Lífið samstarf

Við látum drauma þína rætast hjá Úrval Útsýn

Úrval Útsýn
Unnur Pálmarsdóttir er deildarstjóri lífsstíls- og fræðsluferða og sérhópa hjá Úrval Útsýn.
Unnur Pálmarsdóttir er deildarstjóri lífsstíls- og fræðsluferða og sérhópa hjá Úrval Útsýn.

Úrval Útsýn býður upp á fjölbreyttar ferðir fyrir hópa og einstaklinga og framundan eru spennandi ferðir í haust, vetur og fram á næsta ár.  

Unnur Pálmarsdóttir er deildarstjóri lífsstíls- og fræðsluferða og sérhópa hjá Úrval Útsýn. Hún segir Íslendinga mjög meðvitaða um heilsu og hreyfi- og lífsstílsferðir njóti mikilla vinsælda. Þá séu fræðslu- og endurmenntunarferðir starfsmannahópa nýr og spennandi kostur hjá Úrval Útsýn. Við erum stolt af því að láta drauma þína rætast og bjóða upp á ferðir sem henta hverjum og einum.

Amalfi og Sorrento gönguferðirnar hjá okkur eru mjög vinsælar og seljast alltaf upp. Sterk vináttubönd myndast og fólk er þegar farið að undirbúa næstu ferð.

Sérsniðnar námsferðir styrktar af stéttarfélögum

Fræðslu- og endurmenntunarferðir erum við farin að bjóða upp á hjá okkur sem er mjög spennandi kostur fyrir starfsmannafélög, fyrirtæki, kennara og allar starfsstéttir. Í þeim ferðum getur einstaklingurinn eða hópurinn fengið styrki sem eru niðurgreiddir hjá viðkomandi stéttarfélagi. Við skipuleggjum ferðir fyrir allar starfsstéttir og sérsníðum dagskrána frá A til Ö eftir því sem við á með þeirri nálgun sem þarf í hverja fræðsluferð,“ útskýrir Unnur. Hún segir slíkar ferðir séu til þess fallnar að auka þekkingu starfsfólks á þeirra sérsviði sem nýtist þeim í starfi en ekki síður til þess að efla andann á vinnustaðnum og hrista hópinn saman.

Í fræðslu- og endurmenntunarferðum getur einstaklingurinn eða hópurinn fengið styrki sem eru niðurgreiddir hjá viðkomandi stéttarfélagi.

„Í þessum ferðum er hægt að blanda saman fræðslu og endurmenntun í formi fyrirlestra, skoðunarferða og námskeiða en einnig skemmtun og slökun svo fólk kemur endurnært heim. Það má til dæmis sameina endurmenntun starfsmanna, hópefli og árshátíð í einni ferð,“ segir Unnur.

BETT sýningin vinsæla er í London dagana 23. – 27. janúar og hefur alltaf verið svo vinsæl hjá okkur. Sýningin er þekkt fyrir fræðslu, tækni og nýjungar í London á nýju ári. BETT er stór skólasýning sem haldin er árlega í London. Helstu fagaðilar sem tengjast skólamálum kynna þar nýjungar í skólastarfi, vörur og kennsluefni. Á sýningunni er einnig fjölbreytt dagskrá fyrirlestra um menntamál og örnámskeiða í þeim nýjungum sem verið er að kynna. Þátttakan nýtist skólum í starfi kennara og stjórnenda sem fá hugmyndir og aðgang að kennsluefni, kennslubúnaði og nýjungum í tækni, sem og til að mynda tengingar við alþjóðanet fagaðila í skólastarfi. Það eru ýmis stéttarfélög sem veita styrki til félagsmanna sinna fyrir námskeiðum og fræðslu/endurmenntun. Ég hlakka til að bjóða sem flestum upp á þessa flottu fræðsluferð."

Heilsa og vellíðan í fyrsta sæti

Fólk upplifir áfangastaðina á allt annan hátt í hreyfiferðum.

Hreyfi- og lífsstílsferðir njóta einnig mikilla vinsælda hjá Úrval Útsýn og eru ferðir komnar í sölu langt fram á næsta ár. Um er að ræða göngu- og hlaupaferðir, dans- og jógaferðir meðal annars og þá hafa hjólreiðaferðir selst hratt upp. Unnur segir ferðirnar kærkomna tilbreytingu yfir vetrarmánuðina og fólk upplifa áfangastaðina á allt annan hátt. 

,,Við elskum að hreyfa okkur og njóta þess að vera til. Stunda heilsurækt utandyra í hitanum í hvetjandi umhverfi sem endurnærir líkama og sál. Við erum farin að hugsa um frí erlendis á allt annan hátt en hér áður fyrr. Upplifunin og félagsskapurinn er það sem við erum að leita eftir. Í slíkum ferðum myndast góð og sterk vináttubönd sem gerir það að verkum að við erum strax farin að undirbúa næstu ferð.“

Almenningur er mun meðvitaðri um heilsuna í dag og sækist eftir hreyfingu og vellíðan og að stunda íþróttir eða hreyfingu sem best á við.

„Almenningur er mun meðvitaðri um heilsuna í dag og sækist eftir hreyfingu og vellíðan og að stunda íþróttir eða hreyfingu sem best á við Kraftur orka og gleði einkennir þessar ferðir og fólk kemur endurnært til baka. Fólk kynnist ferðafélögum sínum einnig betur og margir halda sambandi eftir að heim er komið,“ segir Unnur. Þá hafi það einnig sýnt sig að ferðirnar verða oft kveikjan að heilbrigðum lífsstíl til frambúðar. „Fólk byrjar gjarnan að hreyfa sig áður til að undirbúa sig fyrir ferðina og heldur svo áfram á þeirri braut þegar það kemur heim.“

Úrvalsfólk 60+

Unnur framleiðir Úrvalsfólk 60+ ferðir sem eru fyrir 60 ára og eldri þar sem áhersla er lögð á góðan félagsskap, uppbyggingu sálar og líkama og ánægjulega samveru með jafnöldrum, vinum og kunningjum. Unnur segir þennan hóp ferðast allt árið um kring og vilja gæði, traust utanumhald og íslenska fararstjórn ásamt góðri dagskrá og öryggi. 

Fólk myndar sterk og góð vináttusambönd og er yfirleitt farið að skipuleggja næstu ferð saman um leið og það kemur heim,“ segir Unnur.

Meðal ferða framundan í vetur fyrir Úrvalsfólk 60+ eru Kanarí nýársferð sem er farin 16. janúar þar sem hægt er að velja um tvær eða þrjá vikur. Fararstjóri okkar þar er ein einni sanni Guðmundur eða Muggi eins og hann er kallaður frá Ísafirði sem mun halda vel utan um hópinn okkar. Tenerife bjóðum við upp á 7. – 21. mars með Lóló, Torremolinos erum við nýfarin að bjóða aftur upp á Costa Del Sol á Spáni og þar mun Margrét Halldórssdóttir leiða hópinn í apríl. Helga Thorberg verður svo með Úrvalsfólk ferð til Benidrom í apríl.

„Þessi markhópur kann vel að meta fjölbreytta dagskrá og mín tilfinning er sú að fólk er ungt í anda sama hvað árafjöldinn segir til um. Aldur er bara tala og því er mikilvægt að bjóða aðeins upp á það besta fyrir hópinn eftir okkar fremsta megni. Stemningin í þessum ferðum er alltaf frábær og fólk myndar sterk og góð vináttusambönd og er yfirleitt farið að skipuleggja næstu ferð saman um leið og það kemur heim,“ segir Unnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×