Gleymir deginum aldrei og þakkar fyrir ótrúlegan stuðning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2023 19:59 Isaac að leik loknum ásamt aragrúa ungra stuðningsmanna hans, sem hylltu hann sem hetju í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Tilfinningarnar voru blendnar í Laugardal í dag, eftir sérstakan fótboltaleik sem var haldinn til stuðnings vallarverði Þróttar. Fjöldi fólks mætti til að sýna honum stuðning, en til stendur að senda hann úr landi í fyrramálið. Um það bil sjö hundruð manns mættu á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir vallarvörð sinn, Isaac Kwateng, í Laugardalnum í dag. Þar mætti SR, liðið sem Isaac leikur með, stjörnuliði Þróttar. Isaac kom hingað til lands fyrir rúmum sex árum, sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Á morgun verður honum fylgt af lögreglumönnum til Gana. Fréttastofa ræddi við vini Isaacs sem tóku þátt í leiknum, meðan á honum stóð. „Við erum bara að sýna Isaac að Laugardalurinn, Þróttur, SR og allt þetta fólk sem tengist okkur ekkert styður við bakið á honum í þessu ömurlega máli sem hann er í núna,“ sagði Pétur Axel Pétursson, starfsmaður Þróttar. Enginn skilji almennilega hvers vegna sendi eigi Isaac burt, eftir áralanga búsetu á Íslandi. Stuðningurinn frá samfélaginu sé mikill. „Allavega hér í dalnum. SR, Þróttur, Ármann og fólkið í kringum þessi félög er búið að sýna honum ótrúlega mikinn stuðning,“ segir Hallur Hallsson, íþróttastjóri Þróttar og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins. Alexander Máni Curtis, gjaldkeri SR og liðsfélagi Isaacs segir hann hrærðan yfir stuðningnum. „Það er galið að sjá hvað fólk er tilbúið að sýna mikinn stuðning og við getum ekki þakkað fólki nógu mikið fyrir það, en þetta er fáránlegt ástand engu að síður,“ segir Alexander Máni. Í miðju viðtalinu, sem tekið var á hliðarlínu vallarins, fékk SR dæmda vítaspyrnu. Isaac fór sjálfur á vítapunktinn. Honum brást ekki bogalistin og hann skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Stuttu seinna brá hann sér í hlutverk markvarðar á lokasekúndum leiksins og varði hetjulega, áhorfendum til ómældrar gleði. Þessi skemmtilegu tilþrif Isaacs má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Stórkostlegur stuðningur á erfiðum tímum Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar og ljóst að Isaac var hrærður yfir stuðningnum. „ Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum,“ sagði Isaac rétt eftir leikinn. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. En stuðningurinn var stórkostlegur.“ Hvernig er að verða vitni að slíkum stuðningi við þig? „Þetta er magnað. Dagurinn verður mér mjög minnisstæður og ég gleymi honum aldrei.“ Þróttur Reykjavík Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Um það bil sjö hundruð manns mættu á styrktarleik sem Þróttur stóð að fyrir vallarvörð sinn, Isaac Kwateng, í Laugardalnum í dag. Þar mætti SR, liðið sem Isaac leikur með, stjörnuliði Þróttar. Isaac kom hingað til lands fyrir rúmum sex árum, sem umsækjandi um alþjóðlega vernd. Á morgun verður honum fylgt af lögreglumönnum til Gana. Fréttastofa ræddi við vini Isaacs sem tóku þátt í leiknum, meðan á honum stóð. „Við erum bara að sýna Isaac að Laugardalurinn, Þróttur, SR og allt þetta fólk sem tengist okkur ekkert styður við bakið á honum í þessu ömurlega máli sem hann er í núna,“ sagði Pétur Axel Pétursson, starfsmaður Þróttar. Enginn skilji almennilega hvers vegna sendi eigi Isaac burt, eftir áralanga búsetu á Íslandi. Stuðningurinn frá samfélaginu sé mikill. „Allavega hér í dalnum. SR, Þróttur, Ármann og fólkið í kringum þessi félög er búið að sýna honum ótrúlega mikinn stuðning,“ segir Hallur Hallsson, íþróttastjóri Þróttar og fyrrum leikmaður meistaraflokks félagsins. Alexander Máni Curtis, gjaldkeri SR og liðsfélagi Isaacs segir hann hrærðan yfir stuðningnum. „Það er galið að sjá hvað fólk er tilbúið að sýna mikinn stuðning og við getum ekki þakkað fólki nógu mikið fyrir það, en þetta er fáránlegt ástand engu að síður,“ segir Alexander Máni. Í miðju viðtalinu, sem tekið var á hliðarlínu vallarins, fékk SR dæmda vítaspyrnu. Isaac fór sjálfur á vítapunktinn. Honum brást ekki bogalistin og hann skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Stuttu seinna brá hann sér í hlutverk markvarðar á lokasekúndum leiksins og varði hetjulega, áhorfendum til ómældrar gleði. Þessi skemmtilegu tilþrif Isaacs má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 í spilaranum hér að ofan. Stórkostlegur stuðningur á erfiðum tímum Tilfinningarnar eftir leikinn voru blendnar og ljóst að Isaac var hrærður yfir stuðningnum. „ Ég á erfitt með að lýsa tilfinningum mínum,“ sagði Isaac rétt eftir leikinn. „Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig. En stuðningurinn var stórkostlegur.“ Hvernig er að verða vitni að slíkum stuðningi við þig? „Þetta er magnað. Dagurinn verður mér mjög minnisstæður og ég gleymi honum aldrei.“
Þróttur Reykjavík Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira