Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. október 2023 07:01 Strákarnir í Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér sameiningu Njarðvíkur og Keflavíkur. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Körfuboltakvöldi reyndu að svara stóru spurningunum í Framlengingunni í þætti föstudagsins. Þar spurði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, meðal annars um það hvort sameina ætti Keflavík og Njarðvík. Í síðustu viku birtust fréttir af því að margir af hörðustu stuðningsmönnum Njarðvíkur væru farnir að velta fyrir sér möguleikanum á að sameina liðin tvö. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin kemur upp og verður áhugavert að fylgjast með því hvort málið komist lengra en bara í hugmyndavinnu. Ómar Örn Sævarsson og Helgi Már Magnússon voru sérfræðingar þáttarins á föstudaginn og fengu það erfiða verkefni að reyna að svara þeirri spurningu um hvort sameina eigi liðin. „Nei. Ég myndi alveg skilja það að sameina yngri flokkana og ég held að það væri sniðugt upp á margt fyrir Reykjanesbæ,“ svaraði Ómar Örn. „Gáfulegt væri auðvitað fyrir Reykjanesbæ að sameina upp á að halda utan um þetta, það væru fleiri einstaklingar í þessu og stærra batterí, en ég myndi ekki vilja láta sameina þetta bara út af sögunni. Ég vil halda Njarðvík og Keflavík.“ Helgi Már var hins vegar ekki sammála Ómari. „Þetta hefur gengið hjá öðrum,“ sagði Helgi þegar Stefán Árni minntist á danska knattspyrnuliðið FCK. „Þetta er endalaust í íþróttum verið að sameina hitt og þetta en það stoppar alltaf á sama hlutnum, sem er nafnið. Ég get ímyndað mér að þetta stoppi líka þar hjá Njarðvík og Keflavík. Þetta mun stoppa þar myndi ég giska á. En ég veit að Teitur [Örlygsson] hefur ákveðna skoðun á þessu máli og ég ætla bara að hoppa á hana. Honum finnst að það eigi að sameina og hann er einn af þeim sem er búinn að liggja í stjórn, þjálfun, yngri flokkum og öllum pakkanum. Ef Teitur segir að honum finnist eina vitið að sameina að þá ætla ég að hoppa á þann vagn,“ bætti Helgi við, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík? Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
Í síðustu viku birtust fréttir af því að margir af hörðustu stuðningsmönnum Njarðvíkur væru farnir að velta fyrir sér möguleikanum á að sameina liðin tvö. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin kemur upp og verður áhugavert að fylgjast með því hvort málið komist lengra en bara í hugmyndavinnu. Ómar Örn Sævarsson og Helgi Már Magnússon voru sérfræðingar þáttarins á föstudaginn og fengu það erfiða verkefni að reyna að svara þeirri spurningu um hvort sameina eigi liðin. „Nei. Ég myndi alveg skilja það að sameina yngri flokkana og ég held að það væri sniðugt upp á margt fyrir Reykjanesbæ,“ svaraði Ómar Örn. „Gáfulegt væri auðvitað fyrir Reykjanesbæ að sameina upp á að halda utan um þetta, það væru fleiri einstaklingar í þessu og stærra batterí, en ég myndi ekki vilja láta sameina þetta bara út af sögunni. Ég vil halda Njarðvík og Keflavík.“ Helgi Már var hins vegar ekki sammála Ómari. „Þetta hefur gengið hjá öðrum,“ sagði Helgi þegar Stefán Árni minntist á danska knattspyrnuliðið FCK. „Þetta er endalaust í íþróttum verið að sameina hitt og þetta en það stoppar alltaf á sama hlutnum, sem er nafnið. Ég get ímyndað mér að þetta stoppi líka þar hjá Njarðvík og Keflavík. Þetta mun stoppa þar myndi ég giska á. En ég veit að Teitur [Örlygsson] hefur ákveðna skoðun á þessu máli og ég ætla bara að hoppa á hana. Honum finnst að það eigi að sameina og hann er einn af þeim sem er búinn að liggja í stjórn, þjálfun, yngri flokkum og öllum pakkanum. Ef Teitur segir að honum finnist eina vitið að sameina að þá ætla ég að hoppa á þann vagn,“ bætti Helgi við, en Framlenginguna í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Framlengingin: Á að sameina Keflavík og Njarðvík?
Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira