Láta sig dreyma um fleira fólk í Skaftárhreppi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2023 08:01 Einar Kristján segir næga atvinnu að sækja í Skaftárhreppi. Vísir/Vilhelm Erfiðlega gengur að manna stöður á vegum sveitarfélagsins í Skaftárhreppi, hvort sem um er að ræða leikskóla, grunnskóla eða dvalarheimili. Sveitarstjóri segir það koma niður á þjónustu og grunar að skorti a fjölbreyttara húsnæði sé um að kenna. „Staðan hefur nú oft verið betri. Ég veit ekki alveg hvað það er sem veldur í þessu. Ef ég vissi það þá væri ég kannski með Nóbelsverðlaun í einhverju fagi,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps í samtali við Vísi. Lýsir erfiðleikum vegna sundlaugar, skóla og hjúkrunarheimilis Í minnisblaði til sveitarstjórnar Skaftárhrepps sem lagt var fyrir á fundi þann 14. september síðastliðinn lýsir Einar verulegum hallarekstri sundlaugar sveitarfélagsins, erfiðleikum vegna mönnunar í skólum og ástandi á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu Klausturhólum. „Sveitarstjóri lagði fram minnisblað vegna reksturs sundlaugar og aðsóknartölur fyrstu 7 mánuði ársins. Verulegur hallarekstur er á sundlauginni sem nemur um 5 milljónum á mánuði að meðaltali,“ segir í minnisblaði Einars. Tilraun til að auka opnunartíma hafi ekki gengið upp. Einar segir óskandi að hægt væri að ráða faglært starfsfólk til starfa á hjúkrunarheimilinu.Vísir/Vilhelm „Vegna þess ástands sem nú ríkir á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu Klausturhólum, óskar sveitarstjóri eftir því við sveitarstjórn að fyrritækið Líf og Sál verði fengið til að gera vinnustaðagreiningu á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu sem allra fyrst. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða málið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.“ Þá kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar að sveitarstjóri hafi lýst yfir áhyggjum sínum yfir því hve illa gengi að manna stöður hjá sveitarfélaginu. „Kæmi þessi þörf á starfsmönnum niður á þjónustu sveitarfélagsins, sem væri bagalegt. Sveitarstjóri greindi frá því að stór atvinnuauglýsing hefði verið birt í Morgunblaðinu í dag og vonandi skilaði það einhverju.“ Ekki skortur á atvinnu en skortur á húsnæði Einar segir stöðuna óbreytta frá því í september. Hann segist hafa sínar kenningar um það hvers vegna svo illa gangi að manna störf. „Það getur náttúrulega haft einhver áhrif að menn hafi kannski ekkert endilega mikið val um íbúðarhúsnæði,“ segir Einar. Hann tekur fram að tvær íbúðir á vegum sveitarfélagsins séu á lokametrum viðhalds og lítið einbýlishús sem losni eftir næstu mánaðarmót. „Svo eru að koma inn núna einhverjar sjö íbúðir inn á markaðinn, næsta vor vonandi eða í vetur. En við erum náttúrulega að reyna ða hvetja menn til þess að koma bara og byggja. Það er ekki skortur á atvinnu. Það er skortur á fjölbreyttara húsnæði.“ Einar segir nóg af vinnu að sækja á Kirkjubæjarklaustri og í Skaftárhreppi.Vísir/Vilhelm Vantar sex manns eða fleiri Hvað eru þetta margar stöður sem eru ómannaðar? „Við gætum alveg bætt við okkur fimm til sex manns ef því væri að skipta. Við tækjum þess vegna fleiri. Ef við fengjum sérkennara, fengjum þroskaþjálfara og fengjum sjúkraþjálfara og allt þetta slilurðu, sem væri kannski í okkar villtustu draumum og leikskólakennara og stuðningsfulltrúa og kennara. Þetta vantar. Ef við fengjum allt þetta fólk þá er það náttúrulega draumur.“ Hvernig hefur þetta bitnað á þjónustunni? „Við höfum þurft að skerða aðeins opnun leikskóla. En við höfum farið nýja leið þar, þeir foreldrar sem stóðust þær kröfur og geta, hafa skipt því svolítið á milli sín að vera ekki allir í fríi í einu, heldur hafa þeir mætt í vinnu á leikskólann, sem er bara frábært. Bara til þess að það þyrfti ekki að senda alla heim. Það myndi bitna á öllum.“ Vont að geta ekki fengið fólk í fagstöður Einar segir vont að geta ekki ráðið faglært fólk í stöður á dvalarheimilinu Klausturhólum. Undirmönnunin bitni á starfsfólki. „Þetta er því miður raunin og hefur verið tekið eins og vertíð, þar sem fólk er mikið á aukavöktum, því miður. Í rauninni í allt of langan tíma,“ segir Einar. Skaftárhreppur Byggðamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Staðan hefur nú oft verið betri. Ég veit ekki alveg hvað það er sem veldur í þessu. Ef ég vissi það þá væri ég kannski með Nóbelsverðlaun í einhverju fagi,“ segir Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps í samtali við Vísi. Lýsir erfiðleikum vegna sundlaugar, skóla og hjúkrunarheimilis Í minnisblaði til sveitarstjórnar Skaftárhrepps sem lagt var fyrir á fundi þann 14. september síðastliðinn lýsir Einar verulegum hallarekstri sundlaugar sveitarfélagsins, erfiðleikum vegna mönnunar í skólum og ástandi á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu Klausturhólum. „Sveitarstjóri lagði fram minnisblað vegna reksturs sundlaugar og aðsóknartölur fyrstu 7 mánuði ársins. Verulegur hallarekstur er á sundlauginni sem nemur um 5 milljónum á mánuði að meðaltali,“ segir í minnisblaði Einars. Tilraun til að auka opnunartíma hafi ekki gengið upp. Einar segir óskandi að hægt væri að ráða faglært starfsfólk til starfa á hjúkrunarheimilinu.Vísir/Vilhelm „Vegna þess ástands sem nú ríkir á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu Klausturhólum, óskar sveitarstjóri eftir því við sveitarstjórn að fyrritækið Líf og Sál verði fengið til að gera vinnustaðagreiningu á Hjúkrunar-og dvalarheimilinu sem allra fyrst. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða málið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.“ Þá kemur fram í fundargerð sveitarstjórnarinnar að sveitarstjóri hafi lýst yfir áhyggjum sínum yfir því hve illa gengi að manna stöður hjá sveitarfélaginu. „Kæmi þessi þörf á starfsmönnum niður á þjónustu sveitarfélagsins, sem væri bagalegt. Sveitarstjóri greindi frá því að stór atvinnuauglýsing hefði verið birt í Morgunblaðinu í dag og vonandi skilaði það einhverju.“ Ekki skortur á atvinnu en skortur á húsnæði Einar segir stöðuna óbreytta frá því í september. Hann segist hafa sínar kenningar um það hvers vegna svo illa gangi að manna störf. „Það getur náttúrulega haft einhver áhrif að menn hafi kannski ekkert endilega mikið val um íbúðarhúsnæði,“ segir Einar. Hann tekur fram að tvær íbúðir á vegum sveitarfélagsins séu á lokametrum viðhalds og lítið einbýlishús sem losni eftir næstu mánaðarmót. „Svo eru að koma inn núna einhverjar sjö íbúðir inn á markaðinn, næsta vor vonandi eða í vetur. En við erum náttúrulega að reyna ða hvetja menn til þess að koma bara og byggja. Það er ekki skortur á atvinnu. Það er skortur á fjölbreyttara húsnæði.“ Einar segir nóg af vinnu að sækja á Kirkjubæjarklaustri og í Skaftárhreppi.Vísir/Vilhelm Vantar sex manns eða fleiri Hvað eru þetta margar stöður sem eru ómannaðar? „Við gætum alveg bætt við okkur fimm til sex manns ef því væri að skipta. Við tækjum þess vegna fleiri. Ef við fengjum sérkennara, fengjum þroskaþjálfara og fengjum sjúkraþjálfara og allt þetta slilurðu, sem væri kannski í okkar villtustu draumum og leikskólakennara og stuðningsfulltrúa og kennara. Þetta vantar. Ef við fengjum allt þetta fólk þá er það náttúrulega draumur.“ Hvernig hefur þetta bitnað á þjónustunni? „Við höfum þurft að skerða aðeins opnun leikskóla. En við höfum farið nýja leið þar, þeir foreldrar sem stóðust þær kröfur og geta, hafa skipt því svolítið á milli sín að vera ekki allir í fríi í einu, heldur hafa þeir mætt í vinnu á leikskólann, sem er bara frábært. Bara til þess að það þyrfti ekki að senda alla heim. Það myndi bitna á öllum.“ Vont að geta ekki fengið fólk í fagstöður Einar segir vont að geta ekki ráðið faglært fólk í stöður á dvalarheimilinu Klausturhólum. Undirmönnunin bitni á starfsfólki. „Þetta er því miður raunin og hefur verið tekið eins og vertíð, þar sem fólk er mikið á aukavöktum, því miður. Í rauninni í allt of langan tíma,“ segir Einar.
Skaftárhreppur Byggðamál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira