Fótbolti

Guardiola með augastað á Kroos

Hjörvar Ólafsson skrifar
Samningur Toni Kroos við Real Madrid rennur út næsta sumar.
Samningur Toni Kroos við Real Madrid rennur út næsta sumar. Vísir/Getty

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur hug á því að bæta þýska miðjumanninum Toni Kroos við leikmannahóp sinn næsta sumar. 

Kroos, sem leikur með Real Madrid, verður samningslaus næsta sumar en hann hefur áður gefið að hann hyggist klára feril sinn hjá Madrídarliðinu. Kroos er enn lykilleikmaðurin í miðjuspili Real Madrid. 

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum er Manchester City hins vegar reiðubúið að tvöfalda núverandi laun Kroos og gæti það fengið hann til þess að skipta um skoðun og færa sig um set á Etihad. 

Þessi 32 ára leikmaður hefur lagt landsliðsskó sína á hilluna en hann hefur leikið með Real Madrid frá því árið 2014 en þar áður lék hann með Bayern München og sem lánsmaður hjá Bayer Leverkusen. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×