„Ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. október 2023 15:08 „Þeim finnst auðveldara að fullyrða eitthvað þar sem þeim er ekki svarað,“ segir Hildur Sverrisdóttir um stjórnarandstöðuna. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnarandstöðuna um ráðaleysi og aumingjaskap fyrir að spyrja Bjarna Benediktsson einskis í kjölfar afsagnar hans sem fjármála- og efnahagsráðherra. Klukkan 10:30 í dag voru á dagskrá Alþingis óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Stjórnarandstöðuþingmenn ákváðu þó að spyrja Bjarna ekki, og sumir þeirra héldu því fram að það væri vegna þess að hann væri ekki ráðherra lengur. „Það er ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ segir Hildur um ákvörðun stjórnarandstöðunnar. Hún segir liggja fyrir að stjórnarandstaðan þori ekki að ræða álit umboðsmanns Alþingis sem er ástæða þess að Bjarni segir af sér, jafnvel þó hann segist ósammála forsendum þess. „Ég held að það sýni ráðaleysi varðandi þetta mál. Þeim finnst auðveldara að fullyrða eitthvað þar sem þeim er ekki svarað heldur en að taka samtalið við ráðherra.“ Hló yfir hugmynd um eigin ráðuneyti Aðspurð um hvort hún væri sjálf á leið í ráðherrastól brast Hildur við með því að skella upp úr. „Nei alls ekki. Ég átti ekki von á þessari spurningu,“ svaraði hún hlægjandi Hildur fundaði í dag með forystufólki stjórnarflokkanna um komandi þingvetur. Hún segist ekki vita hvort Bjarni Benediktsson muni fara í annan ráðherrastól, eða hætta alfarið sem ráðherra. Hún voni þó að hann haldi áfram. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12. október 2023 12:57 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Klukkan 10:30 í dag voru á dagskrá Alþingis óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Stjórnarandstöðuþingmenn ákváðu þó að spyrja Bjarna ekki, og sumir þeirra héldu því fram að það væri vegna þess að hann væri ekki ráðherra lengur. „Það er ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra um þetta mál sem þau tjá sig talsvert um á öðrum vettvangi,“ segir Hildur um ákvörðun stjórnarandstöðunnar. Hún segir liggja fyrir að stjórnarandstaðan þori ekki að ræða álit umboðsmanns Alþingis sem er ástæða þess að Bjarni segir af sér, jafnvel þó hann segist ósammála forsendum þess. „Ég held að það sýni ráðaleysi varðandi þetta mál. Þeim finnst auðveldara að fullyrða eitthvað þar sem þeim er ekki svarað heldur en að taka samtalið við ráðherra.“ Hló yfir hugmynd um eigin ráðuneyti Aðspurð um hvort hún væri sjálf á leið í ráðherrastól brast Hildur við með því að skella upp úr. „Nei alls ekki. Ég átti ekki von á þessari spurningu,“ svaraði hún hlægjandi Hildur fundaði í dag með forystufólki stjórnarflokkanna um komandi þingvetur. Hún segist ekki vita hvort Bjarni Benediktsson muni fara í annan ráðherrastól, eða hætta alfarið sem ráðherra. Hún voni þó að hann haldi áfram.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12. október 2023 12:57 Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57 Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. 12. október 2023 12:57
Nærmynd af Benedikt Sveinssyni: Óvæntur örlagavaldur í pólitísku lífi sonarins Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra í gær. Ástæðan varðaði kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka, en það er ekki í fyrsta skipti sem faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hefur áhrif á pólitískan feril sonarins. Benedikt hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í áratugi. Hann hefur meðal annars verið kallaður „Stjórnarformaður Íslands“ 11. október 2023 14:57
Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03