Lífið

Emm­sjé Gauti og Davíð Odds­son fögnuðu fimm­tugri Lilju

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Haldið var upp á fimmtugsafmæli Lilju Daggar Alfreðsdóttur á föstudagskvöld.
Haldið var upp á fimmtugsafmæli Lilju Daggar Alfreðsdóttur á föstudagskvöld. Vísir/Vilhelm

Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarmálaráðherra varð fimmtug á miðvikudag og blés að því tilefni til stærðarinnar veislu í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekkunni í föstudagskvöld. 

Ræðuhöld og tónlistaratriði voru af dýrari týpunni en Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og Guðni Ágústsson fóru báðir með ræðu. Rapparinn Emmsjé Gauti tróð upp og flutti meðal annars lagið Hvaða klisja er það við mikinn fögnuð Lilju og annarra viðstaddra.  

Meðal gesta voru Baltasar Kormákur kvikmyndagerðarmaður, Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fjöldi Framsóknarfólks. 

Lilja fór í förðun til Elínar Reynisdóttur vinkonu sinnar í tilefni dagsins og var klædd í glæsilegan grænan pallíettukjól. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.