Tillögu um að tryggja rétt frumbyggja í stjórnarskrá hafnað í Ástralíu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2023 10:36 Auglýsing frá já-fólki sem krotað var yfir. Vísir/EPA Tillögu um nýja þingnefnd sem átti að ráðleggja þingi um málefni frumbyggja var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Ástralíu í gær. Leiðtogar frumbyggja kalla eftir vikulangri þögn og íhugun. Frumbyggjar hafa búið í Ástralíu í 60 þúsund ár. Leiðtogar frumbyggja í Ástrala hafa kallað eftir vikulangri þögn og íhugun í kjölfar þess að breytingu á stjórnarskrá sem hefði viðurkennt rétt frumbyggja til að hafa áhrif á þingi var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls greiddu fleiri en 60 prósent gegn tillögunni. Í henni var lagt til að sett yrði á stofn sérstök nefnd frumbyggja á þingi sem myndi ráðleggja þingmönnum um öll málefni sem snerta frumbyggja. Til að hún hefði verið samþykkt hefði þurft meirihluta á landsvísu og í það minnsta fjórum af sex fylkjum ríkisins. Tillögunni var hafnað í öllum sex. „Þetta er beisk kaldhæðni,“ sagði í tilkynningu frá leiðtogum frumbyggja eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir og héldu svo áfram: „ Að fólkið sem hefur verið hér í þessari heimsálfu í 235 ár vilji ekki viðurkenna þau sem hafa átt heimili sitt hér í meira en 60 þúsund ár er óskiljanlegt.“ Þá kom fram í tilkynningunni að fána frumbyggja yrði flaggað yrði í hálfa stöng alla vikuna. Á vef Reuters segir að niðurstaðan sé bakslag í réttindabaráttu frumbyggja í Ástralíu og geti haft áhrif á það hvernig fólk um allan heim telur Ástralíu koma fram við frumbyggjaþjóðir. Ólíkt Kanada og Nýja-Sjálandi hefur þeim ekki tekist að ná neins konar samkomulagi eða viðurkennt þau formlega. Frumbyggjar eru um 3,8 prósent þjóðarinnar en alls búa um 26 milljónir í Ástralíu. Þau hafa búið þar í um 60 þúsund ár en eru ekki nefnd í stjórnarskránni og eru sá hópur fólks sem hallar hvað mest á samfélagslega. Forsætisráðherra landsins, Anthony Albanese, hafði í aðdraganda kosninganna sagt tillöguna geta sameinað Ástrala, en án árangurs. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Peter Dutton, hafði á sama tíma verið mótfallinn tillögunni. Ástralía Mannréttindi Tengdar fréttir Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Leiðtogar frumbyggja í Ástrala hafa kallað eftir vikulangri þögn og íhugun í kjölfar þess að breytingu á stjórnarskrá sem hefði viðurkennt rétt frumbyggja til að hafa áhrif á þingi var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alls greiddu fleiri en 60 prósent gegn tillögunni. Í henni var lagt til að sett yrði á stofn sérstök nefnd frumbyggja á þingi sem myndi ráðleggja þingmönnum um öll málefni sem snerta frumbyggja. Til að hún hefði verið samþykkt hefði þurft meirihluta á landsvísu og í það minnsta fjórum af sex fylkjum ríkisins. Tillögunni var hafnað í öllum sex. „Þetta er beisk kaldhæðni,“ sagði í tilkynningu frá leiðtogum frumbyggja eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir og héldu svo áfram: „ Að fólkið sem hefur verið hér í þessari heimsálfu í 235 ár vilji ekki viðurkenna þau sem hafa átt heimili sitt hér í meira en 60 þúsund ár er óskiljanlegt.“ Þá kom fram í tilkynningunni að fána frumbyggja yrði flaggað yrði í hálfa stöng alla vikuna. Á vef Reuters segir að niðurstaðan sé bakslag í réttindabaráttu frumbyggja í Ástralíu og geti haft áhrif á það hvernig fólk um allan heim telur Ástralíu koma fram við frumbyggjaþjóðir. Ólíkt Kanada og Nýja-Sjálandi hefur þeim ekki tekist að ná neins konar samkomulagi eða viðurkennt þau formlega. Frumbyggjar eru um 3,8 prósent þjóðarinnar en alls búa um 26 milljónir í Ástralíu. Þau hafa búið þar í um 60 þúsund ár en eru ekki nefnd í stjórnarskránni og eru sá hópur fólks sem hallar hvað mest á samfélagslega. Forsætisráðherra landsins, Anthony Albanese, hafði í aðdraganda kosninganna sagt tillöguna geta sameinað Ástrala, en án árangurs. Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Peter Dutton, hafði á sama tíma verið mótfallinn tillögunni.
Ástralía Mannréttindi Tengdar fréttir Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Frumbyggjar gagnrýna mótshaldara í Ástralíu Hópur fótboltamanna af frumbyggjaættum hefur skrifað bréf til ástralska fótboltasambandsins og Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna skorts á fjárstuðningi. Slíkt eigi að tilheyra arfleifð heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þessi dægrin. 27. júlí 2023 11:01