Innlent

Rigningar­legt og lægð væntan­leg til landsins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Blautt er í veðri víðast hvar en hægviðri.
Blautt er í veðri víðast hvar en hægviðri. Vísir/Vilhelm

Veður­stofa Ís­lands spáir því að suð­vestan­átt verði ríkjandi á landinu í dag, fremur hæg víðast hvar. Víða verður rigning, en á Norður­landi snjóar þó lík­lega eitt­hvað fram á morguninn en svo á einnig að hlýna þar.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í hug­leiðingum veður­fræðings á vef Veður­stofu. Þar segir að síð­degis verði hiti á bilinu 3 til 8 stig. Í kvöld mun síðan ganga í all­hvassa norð­austan­átt norðan­til á Vest­fjörðum.

Norð­austan 5-13 metrar á sekúndu og dá­lítil él norðan­lands á morgun, mánu­dag. Yfir­leitt þurrt sunnan heiða. Hiti verður 0 til 8 stig, mildast syðst.

Þá er næsta lægð væntan­leg á þriðju­dag með stífri suð­austan­átt og rigningu, einum á Suður-og Vestur­landi. Út­lit er fyrir að það verði ráðandi veður­lag dagana á eftir.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:

Norðaustan 8-13 m/s norðvestantil, annars hægari vindur. Dálítil él um landið norðanvert, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:

Suðaustan 8-15 og rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Ákveðin suðaustanátt og dálítil væta, en þurrt norðanlands. Fremur hlýtt.

Á föstudag og laugardag:

Suðlæg átt, milt og rigning, einkum á Suður- og Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×