„Þau hanga saman á óttanum við kjósendur“ Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2023 16:41 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins í rútunni á leið til fundar stjórnarflokkanna á Þingvöllum. Ekkert hefur spurst hver lendingin verður en að sögn Jóhanns Páls ríkir nú stjórnarkreppa í landinu. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar segir óttann ráða för hjá ríkisstjórnarflokkunum, óttann við kosningar. Hann segir stjórnarkreppu ríkja í landinu. Jóhann Páll var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni og ræddi þar þá stöðu sem nú er uppi eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa setið og ráðið ráðum sínum á Þingvöllum í dag og á morgun hefur verið boðað til blaðamannafundar. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gera grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Norður-Kóreisk lofræða Katrínar um Bjarna Flestir gera ráð fyrir því að Bjarni muni einfaldlega skipta um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og taka við sem utanríkisráðherra. En, að sögn Jóhanns Páls kann það að reynast skammgóður vermir. „Fólk er ekki fífl,“ segir hann með vísan til þess að kjósendur muni sjá í gegnum það leikrit. Með því sé ekki verið að taka ábyrgð á einu né neinu. Jóhann Páll segir Sjálfstæðisflokkinn þann stjórnmálaflokk sem kemst næst því að mega teljast fjöldahreyfingu og hann geti virkjað sína kosningavél hvenær sem er. Því sé ekki að heilsa með Framsóknarflokk og því síður Vinstri græn. Hroðaleg útreið í skoðanakönnunum haldi ríkisstjórninni saman og þar af leiðandi óttinn við kjósendur. Staða Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfinu litist af því. „Þeirra staða í þessu samtali er talsvert sterkari en hinna. Maður tekur eftir þessu þegar maður sér Katrínu Jakobsdóttur tala í gær. Mér fannst sláandi viðtalið við hana í Kastljósi í gær. Þingmenn stjórnarflokkana fara til fundar á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir stígur í rútuna.vísir/vilhelm Hún treystir Bjarna Benediktssyni betur en hann treystir sér sjálfur. Þetta er ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið og þegar fyrir liggur þungur áfellisdómur frá þremur eftirlitsaðilum. Eftir að þau hafa hrakist úr einu víginu í annað allan þennan tíma að heyra þessa nánast Norður-Kóreisku lofræðu frá fólkinu úr stjórnarmeirihlutanum og heyra svo Katrínu tala á þeim nótum um Bjarna,“ segir Jóhann Páll ómyrkur í máli. Skelfingin ræður för Jóhann Páll segir að með þessu sé búið að slá út af borðinu merkingu orðanna að axla ábyrgð. Eitthvað tal um að Bjarni sé klókur og þetta sé refskák, Jóhann Páll telur þetta gera ríkisstjórnina enn veiklulegri en var og er þá mikið sagt. Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hanga saman á ótta við kjósendur.vísir/vilhelm „Hugsanlega er þetta enn verra fyrir VG og Framsókn. En það sem maður sér er að VG og Framsókn eru logandi hrædd við að ganga til kosninga. Þau mega ekki til þess hugsa að eiga samtal við kjósendur að þau eru til í að vaða eld og brennistein til að komast hjá því. Og gefa Sjálfstæðisflokki meira.“ Jóhann Páll metur það því svo að þó stjórnarkreppa sé hugsanlega ríkjandi þá muni þau vilja allt til vinna að hanga saman í von um að eitthvað kraftaverk gerist á þeim tæpu tveimur árum sem eru til næstu kosninga. En það líti ekki vel út, fjöldinn allur af erfiðum verkefnum standi fyrir dyrum. „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Jóhann Páll var gestur Gunnars Smára Egilssonar á Samstöðinni og ræddi þar þá stöðu sem nú er uppi eftir að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra. Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa setið og ráðið ráðum sínum á Þingvöllum í dag og á morgun hefur verið boðað til blaðamannafundar. Þar munu formenn stjórnarflokkanna þriggja, þau Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson gera grein fyrir því hver niðurstaðan verður. Norður-Kóreisk lofræða Katrínar um Bjarna Flestir gera ráð fyrir því að Bjarni muni einfaldlega skipta um stól við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og taka við sem utanríkisráðherra. En, að sögn Jóhanns Páls kann það að reynast skammgóður vermir. „Fólk er ekki fífl,“ segir hann með vísan til þess að kjósendur muni sjá í gegnum það leikrit. Með því sé ekki verið að taka ábyrgð á einu né neinu. Jóhann Páll segir Sjálfstæðisflokkinn þann stjórnmálaflokk sem kemst næst því að mega teljast fjöldahreyfingu og hann geti virkjað sína kosningavél hvenær sem er. Því sé ekki að heilsa með Framsóknarflokk og því síður Vinstri græn. Hroðaleg útreið í skoðanakönnunum haldi ríkisstjórninni saman og þar af leiðandi óttinn við kjósendur. Staða Sjálfstæðisflokksins gagnvart samstarfinu litist af því. „Þeirra staða í þessu samtali er talsvert sterkari en hinna. Maður tekur eftir þessu þegar maður sér Katrínu Jakobsdóttur tala í gær. Mér fannst sláandi viðtalið við hana í Kastljósi í gær. Þingmenn stjórnarflokkana fara til fundar á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir stígur í rútuna.vísir/vilhelm Hún treystir Bjarna Benediktssyni betur en hann treystir sér sjálfur. Þetta er ótrúlegt eftir allt sem á undan er gengið og þegar fyrir liggur þungur áfellisdómur frá þremur eftirlitsaðilum. Eftir að þau hafa hrakist úr einu víginu í annað allan þennan tíma að heyra þessa nánast Norður-Kóreisku lofræðu frá fólkinu úr stjórnarmeirihlutanum og heyra svo Katrínu tala á þeim nótum um Bjarna,“ segir Jóhann Páll ómyrkur í máli. Skelfingin ræður för Jóhann Páll segir að með þessu sé búið að slá út af borðinu merkingu orðanna að axla ábyrgð. Eitthvað tal um að Bjarni sé klókur og þetta sé refskák, Jóhann Páll telur þetta gera ríkisstjórnina enn veiklulegri en var og er þá mikið sagt. Jóhann Páll segir ríkisstjórnina hanga saman á ótta við kjósendur.vísir/vilhelm „Hugsanlega er þetta enn verra fyrir VG og Framsókn. En það sem maður sér er að VG og Framsókn eru logandi hrædd við að ganga til kosninga. Þau mega ekki til þess hugsa að eiga samtal við kjósendur að þau eru til í að vaða eld og brennistein til að komast hjá því. Og gefa Sjálfstæðisflokki meira.“ Jóhann Páll metur það því svo að þó stjórnarkreppa sé hugsanlega ríkjandi þá muni þau vilja allt til vinna að hanga saman í von um að eitthvað kraftaverk gerist á þeim tæpu tveimur árum sem eru til næstu kosninga. En það líti ekki vel út, fjöldinn allur af erfiðum verkefnum standi fyrir dyrum. „Þau hanga saman á óttanum við kjósendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira