Þjálfari Man United vill breyta fyrirkomulaginu á Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2023 23:15 Marc Skinner vill sjá breytingar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Á meðan allt er gert til að stækka Meistaradeild Evrópu karla megin í von um að koma stærstu liðum Evrópu í keppninni á kostnað liða sem eiga það frekar skilið þá verður ekki það sama sagt um Meistaradeildina kvenna megin. Keppnin hóf göngu sína árið 2001 en hét þá Kvennabikar UEFA. Árið 2009 var hún endurskírð sem Meistaradeild Evrópu en fram til 2021 var um útsláttarkeppni að ræða frá upphafi til enda. Frá 2021 hefur verið boðið upp á riðlakeppni en aðeins 16 lið komast í hana. Á sama tíma eru 32 lið karla megin ofan á að það eru tvær Evrópukeppnir til viðbótar. Þetta er Marc Skinner, þjálfari Manchester United, einkar ósáttur með. Hann vill breyta fyrirkomulaginu en lið hans mætir París Saint-Germain í umspili um sæti í riðlakeppninni annað kvöld. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Bæði lið enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en komast samt sem áður ekki sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Skinner telur undankeppnina halla á ensk lið sem og lið úr stóru deildum Evrópu þar sem þau geta mæst í umspilinu. „Ég er viss um að PSG væri til í að sleppa við að spila við okkur. Þegar ég horfi á aðrar viðureignir í umspilinu þá virkar þetta frekar skrítið,“ sagði Skinner og talaði um að sum lið ættu greiða lið inn í riðlakeppnina. Líkt og karla megin er undankeppninni skipt upp í „Meistaraleiðina“ og „deildarleiðina.“ Þannig mætast Íslandsmeistarar Vals og St. Pölten, Austurríkismeistarar, einnig annað kvöld. Sigurvegari þess einvígis kemst í riðlakeppnina. Efsta deild kvenna á Englandi er eina deildin þar sem öll liðin eru atvinnumannalið. Það kom því töluvert á óvart þegar Arsenal féll úr leik gegn Paris FC, liðinu sem endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Man United gæti farið sömu leið þar sem liðið dróst gegn stórliði PSG. Skinner benti á að Man Utd hefði einnig getað dregist gegn Wolfsburg, Real Madríd eða öðrum jafn sterkum liðum. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Þó Skinner hafi trú á eigin liði þá vill hann sjá fyrirkomulaginu breytt og ef miða má við hversu mikið er gert til að koma stærstu liðunum úr stærstu deildum Evrópu inn karla megin þá mætti alveg fjölga liðum kvenna megin. Umspil Meistaradeildar Evrópu kvenna It's matchweek in the #UWCL!Catch up on all of this week's fixtures — UEFA Women s Champions League (@UWCL) October 9, 2023 Leikur Vals og St. Pölten er sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 17.50 og leikurinn sjálfur 18.00. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
Keppnin hóf göngu sína árið 2001 en hét þá Kvennabikar UEFA. Árið 2009 var hún endurskírð sem Meistaradeild Evrópu en fram til 2021 var um útsláttarkeppni að ræða frá upphafi til enda. Frá 2021 hefur verið boðið upp á riðlakeppni en aðeins 16 lið komast í hana. Á sama tíma eru 32 lið karla megin ofan á að það eru tvær Evrópukeppnir til viðbótar. Þetta er Marc Skinner, þjálfari Manchester United, einkar ósáttur með. Hann vill breyta fyrirkomulaginu en lið hans mætir París Saint-Germain í umspili um sæti í riðlakeppninni annað kvöld. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Bæði lið enduðu í 2. sæti á síðustu leiktíð en komast samt sem áður ekki sjálfkrafa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Skinner telur undankeppnina halla á ensk lið sem og lið úr stóru deildum Evrópu þar sem þau geta mæst í umspilinu. „Ég er viss um að PSG væri til í að sleppa við að spila við okkur. Þegar ég horfi á aðrar viðureignir í umspilinu þá virkar þetta frekar skrítið,“ sagði Skinner og talaði um að sum lið ættu greiða lið inn í riðlakeppnina. Líkt og karla megin er undankeppninni skipt upp í „Meistaraleiðina“ og „deildarleiðina.“ Þannig mætast Íslandsmeistarar Vals og St. Pölten, Austurríkismeistarar, einnig annað kvöld. Sigurvegari þess einvígis kemst í riðlakeppnina. Efsta deild kvenna á Englandi er eina deildin þar sem öll liðin eru atvinnumannalið. Það kom því töluvert á óvart þegar Arsenal féll úr leik gegn Paris FC, liðinu sem endaði í 3. sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Man United gæti farið sömu leið þar sem liðið dróst gegn stórliði PSG. Skinner benti á að Man Utd hefði einnig getað dregist gegn Wolfsburg, Real Madríd eða öðrum jafn sterkum liðum. 'Champions League needs to change, English teams are much better' Marc Skinner#TelegraphWomensSport | #UWCL— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) October 9, 2023 Þó Skinner hafi trú á eigin liði þá vill hann sjá fyrirkomulaginu breytt og ef miða má við hversu mikið er gert til að koma stærstu liðunum úr stærstu deildum Evrópu inn karla megin þá mætti alveg fjölga liðum kvenna megin. Umspil Meistaradeildar Evrópu kvenna It's matchweek in the #UWCL!Catch up on all of this week's fixtures — UEFA Women s Champions League (@UWCL) October 9, 2023 Leikur Vals og St. Pölten er sýndur beint á Stöð 2 Sport annað kvöld, þriðjudag. Útsending hefst 17.50 og leikurinn sjálfur 18.00.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira