Ívar Ásgrímsson: Mun bjartsýnni en fyrir viku Gunnar Gunnarsson skrifar 12. október 2023 22:47 Ívar Ásgrímsson er þjálfari Breiðabliks. Vísir/Bára Dröfn Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðs Breiðabliks í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með framfarir síns liðs í annarri umferð tímabilsins þótt liðið tapaði 80-73 fyrir Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Í fyrstu umferðinni steinlá liðið gegn Haukum, 83-127 á heimavelli. „Ég var ánægður með framfarirnar í liðinu og baráttuna. Ég hefði viljað taka þennan leik í lokin. Mér fannst við vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og meginhluta fjórða en okkur vantaði herslumuninn í lokin. Kannski vorum við orðnir þreyttir í lokin. Það vantaði í liðið og stóri maðurinn okkar (Micheal Steadman) var orðinn þreyttur. Hann er ekki kominn í nógu gott form en ég var ánægður með hann og verð það ef hann sígur áfram svona upp. Við erum enn á undirbúningstímabilinu því við fengum leikmennina seint inn og lendum svo í meiðslum. Við breyttum töluverðu frá leiknum gegn Haukum sem var gríðarlega lélegur leikur. Kannski var ágætt að fá kjaftshögg strax í byrjun. Þetta var fyrsta skrefið og svo þurfum við að taka þau næstu. Ég er mun bjartsýnni en fyrir viku og held við getum farið að vinna leiki,“ sagði Ívar eftir leikinn. Yngri leikmennirnir kveiktu í varnarleiknum Höttur fór mun betur af stað og virtist vera með ágæt tök á leiknum um miðjan annan leikhluta. Eftir það datt botninn úr leik heimaliðsins. Hvorugt liðið hitti vel og þess vegna komust Blikar ekki yfir fyrr en liðið var á þriðja leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar fjórði leikhluti hófst og voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar en síðan snéru Hattarmenn taflinu við. „Sóknarleikurinn var ekki frábær í leiknum. Menn brenndu af opnum færum á báða bóga. Það lá fyrir að liðið sem myndi hitta í lokin ynni. Höttur setti nokkra stóra þrista í lokin og það kláraði leikinn.“ Ljósasti punkturinn í frekar döprum leik var innkoma yngri leikmanna Breiðabliks. „Höttur byrjaði mjög vel og hittu vel. Vörnin okkar var slök. Við vorum ekki nógu grimmir þannig að þeir fengu opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Vörnin lagaðist þegar ég skipti inn á. Ungu strákarnir settu kraft í varnarleikinn og eftir það var hann að mestu leyti mjög góður. Þetta eru strákar sem eru aldir upp við að geta unnið leiki og titla í yngri flokkum. Þeir eru mjög góðir en ungir og þurfa sinn tíma.“ Tvær vikur í Snorra Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld þá Snorra Vignisson og Guillhermo Sánchez. „Við söknuðum Snorra mikið. Hann hefur verið góður á undirbúningstímabilinu. Hann reif vöðva í kálfa og kemur varla fyrr en eftir 2-3 vikur. Kiki var veikur. Okkur hefði vantaði hann til að geta skipt inn. Ég var ánægður með Hjalta (Stein Jóhannesson) sem kom inn í staðinn. Hann átti glimrandi leik.“ Everage Lee Richardson var stigahæstur á vellinum í kvöld, skoraði 22 stig fyrir Breiðablik. Hann fór úr lið á fingri um miðjan annan leikhluta, um það leyti sem staðan var verst fyrir Blika, en var kippt í liðinn af sjúkraþjálfara Hattar. „Við þökkum honum fyrir að bjarga okkur. Everage er jaxl, hann vildi halda strax áfram. Hann var mjög góður í seinni hálfleik. Það sýndi að við vorum farnir að opna sóknarleikinn fyrir hann. Sóknin var honum lokuð í síðasta leik. Við eigum Keith (Jordan) enn inni en hann er að gera fullt af góðum hlutum, spilar vörn og tekur fráköst en við þurfum að fá hann inn í sóknina.“ Subway-deild karla Breiðablik Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Sjá meira
„Ég var ánægður með framfarirnar í liðinu og baráttuna. Ég hefði viljað taka þennan leik í lokin. Mér fannst við vera með yfirhöndina í þriðja leikhluta og meginhluta fjórða en okkur vantaði herslumuninn í lokin. Kannski vorum við orðnir þreyttir í lokin. Það vantaði í liðið og stóri maðurinn okkar (Micheal Steadman) var orðinn þreyttur. Hann er ekki kominn í nógu gott form en ég var ánægður með hann og verð það ef hann sígur áfram svona upp. Við erum enn á undirbúningstímabilinu því við fengum leikmennina seint inn og lendum svo í meiðslum. Við breyttum töluverðu frá leiknum gegn Haukum sem var gríðarlega lélegur leikur. Kannski var ágætt að fá kjaftshögg strax í byrjun. Þetta var fyrsta skrefið og svo þurfum við að taka þau næstu. Ég er mun bjartsýnni en fyrir viku og held við getum farið að vinna leiki,“ sagði Ívar eftir leikinn. Yngri leikmennirnir kveiktu í varnarleiknum Höttur fór mun betur af stað og virtist vera með ágæt tök á leiknum um miðjan annan leikhluta. Eftir það datt botninn úr leik heimaliðsins. Hvorugt liðið hitti vel og þess vegna komust Blikar ekki yfir fyrr en liðið var á þriðja leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar fjórði leikhluti hófst og voru með frumkvæðið fyrstu mínúturnar en síðan snéru Hattarmenn taflinu við. „Sóknarleikurinn var ekki frábær í leiknum. Menn brenndu af opnum færum á báða bóga. Það lá fyrir að liðið sem myndi hitta í lokin ynni. Höttur setti nokkra stóra þrista í lokin og það kláraði leikinn.“ Ljósasti punkturinn í frekar döprum leik var innkoma yngri leikmanna Breiðabliks. „Höttur byrjaði mjög vel og hittu vel. Vörnin okkar var slök. Við vorum ekki nógu grimmir þannig að þeir fengu opin þriggja stiga skot hvað eftir annað. Vörnin lagaðist þegar ég skipti inn á. Ungu strákarnir settu kraft í varnarleikinn og eftir það var hann að mestu leyti mjög góður. Þetta eru strákar sem eru aldir upp við að geta unnið leiki og titla í yngri flokkum. Þeir eru mjög góðir en ungir og þurfa sinn tíma.“ Tvær vikur í Snorra Í lið Breiðabliks vantaði í kvöld þá Snorra Vignisson og Guillhermo Sánchez. „Við söknuðum Snorra mikið. Hann hefur verið góður á undirbúningstímabilinu. Hann reif vöðva í kálfa og kemur varla fyrr en eftir 2-3 vikur. Kiki var veikur. Okkur hefði vantaði hann til að geta skipt inn. Ég var ánægður með Hjalta (Stein Jóhannesson) sem kom inn í staðinn. Hann átti glimrandi leik.“ Everage Lee Richardson var stigahæstur á vellinum í kvöld, skoraði 22 stig fyrir Breiðablik. Hann fór úr lið á fingri um miðjan annan leikhluta, um það leyti sem staðan var verst fyrir Blika, en var kippt í liðinn af sjúkraþjálfara Hattar. „Við þökkum honum fyrir að bjarga okkur. Everage er jaxl, hann vildi halda strax áfram. Hann var mjög góður í seinni hálfleik. Það sýndi að við vorum farnir að opna sóknarleikinn fyrir hann. Sóknin var honum lokuð í síðasta leik. Við eigum Keith (Jordan) enn inni en hann er að gera fullt af góðum hlutum, spilar vörn og tekur fráköst en við þurfum að fá hann inn í sóknina.“
Subway-deild karla Breiðablik Höttur Tengdar fréttir Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Sjá meira
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 80-73 | Hattarmenn búnir að vinna tvo í röð Höttur vann sinn annan leik í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið hafði betur 80-73 gegn Breiðabliki á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var ekki áferðafallegur en Höttur marði sigurinn fyrir rest. 12. október 2023 22:02