Endurkoma Doncic til Madrid í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2023 11:01 Luka Doncic er ekki bara elskaður í Dallas heldur einnig í Madrid. Getty/Ron Jenkins Það styttist í NBA deildina í körfubolta og í kvöld mun Dallas Mavericks liðið hita upp fyrir tímabilið með skemmtilegum hætti. Dallas menn eru nefnilega staddir í miðri Evrópuferð og heimsækja í kvöld spænska stórliðið Real Madrid. Heimamenn í Madrid eru mjög spenntir fyrir þessum leik enda er Luka Doncic þar að mæta sínum gömlu félögum. Doncic, sem er nú orðinn stórstjarna í NBA-deildinni, steig sín fyrstu spora á stóra sviðinu sem leikmaður Real Madrid. Real fólk lítur á hann sem sinn og hann hefur miklar taugar til félagsins. Doncic kom til Real Madrid frá Slóveníu árið 2012 þegar hann var aðeins þrettán ára. Hann skrifaði undir fimm ára samning og byrjaði að spila með unglingaliði félagsins. Hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði Real Madrid í apríl 2015 og spilaði síðan tvö heil tímabil með aðalliðinu. Luka Doncic returns to Madrid with the @dallasmavs to face his former team Real Madrid on Tuesday at 2:45pm/et on NBA TV!For more: https://t.co/oJNWEFcEco pic.twitter.com/vEmNdkMZjr— NBA (@NBA) October 9, 2023 Á lokatímabilinu, 2017-18, var hann með 16,0 stig, 4,8 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik í Euroleague. Hann vann Euroleague þá með Real liðinu og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í keppninni. Real varð einnig spænskur meistari þetta tímabil. Um sumarið fór Doncic í nýliðaval NBA og Dallas Mavericks tók hann með þriðja valrétti. Hann hefur síðan orðið betri og betri með hverju árinu og er orðinn einn allra stærsta stjarna deildarinnar í dag. Doncic er nú að hefja sitt sjötta tímabil í NBA en á síðustu leiktíð var hann með 32,4 stig, 8,6 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Luka Doncic in his last season with Real Madrid:Liga ACB EuroLeague 12.8 PPG 16.0 PPG5.7 RPG 4.8 RPG5.0 APG 4.0 APG1.1 SPG 1.1 SPG46/28/77% 45/33/82% Became the youngest EuroLeague MVP!#MFFL pic.twitter.com/7sBVqgul1o— MFFL Muse (@MFFLMuse) October 9, 2023 Real Madrid tapaði í lokaúrslitum á móti Barcelona á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið spænska titilinn tímabilið á undan. Stærstu stjörnur liðsins er argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, spænsku reynsluboltarnir Rudy Fernández og Sergio Llull, Bandaríkjamaðurinn Edy Tavares, Króatinn Mario Hezonja og bosníski framherjinn Dzanan Musa. Við hlið Luka hjá Dallas er auðvitað stórstjarnan Kyrie Irving og fleiri öflugir leikmenn. Leikur Real Madrid og Dallas Mavericks í WiZink Center í Madrid hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Back home Luka Doncic takes a walk through his old stomping grounds in Madrid Real Madrid-Mavs || Oct. 10 || 2:45pm/et || NBA TV pic.twitter.com/plI3TtTpZU— NBA (@NBA) October 9, 2023 NBA Spænski körfuboltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Dallas menn eru nefnilega staddir í miðri Evrópuferð og heimsækja í kvöld spænska stórliðið Real Madrid. Heimamenn í Madrid eru mjög spenntir fyrir þessum leik enda er Luka Doncic þar að mæta sínum gömlu félögum. Doncic, sem er nú orðinn stórstjarna í NBA-deildinni, steig sín fyrstu spora á stóra sviðinu sem leikmaður Real Madrid. Real fólk lítur á hann sem sinn og hann hefur miklar taugar til félagsins. Doncic kom til Real Madrid frá Slóveníu árið 2012 þegar hann var aðeins þrettán ára. Hann skrifaði undir fimm ára samning og byrjaði að spila með unglingaliði félagsins. Hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði Real Madrid í apríl 2015 og spilaði síðan tvö heil tímabil með aðalliðinu. Luka Doncic returns to Madrid with the @dallasmavs to face his former team Real Madrid on Tuesday at 2:45pm/et on NBA TV!For more: https://t.co/oJNWEFcEco pic.twitter.com/vEmNdkMZjr— NBA (@NBA) October 9, 2023 Á lokatímabilinu, 2017-18, var hann með 16,0 stig, 4,8 fráköst og 4,3 stoðsendingar í leik í Euroleague. Hann vann Euroleague þá með Real liðinu og var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í keppninni. Real varð einnig spænskur meistari þetta tímabil. Um sumarið fór Doncic í nýliðaval NBA og Dallas Mavericks tók hann með þriðja valrétti. Hann hefur síðan orðið betri og betri með hverju árinu og er orðinn einn allra stærsta stjarna deildarinnar í dag. Doncic er nú að hefja sitt sjötta tímabil í NBA en á síðustu leiktíð var hann með 32,4 stig, 8,6 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Luka Doncic in his last season with Real Madrid:Liga ACB EuroLeague 12.8 PPG 16.0 PPG5.7 RPG 4.8 RPG5.0 APG 4.0 APG1.1 SPG 1.1 SPG46/28/77% 45/33/82% Became the youngest EuroLeague MVP!#MFFL pic.twitter.com/7sBVqgul1o— MFFL Muse (@MFFLMuse) October 9, 2023 Real Madrid tapaði í lokaúrslitum á móti Barcelona á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið spænska titilinn tímabilið á undan. Stærstu stjörnur liðsins er argentínski leikstjórnandinn Facundo Campazzo, landi hans Gabriel Deck, spænsku reynsluboltarnir Rudy Fernández og Sergio Llull, Bandaríkjamaðurinn Edy Tavares, Króatinn Mario Hezonja og bosníski framherjinn Dzanan Musa. Við hlið Luka hjá Dallas er auðvitað stórstjarnan Kyrie Irving og fleiri öflugir leikmenn. Leikur Real Madrid og Dallas Mavericks í WiZink Center í Madrid hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Back home Luka Doncic takes a walk through his old stomping grounds in Madrid Real Madrid-Mavs || Oct. 10 || 2:45pm/et || NBA TV pic.twitter.com/plI3TtTpZU— NBA (@NBA) October 9, 2023
NBA Spænski körfuboltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira