Kristján viss um að hann veiði áfram hval á næsta ári Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2023 16:26 Kristján Loftsson varð áttræður í mars. Hann er hvergi banginn, ætlar að berjast fyrir málstað sínum og er sannfærður um að þorri Íslendinga sé með honum í liði. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist viss um að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári þrátt fyrir að núgildandi veiðileyfi renni út um áramótin. Það sé nóg af hvali við strendur Íslands og hægt að halda áfram veiðum að eilífu. Forstjóri Hvals telur líklegt að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári. Núgildandi veiðileyfi var gefið út fyrir fimm árum og rennur út um áramótin. Í samtali við breska miðilinn Guardian segir Kristján að hann þekki vel til stjórnmála á Íslandi og fólksins, og því hafi hann ekki miklar áhyggjur. „Þetta lítur ekki vel út… En ég hef ekki áhyggjur. Ég þekki fólkið hérna og stjórnmálin betur en margir halda. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Ég er handviss um að við munum halda hvalveiðum áfram á næsta ári,“ segir Kristján. Í viðtalinu er einnig rætt við Valgerði Árnadóttur, talsmann Hvalavina, og Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem hafa allt aðra skoðun á veiðunum og telja líklegt að þeim verði hætt. Valgerður bendir í viðtalinu á þingsályktunartillöguna sem nú er til meðferðar á þingi þar sem lagt er til að hvalveiðar verði bannaðar alfarið. Kristján segist þó ekki hafa áhyggjur af því og telur ólíklegt að þær verði bannaðar. Í viðtalinu segist hann hafa margar hugmyndir hvernig sé hægt að nýta hvalkjötið og nefnir sem dæmi í járntöflur. „Þetta er stærsta heilsufarsvandamál heimsins, járnskortur. Viltu vera með harðlífi og niðurgang?“ spyr Kristján sem einnig segist hafa hugsað um að selja dauða hvali sem einingar til kolefnisjöfnunar. Hann vísar því á bug í viðtalinu að hann haldi hvalveiðunum aðeins áfram vegna loforðs við föður sinn á dánarbeði hans. „Nei, nei, hann var raunsæismaður. Þetta eru bara viðskipti. Við erum með tækin og þetta er auðlind sem við getum nýtt,“ segir Kristján. Hann segir að í kringum Ísland syndi um 40 þúsund langreyðar og að vegna þess hve lítill kvótinn sé geti hann haldið áfram að eilífu. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 22. september 2023 16:10 Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22. september 2023 13:35 Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38 Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38 Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. 20. september 2023 16:27 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Forstjóri Hvals telur líklegt að hann fái að halda áfram að veiða hval á næsta ári. Núgildandi veiðileyfi var gefið út fyrir fimm árum og rennur út um áramótin. Í samtali við breska miðilinn Guardian segir Kristján að hann þekki vel til stjórnmála á Íslandi og fólksins, og því hafi hann ekki miklar áhyggjur. „Þetta lítur ekki vel út… En ég hef ekki áhyggjur. Ég þekki fólkið hérna og stjórnmálin betur en margir halda. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Ég er handviss um að við munum halda hvalveiðum áfram á næsta ári,“ segir Kristján. Í viðtalinu er einnig rætt við Valgerði Árnadóttur, talsmann Hvalavina, og Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem hafa allt aðra skoðun á veiðunum og telja líklegt að þeim verði hætt. Valgerður bendir í viðtalinu á þingsályktunartillöguna sem nú er til meðferðar á þingi þar sem lagt er til að hvalveiðar verði bannaðar alfarið. Kristján segist þó ekki hafa áhyggjur af því og telur ólíklegt að þær verði bannaðar. Í viðtalinu segist hann hafa margar hugmyndir hvernig sé hægt að nýta hvalkjötið og nefnir sem dæmi í járntöflur. „Þetta er stærsta heilsufarsvandamál heimsins, járnskortur. Viltu vera með harðlífi og niðurgang?“ spyr Kristján sem einnig segist hafa hugsað um að selja dauða hvali sem einingar til kolefnisjöfnunar. Hann vísar því á bug í viðtalinu að hann haldi hvalveiðunum aðeins áfram vegna loforðs við föður sinn á dánarbeði hans. „Nei, nei, hann var raunsæismaður. Þetta eru bara viðskipti. Við erum með tækin og þetta er auðlind sem við getum nýtt,“ segir Kristján. Hann segir að í kringum Ísland syndi um 40 þúsund langreyðar og að vegna þess hve lítill kvótinn sé geti hann haldið áfram að eilífu.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 22. september 2023 16:10 Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22. september 2023 13:35 Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38 Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38 Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. 20. september 2023 16:27 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
„Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 22. september 2023 16:10
Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22. september 2023 13:35
Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. 21. september 2023 14:38
Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38
Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. 20. september 2023 16:27