Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Andri Már Eggertsson skrifar 13. október 2023 21:13 Orri Steinn og Ísak Bergmann fanga marki Orra Vísir/Hulda Margrét Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. Íslenska liðið var sennilega enn þá að svekkja sig á því að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik því gestirnir jöfnuðu þegar aðeins ein mínúta var liðin af seinni hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 5 Rúnar þurfti lítið sem ekkert að gera í fyrri hálfleik en hefði mögulega átt að gera betur í marki Lúxemborgar. Rúnar var síðan nálægt því að tapa leiknum þegar hann fór inn í teig þegar Ísland átti hornspyrnu undir lokin sem varð til þess að Gerson Rodrigues fékk færi fyrir opnu marki en klikkaði. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons lét lítið fyrir sér fara í kvöld. Alfons tók lítið þátt í sóknarleik Íslands og það var lítið sótt á hann varnarlega. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor var flottur í miðverðinum. Það reyndi lítið á hann varnarlega á löngum köflum. Guðlaugur átti margar góðar langar sendingar sem sköpuðu góðar stöður á vellinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Sverrir Ingi var mættur aftur í miðvörðinn og var með fyrirliðabandið. Sverrir átti nokkur mjög klaufaleg augnablik í leiknum og leit illa út í marki Lúxemborgar. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 5 Kolbeinn var líflegri bakvörðurinn í kvöld. Líkt og liðið var Kolbeinn flottur í fyrri hálfleik en gerði lítið sem ekkert í síðari hálfleik. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Arnór Ingvi spilaði heilt yfir nokkuð vel á miðjunni í kvöld. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann komst inn í sendingu hjá Anthony Moris, markmanni Lúxemborgar, en skotið rétt framhjá. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 5 Ísak Bergmann átti erfitt uppdráttar á miðjunni. Ísak var í vandræðum með að tengja við varnarlínuna og leit ansi illa út í marki Lúxemborgar. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 5 Willum Þór spilaði vel á hægri kantinum í fyrri hálfleik líkt og flest allir í íslenska liðinu. Willum fann sig ekki eins vel í síðari hálfleik og var tekinn af velli á 70. mínútu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantmaður 7 Arnór gerði vel í fyrsta markinu þar sem hann bjó sér til svæði og renndi boltanum á Orra Stein sem skoraði af stuttu færi. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti skot í varnarmann og í slána. Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður 7 (Maður leiksins) Orri Steinn braut ísinn á 23. mínútu með eins miklu framherjamarki og það gat orðið. Orri var líflegur sem okkar fremsti maður og var duglegur að setja pressu á varnarlínu Lúxemborgar. Spilamennska Íslands datt niður í síðari hálfleik og það var hægt að gefa sér það fyrir leik að hann myndi skipta við Alfreð Finnbogason á einhverjum tímapunkti. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 6 Hákon Arnar misnotaði dauðafæri í stöðunni 0-0 þegar innan við tíu mínútur voru búnar. Hákon lét það ekki slá sig út af laginu og var mjög duglegur og tengdi vel við samherja sína. Varamenn Jón Dagur Þorsteinsson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Af þeim þremur sem komu inn á á 70. mínútu var Jón sá líflegasti. Alfreð Finnbogason 5 - Kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Gylfi Þór Sigurðsson 5 kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 70. mínútu Það fengu allir sem voru á Laugardalsvelli gæsahúð þegar að Gylfi kom inn á. Gylfi tók nokkrar hornspyrnur og fékk eina aukaspyrnu en skaut í vegginn. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 85. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Sjá meira
Íslenska liðið var sennilega enn þá að svekkja sig á því að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik því gestirnir jöfnuðu þegar aðeins ein mínúta var liðin af seinni hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 5 Rúnar þurfti lítið sem ekkert að gera í fyrri hálfleik en hefði mögulega átt að gera betur í marki Lúxemborgar. Rúnar var síðan nálægt því að tapa leiknum þegar hann fór inn í teig þegar Ísland átti hornspyrnu undir lokin sem varð til þess að Gerson Rodrigues fékk færi fyrir opnu marki en klikkaði. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons lét lítið fyrir sér fara í kvöld. Alfons tók lítið þátt í sóknarleik Íslands og það var lítið sótt á hann varnarlega. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor var flottur í miðverðinum. Það reyndi lítið á hann varnarlega á löngum köflum. Guðlaugur átti margar góðar langar sendingar sem sköpuðu góðar stöður á vellinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Sverrir Ingi var mættur aftur í miðvörðinn og var með fyrirliðabandið. Sverrir átti nokkur mjög klaufaleg augnablik í leiknum og leit illa út í marki Lúxemborgar. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 5 Kolbeinn var líflegri bakvörðurinn í kvöld. Líkt og liðið var Kolbeinn flottur í fyrri hálfleik en gerði lítið sem ekkert í síðari hálfleik. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Arnór Ingvi spilaði heilt yfir nokkuð vel á miðjunni í kvöld. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann komst inn í sendingu hjá Anthony Moris, markmanni Lúxemborgar, en skotið rétt framhjá. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 5 Ísak Bergmann átti erfitt uppdráttar á miðjunni. Ísak var í vandræðum með að tengja við varnarlínuna og leit ansi illa út í marki Lúxemborgar. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 5 Willum Þór spilaði vel á hægri kantinum í fyrri hálfleik líkt og flest allir í íslenska liðinu. Willum fann sig ekki eins vel í síðari hálfleik og var tekinn af velli á 70. mínútu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantmaður 7 Arnór gerði vel í fyrsta markinu þar sem hann bjó sér til svæði og renndi boltanum á Orra Stein sem skoraði af stuttu færi. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti skot í varnarmann og í slána. Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður 7 (Maður leiksins) Orri Steinn braut ísinn á 23. mínútu með eins miklu framherjamarki og það gat orðið. Orri var líflegur sem okkar fremsti maður og var duglegur að setja pressu á varnarlínu Lúxemborgar. Spilamennska Íslands datt niður í síðari hálfleik og það var hægt að gefa sér það fyrir leik að hann myndi skipta við Alfreð Finnbogason á einhverjum tímapunkti. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 6 Hákon Arnar misnotaði dauðafæri í stöðunni 0-0 þegar innan við tíu mínútur voru búnar. Hákon lét það ekki slá sig út af laginu og var mjög duglegur og tengdi vel við samherja sína. Varamenn Jón Dagur Þorsteinsson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Af þeim þremur sem komu inn á á 70. mínútu var Jón sá líflegasti. Alfreð Finnbogason 5 - Kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Gylfi Þór Sigurðsson 5 kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 70. mínútu Það fengu allir sem voru á Laugardalsvelli gæsahúð þegar að Gylfi kom inn á. Gylfi tók nokkrar hornspyrnur og fékk eina aukaspyrnu en skaut í vegginn. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 85. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti