„Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. október 2023 07:30 Það hefði verið gaman að sjá Gylfa Þór í Bestu-deildinni. vísir/vilhelm Eftir að hafa verið lengi án félags ákvað Gylfi Þór Sigurðsson að semja við danska félagið Lyngby. Vonir stóðu þó til að hann myndi spila í Bestu-deildinni. „Það kom hitt og þetta upp en ekkert sem ég var tilbúinn að stökkva á strax. Mig langaði að taka tíma og sjá til hvort það væri eitthvað sem ég væri sannfærður um að væri rétt. Nú eða hvort það væri ekkert sem ég hefði nógu mikinn áhuga á,“ segir Gylfi Þór í samtali við Guðmund Benediktsson. Lyngby er stýrt af vini Gylfa, Frey Alexanderssyni, en þeir unnu lengi saman með landsliðinu er Freyr var hluti af þjálfarateymi þess. „Síðan var ég búinn að spjalla lengi við Frey og Lyngby og það kom tímapunktur þar sem ég varð að taka ákvörðun. Ég stökk á það.“ Viðræður voru komnar langt við Val Gylfi æfði með Val í sumar og Guðmundur sagðist hafa heyrt því hvíslað að Gylfi hefði samþykkt að spila fyrir félagið ef hann myndi spila á Íslandi. „Það voru mörg lið hér heima sem höfðu samband. Mig langaði bara að koma mér í betra form áður en ég tæki ákvörðun. Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi.“ „Jú jú, viðræður voru komnar langt við Val en það varð ekkert úr því. Viðræðurnar voru á þeim forsendum að ef það kæmi eitthvað spennandi að utan þá hefði ég möguleikann á að fara. Það var það sem ég var að bíða eftir,“ segir Gylfi og bætir við. „Ef ég hefði farið til Vals eða annars liðs á Íslandi þá hefði það alltaf verið með það að leiðarljósi að komast aftur út.“ Klippa: Gylfi íhugaði að semja við Valsmenn Valur Íslenski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“ Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum. 11. október 2023 18:47 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
„Það kom hitt og þetta upp en ekkert sem ég var tilbúinn að stökkva á strax. Mig langaði að taka tíma og sjá til hvort það væri eitthvað sem ég væri sannfærður um að væri rétt. Nú eða hvort það væri ekkert sem ég hefði nógu mikinn áhuga á,“ segir Gylfi Þór í samtali við Guðmund Benediktsson. Lyngby er stýrt af vini Gylfa, Frey Alexanderssyni, en þeir unnu lengi saman með landsliðinu er Freyr var hluti af þjálfarateymi þess. „Síðan var ég búinn að spjalla lengi við Frey og Lyngby og það kom tímapunktur þar sem ég varð að taka ákvörðun. Ég stökk á það.“ Viðræður voru komnar langt við Val Gylfi æfði með Val í sumar og Guðmundur sagðist hafa heyrt því hvíslað að Gylfi hefði samþykkt að spila fyrir félagið ef hann myndi spila á Íslandi. „Það voru mörg lið hér heima sem höfðu samband. Mig langaði bara að koma mér í betra form áður en ég tæki ákvörðun. Því miður fyrir Val þá hringdi Freysi.“ „Jú jú, viðræður voru komnar langt við Val en það varð ekkert úr því. Viðræðurnar voru á þeim forsendum að ef það kæmi eitthvað spennandi að utan þá hefði ég möguleikann á að fara. Það var það sem ég var að bíða eftir,“ segir Gylfi og bætir við. „Ef ég hefði farið til Vals eða annars liðs á Íslandi þá hefði það alltaf verið með það að leiðarljósi að komast aftur út.“ Klippa: Gylfi íhugaði að semja við Valsmenn
Valur Íslenski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“ Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum. 11. október 2023 18:47 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
„Ég fékk mikla hjálp frá konunni minni“ Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir um þriggja ára fjarveru. Gylfi er ánægður með að vera kominn aftur í liðið en neitar því ekki að síðustu ár hafi verið erfið. Á þessum árum leitaði hann meðal annars aðstoðar hjá sálfræðingum. 11. október 2023 18:47