Orkuúlfur snýr úr sauðagæru Tómas Guðbjartsson skrifar 16. október 2023 07:00 HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa. Ástæðan fyrir því var einföld, enda búið að ganga alltof hart að jarðhitaauðlindinni undir Reykjanesskaga, og látið eins og hún væri ótæmandi auðlind. En það er jarðhitinn ekki frekar en aðrar auðlindir. Öllum hefði átt að vera ljóst að glasið mun tæmast þegar sífellt fleiri rörum er stungið ofan í það - og bara sogið en engu bætt við! Munum að jarðhitinn er auðlind sem við eigum öll, og hitaveita til heimila og fyrirtækja ætti að vera í algjörum forgangi í stað stóriðju. Náttúruperlur í tætarann HS Orka, með buxurnar niðri, hyggur því á "landvinninga" þar sem náttúruperlum verður hent í tætarann. Þar má nefna Eldvörpin í nágrenni Svartsengis, sem eru meðal fallegustu gígaraða á Reykjanesskaga. Eldvörpin á Reykjanesi eru gullfallegar gíaraðir steinsnar frá Svartsengi. Mynd/Ellert Grétarsson Annað dæmi eru áform HS Orku í Krísuvík, en þar er nú einn helsti viðkomustaður ferðamanna á SV-horninu. Þetta er vanhugsað eins og margar ákvarðandi fyrirtækisins hin síðari ár, og ég get ekki séð hvernig fyrirtækið ætlar að "kæla niður" þann gosóróa sem nú er á þessu eldgosasvæði, og virðist bara færast í aukana. Hvalárvirkjun endurlífguð? Verst eru þó áform HS Orku um að endurlífga Hvalárvirkjun í Árneshreppi, framkvæmd sem ég trúði í einfeldni minni að hefði verið afgreidd sem óhugsandi, enda sérlega óhagkvæm og ósnortin náttúran talin of verðmæt. Með virkjun yrði tugum fossa fórnað fyrir 50 MW og efst á heiðinni myndi blasa við 33 metra hár varnargarður við þröskuld Drangajökuls og friðlandsins á Hornströndum. Þarna eru þrír fossar sem eru á meðal þeirra fallegustu á Íslandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarfoss, en sérstaklega þó Drynjandi. Sá síðastnefndi er á hæð við Hallgrímskirkju, og á mynd RAX, sem eitt sinn prýddi forsíðu Moggans, sést vel stærð okkar vinanna efst í skaflinum. Fossinn Drynjandi upp af Ófeigsfirði. Með virkjun yrði þessi foss þurrkaður upp og fossniðurinn og drunurnar í gljúfrunum, sem fossinn ber nafn sitt af, myndu hljóðna. Mynd: RAX.Mynd/RAX Níðingsverk gegn náttúru Vestfjarða Það yrði níðingsverk gegn nátturinni að fórna aðeins þessum eina fossi, hvað þá öllum hinum og víðernunum í kring. Tætarinn bíður spenntur, merktur "grænni orku" með límmiða sem kostaður er af orkumálaráðherra sem er gjörsamlega ósýnilegur og duglaus þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum. Sauðagæran horfin Hingað til hefur HS Orka sagt orkuna eiga að fara inn á raforkukerfi Vestfjarða og nýtast Vestfirðingum. Í nýlegu viðtali við Birnu Lárusdóttur, fyrrum talsmann Vesturorku og nú HS Orku í Heimildinni, er nokkuð augljóst að orkan á að fara á SV-hornið til stóriðjuverkefna. Sauðagæran er því horfin og eftir stendur nakinn sannleikurinn, enda stóð aldrei annað til en að færa orkuna beinustu leið á SV-hornið. Allt tal um að orkan sé fyrir Vestfirði stenst ekki lengur og hægt að spyrja sig hversu græn hún er í raun? Enn eina ferðina er verið að plata Vestfirðinga, og ræna þá einstakum náttúruperlum. Fossafriðland á heimsmælikvarða Í stað Hvalárvirkjunar ættu fossarnir á Ströndum að verða kjölfesta í einhverjum stórkostlegasta fossafriðlandi Evrópu, sem myndi tengjast friðlöndum Drangaskarða og Hornstranda. Slíkt myndi efla Vestfirði og veita störf, sem Hvalárvirkjun gerir ekki. Enda virkjunin f.o.fr. hugsuð fyrir stóriðju - sem er óseðjandi af græðgi - og vill sífellt meira - líkt og úlfurinn sísvangi, HS Orka. Höfundur er yfirlæknir, prófessor og umhverfisverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Tómas Guðbjartsson Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa. Ástæðan fyrir því var einföld, enda búið að ganga alltof hart að jarðhitaauðlindinni undir Reykjanesskaga, og látið eins og hún væri ótæmandi auðlind. En það er jarðhitinn ekki frekar en aðrar auðlindir. Öllum hefði átt að vera ljóst að glasið mun tæmast þegar sífellt fleiri rörum er stungið ofan í það - og bara sogið en engu bætt við! Munum að jarðhitinn er auðlind sem við eigum öll, og hitaveita til heimila og fyrirtækja ætti að vera í algjörum forgangi í stað stóriðju. Náttúruperlur í tætarann HS Orka, með buxurnar niðri, hyggur því á "landvinninga" þar sem náttúruperlum verður hent í tætarann. Þar má nefna Eldvörpin í nágrenni Svartsengis, sem eru meðal fallegustu gígaraða á Reykjanesskaga. Eldvörpin á Reykjanesi eru gullfallegar gíaraðir steinsnar frá Svartsengi. Mynd/Ellert Grétarsson Annað dæmi eru áform HS Orku í Krísuvík, en þar er nú einn helsti viðkomustaður ferðamanna á SV-horninu. Þetta er vanhugsað eins og margar ákvarðandi fyrirtækisins hin síðari ár, og ég get ekki séð hvernig fyrirtækið ætlar að "kæla niður" þann gosóróa sem nú er á þessu eldgosasvæði, og virðist bara færast í aukana. Hvalárvirkjun endurlífguð? Verst eru þó áform HS Orku um að endurlífga Hvalárvirkjun í Árneshreppi, framkvæmd sem ég trúði í einfeldni minni að hefði verið afgreidd sem óhugsandi, enda sérlega óhagkvæm og ósnortin náttúran talin of verðmæt. Með virkjun yrði tugum fossa fórnað fyrir 50 MW og efst á heiðinni myndi blasa við 33 metra hár varnargarður við þröskuld Drangajökuls og friðlandsins á Hornströndum. Þarna eru þrír fossar sem eru á meðal þeirra fallegustu á Íslandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarfoss, en sérstaklega þó Drynjandi. Sá síðastnefndi er á hæð við Hallgrímskirkju, og á mynd RAX, sem eitt sinn prýddi forsíðu Moggans, sést vel stærð okkar vinanna efst í skaflinum. Fossinn Drynjandi upp af Ófeigsfirði. Með virkjun yrði þessi foss þurrkaður upp og fossniðurinn og drunurnar í gljúfrunum, sem fossinn ber nafn sitt af, myndu hljóðna. Mynd: RAX.Mynd/RAX Níðingsverk gegn náttúru Vestfjarða Það yrði níðingsverk gegn nátturinni að fórna aðeins þessum eina fossi, hvað þá öllum hinum og víðernunum í kring. Tætarinn bíður spenntur, merktur "grænni orku" með límmiða sem kostaður er af orkumálaráðherra sem er gjörsamlega ósýnilegur og duglaus þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum. Sauðagæran horfin Hingað til hefur HS Orka sagt orkuna eiga að fara inn á raforkukerfi Vestfjarða og nýtast Vestfirðingum. Í nýlegu viðtali við Birnu Lárusdóttur, fyrrum talsmann Vesturorku og nú HS Orku í Heimildinni, er nokkuð augljóst að orkan á að fara á SV-hornið til stóriðjuverkefna. Sauðagæran er því horfin og eftir stendur nakinn sannleikurinn, enda stóð aldrei annað til en að færa orkuna beinustu leið á SV-hornið. Allt tal um að orkan sé fyrir Vestfirði stenst ekki lengur og hægt að spyrja sig hversu græn hún er í raun? Enn eina ferðina er verið að plata Vestfirðinga, og ræna þá einstakum náttúruperlum. Fossafriðland á heimsmælikvarða Í stað Hvalárvirkjunar ættu fossarnir á Ströndum að verða kjölfesta í einhverjum stórkostlegasta fossafriðlandi Evrópu, sem myndi tengjast friðlöndum Drangaskarða og Hornstranda. Slíkt myndi efla Vestfirði og veita störf, sem Hvalárvirkjun gerir ekki. Enda virkjunin f.o.fr. hugsuð fyrir stóriðju - sem er óseðjandi af græðgi - og vill sífellt meira - líkt og úlfurinn sísvangi, HS Orka. Höfundur er yfirlæknir, prófessor og umhverfisverndarsinni
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar