Festu bíl sinn í á að Fjallabaki Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2023 08:17 Björgunarsveitir höfðu víða í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki. Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já, það var talsvert af verkefnum í nótt og nokkuð víða á landinu. Það var kallað út í Hveragerði vegna foktjóna þar. Á Laugarvatni voru hjólhýsi sem biðu eftir að komast í geymslu að fjúka til, auk þess að það var fok þar á byggingasvæði. Í Bolungarvík var fokútkall og austur á Héraði þurfti að sækja fólk upp í Brúardali sem hafði fest sig, auk þess sem dráttarbílar sem höfðu verið sendir á eftir þeim höfðu fest sig,“ segir Jón Þór. Hann segir að líklega hafi þó stærsta útkallið í nótt verið vegna tveggja manna sem höfðu farið inn á Fjallabak. „Þeir ætluðu að fara norður og austur á land fyrir norðan jökul en festu sig og var talsvert viðbragð við að fara að leita að þeim. Þeir fundust svo þar sem þeir höfðu fest bíl sinn í Brennivínskvísl. Það tók talsverðan tíma að komast til þeirra og losa þá. Þeir voru komnir til byggða um klukkan fjögur í nótt,“ segir Jón Þór. Fjöldahjálparstöð opnuð á Djúpavogi Hringveginum á milli Hafnar og Djúpavogs var lokað í gær vegna veðurhamsins og er hann enn lokaður. Á vef Vegagerðarinnar segir að nýjar upplýsingar komi klukkan níu. Hinsvegar er búið að opna á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Djúpavogi í gær vegna veðursins en nokkur fjöldi ferðamanna urðu þar strandaglópar þegar hringveginum var lokað að því er fram kemur í Facebook færslu lögreglunnar á Austurlandi. Björgunarsveitir Rangárþing eystra Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 10. október 2023 18:21 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já, það var talsvert af verkefnum í nótt og nokkuð víða á landinu. Það var kallað út í Hveragerði vegna foktjóna þar. Á Laugarvatni voru hjólhýsi sem biðu eftir að komast í geymslu að fjúka til, auk þess að það var fok þar á byggingasvæði. Í Bolungarvík var fokútkall og austur á Héraði þurfti að sækja fólk upp í Brúardali sem hafði fest sig, auk þess sem dráttarbílar sem höfðu verið sendir á eftir þeim höfðu fest sig,“ segir Jón Þór. Hann segir að líklega hafi þó stærsta útkallið í nótt verið vegna tveggja manna sem höfðu farið inn á Fjallabak. „Þeir ætluðu að fara norður og austur á land fyrir norðan jökul en festu sig og var talsvert viðbragð við að fara að leita að þeim. Þeir fundust svo þar sem þeir höfðu fest bíl sinn í Brennivínskvísl. Það tók talsverðan tíma að komast til þeirra og losa þá. Þeir voru komnir til byggða um klukkan fjögur í nótt,“ segir Jón Þór. Fjöldahjálparstöð opnuð á Djúpavogi Hringveginum á milli Hafnar og Djúpavogs var lokað í gær vegna veðurhamsins og er hann enn lokaður. Á vef Vegagerðarinnar segir að nýjar upplýsingar komi klukkan níu. Hinsvegar er búið að opna á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Djúpavogi í gær vegna veðursins en nokkur fjöldi ferðamanna urðu þar strandaglópar þegar hringveginum var lokað að því er fram kemur í Facebook færslu lögreglunnar á Austurlandi.
Björgunarsveitir Rangárþing eystra Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 10. október 2023 18:21 Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Björgunarsveitir standa í ströngu vegna veðursins Björgunarsveitir hafa farið í nokkur útköll í dag vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. 10. október 2023 18:21
Þakplötur, hjólhýsi og bílskúrshurð fuku í Vestmannaeyjum Töluverður vindur er um allt land og björgunarsveitir víða við störf. Í Vestmannaeyjum sinnti björgunarfólk nokkrum útköllum vegna foks. 10. október 2023 15:18