Telja menn hafa verið í Ameríku mun fyrr en áður var talið Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 16:10 Hér má sjá hluta fótsporanna sem um ræðir. AP/Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna Útlit er fyrir að menn hafi verið komnir til Ameríku þúsundum ára áður en hingað til hefur verið talið. Þetta sýna nýjar rannsóknir á steingerðum fótsporum manna frá botni forns stöðuvatns. Vísindamenn birtu fyrir tveimur árum niðurstöður rannsóknar sem sýndu fram á að steingerð fótspor frá White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væru 20 til 23 þúsund ára gömul. Sú rannsókn byggði á aldursgreiningu fræja sem fundust í fótsporunum. Fótsporin sjálf fundust í jaðri forns uppþornaðs stöðuvatns. Margir gagnrýndu framkvæmd rannsóknarinnar. Meðal annars var talið mögulegt að fræin, sem komu frá vatnaplöntum hefðu dregið í sig mun eldri kolefni úr vatninu og þannig gæti kolefnaaldursgreining reynst röng um þúsundir ára. Rannsóknin var því af mörgum ekki talinn afsanna kenningar um að menn hafi borist til heimsálfurnar yfir landbrú milli Rússlands og Alaska fyrir um fimmtán þúsund árum eða svo. Þessi nýja kenning fékk þó byr undir báða vængi á dögunum þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar voru birtar á vef Science. Nú hafa vísindamenn aldursgreint bæði frjókorn og kvarts-agnir sem fundist hafa í sömu jarðlögum og fótsporin steingerðu og fengu þeir einnig þá niðurstöðu að þau væru tuttugu til 23 þúsund ára gömul. Hér að neðan má sjá frétt PBS frá apríl í fyrra um fótsporin. Svo stórar uppgötvanir alltaf umdeildar AP fréttaveitan hefur eftir einum vísindamannanna sem komu að rannsókninni frá 2021 að uppgötvanir sem þessar séu alltaf umdeildar, því þær umbylti því sem við teljum okkur vita. Þessar tilteknu rannsóknir snúi að því hvernig maðurinn dreifðist um jörðina. Annar vísindamaður sem rætt var við, sem kom að hvorugri rannsókninni, segist nú sannfærður um að kenningin um landbrúna sé röng. Það að þrjár mismunandi rannsóknaraðferðir hafi komist að svo líkri niðurstöður gefi sterklega til kynna að þær séu réttar. Í samtali við Washington Post slá aðrir sérfræðingar á svipaða strengi og segja vísindamennina hafa sterk sönnunargögn í höndunum. Þúsundir fótspora hafa fundist í White Sands og hafa sýnt að börn léku sér þar og að menn veiddu stærðarinnar letidýr. Fótspor letidýranna voru í fyrstu talin sönnun þess að Stórfótur væri til. Sporin eru þó að skemmast hægt og rólega vegna veðrunar. Bandaríkin Fornminjar Vísindi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Vísindamenn birtu fyrir tveimur árum niðurstöður rannsóknar sem sýndu fram á að steingerð fótspor frá White Sands þjóðgarðinum í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum væru 20 til 23 þúsund ára gömul. Sú rannsókn byggði á aldursgreiningu fræja sem fundust í fótsporunum. Fótsporin sjálf fundust í jaðri forns uppþornaðs stöðuvatns. Margir gagnrýndu framkvæmd rannsóknarinnar. Meðal annars var talið mögulegt að fræin, sem komu frá vatnaplöntum hefðu dregið í sig mun eldri kolefni úr vatninu og þannig gæti kolefnaaldursgreining reynst röng um þúsundir ára. Rannsóknin var því af mörgum ekki talinn afsanna kenningar um að menn hafi borist til heimsálfurnar yfir landbrú milli Rússlands og Alaska fyrir um fimmtán þúsund árum eða svo. Þessi nýja kenning fékk þó byr undir báða vængi á dögunum þegar niðurstöður nýrrar rannsóknar voru birtar á vef Science. Nú hafa vísindamenn aldursgreint bæði frjókorn og kvarts-agnir sem fundist hafa í sömu jarðlögum og fótsporin steingerðu og fengu þeir einnig þá niðurstöðu að þau væru tuttugu til 23 þúsund ára gömul. Hér að neðan má sjá frétt PBS frá apríl í fyrra um fótsporin. Svo stórar uppgötvanir alltaf umdeildar AP fréttaveitan hefur eftir einum vísindamannanna sem komu að rannsókninni frá 2021 að uppgötvanir sem þessar séu alltaf umdeildar, því þær umbylti því sem við teljum okkur vita. Þessar tilteknu rannsóknir snúi að því hvernig maðurinn dreifðist um jörðina. Annar vísindamaður sem rætt var við, sem kom að hvorugri rannsókninni, segist nú sannfærður um að kenningin um landbrúna sé röng. Það að þrjár mismunandi rannsóknaraðferðir hafi komist að svo líkri niðurstöður gefi sterklega til kynna að þær séu réttar. Í samtali við Washington Post slá aðrir sérfræðingar á svipaða strengi og segja vísindamennina hafa sterk sönnunargögn í höndunum. Þúsundir fótspora hafa fundist í White Sands og hafa sýnt að börn léku sér þar og að menn veiddu stærðarinnar letidýr. Fótspor letidýranna voru í fyrstu talin sönnun þess að Stórfótur væri til. Sporin eru þó að skemmast hægt og rólega vegna veðrunar.
Bandaríkin Fornminjar Vísindi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira