatan segir að Raiola hafi verið miklu meira en bara umboðsmaður. „Hann var eins og pabbi og besti vinur. Við töluðum saman á hverjum degi. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu en við ræddum ekki um sjúkdóminn. Ég vildi ekki tala um hann, ég vildi koma þangað og gefa frá mér jákvæða strauma. Þannig var hann gagnvart okkur leikmönnunum. Hann var sterkur, mjög sterkur.“ Raiola þótti harður í horn að taka en hann var umboðsmaður margra af bestu leikmönnum Evrópu. Umboðsmaðurinn var vellauðugur og lifði hátt. Hann var maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Gæti snúið aftur til Milan Eins og áður segir lagði Zlatan skóna á hilluna í júní en undanfarið hafa orðrómar verið á sveimi um að hann muni taka að sér einhvers konar hlutverk innan AC Milan sem hann lék með síðustu ár ferils síns. „Það eru bara liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór á eftirlaun. Ég er ekki með neinar áætlanir ennþá, það fær að taka þann tíma sem það mun taka. Það eru tilboð en ég hef ekki ákveðið mig. Ef ég ætla aftur til Milan þá vil ég fara þangað og hafa áhrif, ekki bara snúa aftur sem einhver fyrrverandi leikmaður. Við höfum hist á fundum og viðræður eru í gangi og við sjáum hvert þær leiða okkur.“ Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic lagði skóna á hilluna í sumar eftir glæsilegan feril. Hann varð meistari í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi en hægri hönd hans á ferlinum var umboðsmaðurinn Mino Raiola. Raiola lést í apríl árið 2022 og nú hefur Zlatan tjáð sig um dagana fyrir andlát Raiola. „Ég var með honum á sjúkrahúsinu nær allan tímann. Það var erfitt að sjá hann í þessu ástandi,“ segir Zlatan en Raiola glímdi við heilsubrest eftir að hafa farið í aðgerð í janúar árið sem hann lést. Greint var frá því nokkrum dögum áður en Raiola lést að hann væri allur en þær fréttir reyndust þó ekki á rökum reistar. Zlatan segir að Raiola hafi verið miklu meira en bara umboðsmaður. „Hann var eins og pabbi og besti vinur. Við töluðum saman á hverjum degi. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu en við ræddum ekki um sjúkdóminn. Ég vildi ekki tala um hann, ég vildi koma þangað og gefa frá mér jákvæða strauma. Þannig var hann gagnvart okkur leikmönnunum. Hann var sterkur, mjög sterkur.“ Raiola þótti harður í horn að taka en hann var umboðsmaður margra af bestu leikmönnum Evrópu. Umboðsmaðurinn var vellauðugur og lifði hátt. Hann var maðurinn á bak við samninginn er Paul Pogba varð dýrasti leikmaður heims. Því fagnaði Raiola með því að kaupa húsið sem Al Capone átti á sínum tíma í Miami. Gæti snúið aftur til Milan Eins og áður segir lagði Zlatan skóna á hilluna í júní en undanfarið hafa orðrómar verið á sveimi um að hann muni taka að sér einhvers konar hlutverk innan AC Milan sem hann lék með síðustu ár ferils síns. „Það eru bara liðnir nokkrir mánuðir síðan ég fór á eftirlaun. Ég er ekki með neinar áætlanir ennþá, það fær að taka þann tíma sem það mun taka. Það eru tilboð en ég hef ekki ákveðið mig. Ef ég ætla aftur til Milan þá vil ég fara þangað og hafa áhrif, ekki bara snúa aftur sem einhver fyrrverandi leikmaður. Við höfum hist á fundum og viðræður eru í gangi og við sjáum hvert þær leiða okkur.“
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti