Málinu lokið og hefur engu við álitið að bæta Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2023 12:02 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur engu við álit sitt að bæta nú þegar ráðherra hefur sagt af sér. Hann segir málinu lokið af hálfu embættis hans. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir máli sem tengist sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka nú lokið af hálfu embættis hans en niðurstaða álits er að fjármála- og efnahagsráðherra hafi verið vanhæfur við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem ráðherra á blaðamannafundi í morgun og sagði sér ekki stætt miðað við þessa niðurstöðu umboðsmanns. Skúli segir ekki sitt að bregðast við þessum viðbrögðum ráðherra. „Ég vísa til álitsins. Það hefur verið birt ásamt öllum svörum ráðuneytisins. Ég hef engu við það að bæta og tel ekki rétt að tjá mig um viðbrögð ráðherra,“ segir Skúli að lokum. Álit embættisins var birt í morgun en er dagsett 5. október. Skúli segir það eðlileg vinnubrögð að gefa þeim sem málið varðar tíma til að bregðast við áður en álit er birt. „Þetta er töluvert langt álit og það var talið eðlilegt að þarna gæfist ráðuneytinu eitthvað tóm til að kynna sér það áður en það yrði birt. Þetta er í samræmi við verklag hér innanhúss,“ segir Skúli og að alla jafna séu álit birt um tveimur til þremur dögum eftir að þau eru gefin út. „Þannig að þau sem málið varðar hafi eitthvað tóm til að kynna sér álit áður en það er birt.“ Á vef embættisins má lesa álit umboðsmanns og viðbrögð ráðuneytisins. Skúli segir að núna sé málinu lokið af hálfu embættisins með þeim tilmælum sem lögð eru fram í álitinu. „Þau tilmæli, eins og hægt er að lesa, tengdust þeirri endurskoðunarreglu sem fram fer hjá ráðuneytinu og svo að frekari ráðstöfun á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 „Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir máli sem tengist sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka nú lokið af hálfu embættis hans en niðurstaða álits er að fjármála- og efnahagsráðherra hafi verið vanhæfur við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni Benediktsson sagði af sér sem ráðherra á blaðamannafundi í morgun og sagði sér ekki stætt miðað við þessa niðurstöðu umboðsmanns. Skúli segir ekki sitt að bregðast við þessum viðbrögðum ráðherra. „Ég vísa til álitsins. Það hefur verið birt ásamt öllum svörum ráðuneytisins. Ég hef engu við það að bæta og tel ekki rétt að tjá mig um viðbrögð ráðherra,“ segir Skúli að lokum. Álit embættisins var birt í morgun en er dagsett 5. október. Skúli segir það eðlileg vinnubrögð að gefa þeim sem málið varðar tíma til að bregðast við áður en álit er birt. „Þetta er töluvert langt álit og það var talið eðlilegt að þarna gæfist ráðuneytinu eitthvað tóm til að kynna sér það áður en það yrði birt. Þetta er í samræmi við verklag hér innanhúss,“ segir Skúli og að alla jafna séu álit birt um tveimur til þremur dögum eftir að þau eru gefin út. „Þannig að þau sem málið varðar hafi eitthvað tóm til að kynna sér álit áður en það er birt.“ Á vef embættisins má lesa álit umboðsmanns og viðbrögð ráðuneytisins. Skúli segir að núna sé málinu lokið af hálfu embættisins með þeim tilmælum sem lögð eru fram í álitinu. „Þau tilmæli, eins og hægt er að lesa, tengdust þeirri endurskoðunarreglu sem fram fer hjá ráðuneytinu og svo að frekari ráðstöfun á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Umboðsmaður Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 „Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
„Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10. október 2023 11:42
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37
„Bjarni maður að meiri“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. 10. október 2023 11:31
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent