Innlent

Eldur í kjallara á Stórhöfða

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Að sögn varðstjóra gekk slökkvistarf vel.
Að sögn varðstjóra gekk slökkvistarf vel. Vísir/Vilhelm

Eldur kom upp í kjallara iðnaðarhúsnæðis á Stórhöfða í Reykjavík í morgun. Slökkviliðið fékk tilkynninguna upp úr klukkan fimm og þegar komið var á vettvang sást eldur loga fyrir utan húsið.

Í fyrstu leit út fyrir að eldurinn væri í vörubrettum á lóðinni og væri að teygja sig í efri hæðir hússins en þegar betur var að gáð kom í ljós að eldur logaði einnig innandyra í kjallara hússins. Þar mun vera nokkuð stórt lagerrými. Allar stöðvar voru þá kallaðar á staðinn og gekk slökkvistarf vel. Því var lokið um klukkan sjö.

Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins urðu nokkrar skemmdir á kjallaranum en slökkviliði tókst að hindra að eldurinn bærist víðar og því eru skemmdirnar bundnar við kjallarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×