Fótbolti

Zaniolo mögulega í verri málum en Tonali

Dagur Lárusson skrifar
Zaniolo á æfingu
Zaniolo á æfingu Vísir/Getty

Nicolo Zaniolo, leikmaður Aston Villa og ítalska landsliðsins, gæti átt von á alvarlegri ákærum vegna brota á veðmálareglum heldur en Sandro Tonali.

Þeir Zaniolo og Tonali voru báðir sendir heim úr landsliðshópi Ítala í vikunni eftir að ítalska fréttaveitan ANSA greindi frá því að leikmennirnir yrðu yfirheyrðir vegna mögulegra brota á veðmála reglum.

Nýjustu fréttir í málinu herma að Nicolo Zaniolo séð í heldur verri málum heldur en Sandro Tonali þar sem möguleg brot hans séu mun alvarlegri.

Hann er grunaður um það að hafa búið til og stýrt veðmála starfsemi sjálfur og veðjað á leiki hjá Roma þegar hann var enn leikmaður liðsins. Þó er tekið fram að þegar hann á að hafa gert það hafi hann ekki verið í leikmannahópi Roma vegna meiðsla.

Rannsókn málsins stendur enn yfir en það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála næstu daga og vikur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×