Reynt hafði verið að koma dekkinu burt í fjöruhreinsun en án árangurs og þyrla landhelgisgæslunnar því fengin í verkið. Dekkinu var flogið upp að Bessastaðastofu og staðarhaldarar þar munu sjá um að farga því.
Gæslan nýtti auk þess tækifærið og efndi til sigæfingar, þar sem sigmaður sótti sjálfan forseta Íslands og hífði upp í þyrluna.

Guðna var skilað heilu og höldnu aftur niður á jafnsléttu að æfingu lokinni, eftir yfirvegað flug yfir Álftanesinu.

