Ítalska landsliðskonann Arianna Caruso skoraði sigurmark Juventus þegar skammt var eftir af leiknum en Juventus hefur fullt hús stig, líkt og Roma, á toppi deildarinnar.
Sara Björk Gunnarsdóttir tók út leikbann í þessum leik eftir að hafa fengið rautt spjald í sigri Juventus gegn Sampdoria í síðustu umferð deildarinnar.
Guðný Árnadóttir hóf leikinn á varamannabekk AC Milan en kom svo inná þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum. AC Milan hefur þrjú stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í deildinni.