Fótbolti

Lands­liðs­þjálfarinn svarar fyrir gagn­rýni á spila­mennsku liðsins

Aron Guðmundsson skrifar
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir

Spilamennska íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undanförnum leikjum hefur sætt mikilli gagnrýni. Þrátt fyrir sigur gegn Wales í síðasta verkefni var ýmislegt í leik íslenska liðsins sem hefði mátt fara betur. Þá var frammistaðan á útivelli gegn Þjóðverjum í 4-0 tapi alls ekki sannfærandi.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta opinberaði í gær landsliðshópinn fyrir komandi verkefni liðsins í Þjóðadeild UEFA. Leiki gegn Dönum og Þjóðverjum hér heima undir lok mánaðar. 

Mikið er um fjarveru lykilleikmanna í komandi verkefni en í viðtali eftir leik var Þorsteinn spurður út í gagnrýnina á spilamennsku liðsins upp á síðkastið.

„Auðvitað erum við alltaf að reyna bæta okkur. Auðvitað erum við alltaf að reyna vinna í því að gera hlutina betur,“ segir Þorsteinn landsliðsþjálfari aðspurður um gagnrýnina. „Leikurinn við Þjóðverja var erfiður að þessu leyti. Mér fannst margt í Wales leiknum í góðu lagi. Sköpun á færum og annað, við lokum svo vel á þær.

Auðvitað viljum við alltaf vera að bæta okkur, gera betur og gera okkar besta. En þetta var erfiður leikur á móti Þjóðverjum. Við áttum í vandræðum sóknarlega. Ég vonast bara til þess að við nátum að bæta okkur í næsta glugga, gera betur.“

Viðtalið við Þorstein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

Klippa: Auðvitað erum við alltaf að reyna bæta okkur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×