Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 08:31 Tynice Martin er greinilega mjög öflugur leikmaður. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. „Hann (Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur) talar eins og Tynice Martin sé að fara að koma inn í þetta lið. Hún er ekki komin með leyfi enn þá sem er skrýtið vegna þess að það eru eiginlega allir erlendu leikmennirnir sem eru komnir til Íslands, kvennamegin og karlamegin, komin með leyfi,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Njarðvík samdi við Tynice Martin í sumar en svo kom í ljós að hún hafi verið dæmd fyrir heimilisofbeldi. Árið 2019 var hún dæmd í eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafi gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar og togað í hár hennar. Martin hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Valin í WNBA Martin var á sínum tíma valin af Los Angeles Sparks í nýliðavali WNBA deildarinnar en hún lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hún var með 19,5 stig, 7,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 3,6 stolna bolta að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að þarna fer mjög öflugur leikmaður sem gæti skipt miklu máli fyrir Njarðvíkurliðið. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur sterkar skoðanir á veru Tynice Martin hér á landi.S2 Sport Hörður spurði Ólöfu Helgu Pálsdóttur um hvað henni finnist um að Martin sé að fara að koma inn í Njarðvíkurhópinn. Dæmd ofbeldiskona „Mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að senda hana heim af því að við fengum þær fréttir að hún er með ofbeldi í fortíðinni. Þetta er bleikur fíll sem enginn vill tala um í kvennadeild. Hún er dæmd sem ofbeldiskona gegn konum og mér stæði ekki á sama ef dætur mínar í tíunda bekk væru í liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Mér finnst þetta ótrúlega skrýtið en hún er örugglega geðveikt góð en þetta er svolítið hræsni miðað við það hvernig var talað um ÍR karlamegin í fyrra. Svo er einhvern veginn af því að þetta er kvennadeildin þá þarf að vera eitthvað hush, hush,“ sagði Ólöf Helga. „Mér finnst asnalegt að ráða einhvern undir þessum kringumstæðum. Þú getur Googlað og séð strax að hún er ofbeldiskona,“ sagði Ólöf Helga. Vesen að fá leyfi Hörður benti á það að það virðist vera eitthvað vesen. „Hún væri byrjuð að spila ef að það væri ekki eitthvað sakarvottorðsvesen,“ sagði Hörður. „Það eru leikmenn sem eru búnar að koma miklu seinna en hún en eru komnar með leyfi. Það er alveg augljós að það er einhver töf út af einhverju sem í ljósi aðstæðna er bara mjög eðlilegt. Það er líka augljóst að Njarðvík er að ríghalda í hana. Þær eru búnar að sjá hana á æfingum og hún er greinilega algjör yfirburðarleikmaður,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var sammála Ólöfu. Það má horfa á umræðuna um Tynice Martin hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Njarðvíkingar enn að bíða eftir leyfi fyrir kvennakanann sinn Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Hann (Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur) talar eins og Tynice Martin sé að fara að koma inn í þetta lið. Hún er ekki komin með leyfi enn þá sem er skrýtið vegna þess að það eru eiginlega allir erlendu leikmennirnir sem eru komnir til Íslands, kvennamegin og karlamegin, komin með leyfi,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Njarðvík samdi við Tynice Martin í sumar en svo kom í ljós að hún hafi verið dæmd fyrir heimilisofbeldi. Árið 2019 var hún dæmd í eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafi gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar og togað í hár hennar. Martin hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Valin í WNBA Martin var á sínum tíma valin af Los Angeles Sparks í nýliðavali WNBA deildarinnar en hún lék í Finnlandi á síðustu leiktíð þar sem hún var með 19,5 stig, 7,1 frákast, 3,4 stoðsendingar og 3,6 stolna bolta að meðaltali í leik. Það er því nokkuð ljóst að þarna fer mjög öflugur leikmaður sem gæti skipt miklu máli fyrir Njarðvíkurliðið. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur sterkar skoðanir á veru Tynice Martin hér á landi.S2 Sport Hörður spurði Ólöfu Helgu Pálsdóttur um hvað henni finnist um að Martin sé að fara að koma inn í Njarðvíkurhópinn. Dæmd ofbeldiskona „Mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að senda hana heim af því að við fengum þær fréttir að hún er með ofbeldi í fortíðinni. Þetta er bleikur fíll sem enginn vill tala um í kvennadeild. Hún er dæmd sem ofbeldiskona gegn konum og mér stæði ekki á sama ef dætur mínar í tíunda bekk væru í liðinu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Mér finnst þetta ótrúlega skrýtið en hún er örugglega geðveikt góð en þetta er svolítið hræsni miðað við það hvernig var talað um ÍR karlamegin í fyrra. Svo er einhvern veginn af því að þetta er kvennadeildin þá þarf að vera eitthvað hush, hush,“ sagði Ólöf Helga. „Mér finnst asnalegt að ráða einhvern undir þessum kringumstæðum. Þú getur Googlað og séð strax að hún er ofbeldiskona,“ sagði Ólöf Helga. Vesen að fá leyfi Hörður benti á það að það virðist vera eitthvað vesen. „Hún væri byrjuð að spila ef að það væri ekki eitthvað sakarvottorðsvesen,“ sagði Hörður. „Það eru leikmenn sem eru búnar að koma miklu seinna en hún en eru komnar með leyfi. Það er alveg augljós að það er einhver töf út af einhverju sem í ljósi aðstæðna er bara mjög eðlilegt. Það er líka augljóst að Njarðvík er að ríghalda í hana. Þær eru búnar að sjá hana á æfingum og hún er greinilega algjör yfirburðarleikmaður,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, sem var sammála Ólöfu. Það má horfa á umræðuna um Tynice Martin hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Njarðvíkingar enn að bíða eftir leyfi fyrir kvennakanann sinn
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti