Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Andri Már Eggertsson skrifar 13. október 2023 21:13 Orri Steinn og Ísak Bergmann fanga marki Orra Vísir/Hulda Margrét Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. Íslenska liðið var sennilega enn þá að svekkja sig á því að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik því gestirnir jöfnuðu þegar aðeins ein mínúta var liðin af seinni hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 5 Rúnar þurfti lítið sem ekkert að gera í fyrri hálfleik en hefði mögulega átt að gera betur í marki Lúxemborgar. Rúnar var síðan nálægt því að tapa leiknum þegar hann fór inn í teig þegar Ísland átti hornspyrnu undir lokin sem varð til þess að Gerson Rodrigues fékk færi fyrir opnu marki en klikkaði. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons lét lítið fyrir sér fara í kvöld. Alfons tók lítið þátt í sóknarleik Íslands og það var lítið sótt á hann varnarlega. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor var flottur í miðverðinum. Það reyndi lítið á hann varnarlega á löngum köflum. Guðlaugur átti margar góðar langar sendingar sem sköpuðu góðar stöður á vellinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Sverrir Ingi var mættur aftur í miðvörðinn og var með fyrirliðabandið. Sverrir átti nokkur mjög klaufaleg augnablik í leiknum og leit illa út í marki Lúxemborgar. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 5 Kolbeinn var líflegri bakvörðurinn í kvöld. Líkt og liðið var Kolbeinn flottur í fyrri hálfleik en gerði lítið sem ekkert í síðari hálfleik. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Arnór Ingvi spilaði heilt yfir nokkuð vel á miðjunni í kvöld. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann komst inn í sendingu hjá Anthony Moris, markmanni Lúxemborgar, en skotið rétt framhjá. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 5 Ísak Bergmann átti erfitt uppdráttar á miðjunni. Ísak var í vandræðum með að tengja við varnarlínuna og leit ansi illa út í marki Lúxemborgar. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 5 Willum Þór spilaði vel á hægri kantinum í fyrri hálfleik líkt og flest allir í íslenska liðinu. Willum fann sig ekki eins vel í síðari hálfleik og var tekinn af velli á 70. mínútu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantmaður 7 Arnór gerði vel í fyrsta markinu þar sem hann bjó sér til svæði og renndi boltanum á Orra Stein sem skoraði af stuttu færi. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti skot í varnarmann og í slána. Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður 7 (Maður leiksins) Orri Steinn braut ísinn á 23. mínútu með eins miklu framherjamarki og það gat orðið. Orri var líflegur sem okkar fremsti maður og var duglegur að setja pressu á varnarlínu Lúxemborgar. Spilamennska Íslands datt niður í síðari hálfleik og það var hægt að gefa sér það fyrir leik að hann myndi skipta við Alfreð Finnbogason á einhverjum tímapunkti. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 6 Hákon Arnar misnotaði dauðafæri í stöðunni 0-0 þegar innan við tíu mínútur voru búnar. Hákon lét það ekki slá sig út af laginu og var mjög duglegur og tengdi vel við samherja sína. Varamenn Jón Dagur Þorsteinsson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Af þeim þremur sem komu inn á á 70. mínútu var Jón sá líflegasti. Alfreð Finnbogason 5 - Kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Gylfi Þór Sigurðsson 5 kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 70. mínútu Það fengu allir sem voru á Laugardalsvelli gæsahúð þegar að Gylfi kom inn á. Gylfi tók nokkrar hornspyrnur og fékk eina aukaspyrnu en skaut í vegginn. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 85. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Sjá meira
Íslenska liðið var sennilega enn þá að svekkja sig á því að hafa aðeins skorað eitt mark í fyrri hálfleik því gestirnir jöfnuðu þegar aðeins ein mínúta var liðin af seinni hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og liðin gerðu 1-1 jafntefli. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 5 Rúnar þurfti lítið sem ekkert að gera í fyrri hálfleik en hefði mögulega átt að gera betur í marki Lúxemborgar. Rúnar var síðan nálægt því að tapa leiknum þegar hann fór inn í teig þegar Ísland átti hornspyrnu undir lokin sem varð til þess að Gerson Rodrigues fékk færi fyrir opnu marki en klikkaði. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 5 Alfons lét lítið fyrir sér fara í kvöld. Alfons tók lítið þátt í sóknarleik Íslands og það var lítið sótt á hann varnarlega. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 6 Guðlaugur Victor var flottur í miðverðinum. Það reyndi lítið á hann varnarlega á löngum köflum. Guðlaugur átti margar góðar langar sendingar sem sköpuðu góðar stöður á vellinum. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Sverrir Ingi var mættur aftur í miðvörðinn og var með fyrirliðabandið. Sverrir átti nokkur mjög klaufaleg augnablik í leiknum og leit illa út í marki Lúxemborgar. Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður 5 Kolbeinn var líflegri bakvörðurinn í kvöld. Líkt og liðið var Kolbeinn flottur í fyrri hálfleik en gerði lítið sem ekkert í síðari hálfleik. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Arnór Ingvi spilaði heilt yfir nokkuð vel á miðjunni í kvöld. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann komst inn í sendingu hjá Anthony Moris, markmanni Lúxemborgar, en skotið rétt framhjá. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður 5 Ísak Bergmann átti erfitt uppdráttar á miðjunni. Ísak var í vandræðum með að tengja við varnarlínuna og leit ansi illa út í marki Lúxemborgar. Willum Þór Willumsson, hægri kantmaður 5 Willum Þór spilaði vel á hægri kantinum í fyrri hálfleik líkt og flest allir í íslenska liðinu. Willum fann sig ekki eins vel í síðari hálfleik og var tekinn af velli á 70. mínútu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantmaður 7 Arnór gerði vel í fyrsta markinu þar sem hann bjó sér til svæði og renndi boltanum á Orra Stein sem skoraði af stuttu færi. Arnór var nálægt því að skora í fyrri hálfleik þegar hann átti skot í varnarmann og í slána. Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður 7 (Maður leiksins) Orri Steinn braut ísinn á 23. mínútu með eins miklu framherjamarki og það gat orðið. Orri var líflegur sem okkar fremsti maður og var duglegur að setja pressu á varnarlínu Lúxemborgar. Spilamennska Íslands datt niður í síðari hálfleik og það var hægt að gefa sér það fyrir leik að hann myndi skipta við Alfreð Finnbogason á einhverjum tímapunkti. Hákon Arnar Haraldsson, sóknarmaður 6 Hákon Arnar misnotaði dauðafæri í stöðunni 0-0 þegar innan við tíu mínútur voru búnar. Hákon lét það ekki slá sig út af laginu og var mjög duglegur og tengdi vel við samherja sína. Varamenn Jón Dagur Þorsteinsson 6 - Kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Af þeim þremur sem komu inn á á 70. mínútu var Jón sá líflegasti. Alfreð Finnbogason 5 - Kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 70. mínútu Skiptingarnar hleyptu lífi í leikinn en það skilaði þó ekki marki. Gylfi Þór Sigurðsson 5 kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 70. mínútu Það fengu allir sem voru á Laugardalsvelli gæsahúð þegar að Gylfi kom inn á. Gylfi tók nokkrar hornspyrnur og fékk eina aukaspyrnu en skaut í vegginn. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 85. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Sjá meira