Svandís sé ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Oddur Ævar Gunnarsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 6. október 2023 11:23 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt hún ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafnaði viðtali við fréttastofu vegna málsins í morgun. Hún sagði Áslaugar að svara fyrir framkomu sína. Fréttastofa ræddi við Áslaugu að loknum ríkisstjórnarfundi. Hvað áttirðu við á þessum fundi? „Ég einfaldlega var þarna á degi sjávarútvegsins þar sem nýsköpun var sett á dagskrá en ég veit að það er mikil eftirspurn eftir því að ræða mál sem hafa verið í deiglunni og ég sagði það einfaldlega að ég ætlaði ekki að ræða þau mál heldur einbeita mér að menntakerfinu og nýsköpuninni sem mér finnst fá of lítið vægi og þar blasa við ýmsar áskoranir sem ég tel mikilvægt að við ræðum frekar og setti það þess vegna á dagskrá.“ Finnst þér eðlilegt að setja það upp á þann hátt sem þú gerðir? „Myndbirtingin skapaði kannski einhver hughrif sem ekki var ætlunin að gera. Ég svaraði þessu þannig, ég taldi þarna upp mál sem eru mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra en ég sagði það líka beint út við hópinn í staðinn fyrir að fara með það í einhverjar aðrar leiðir að ég ætlaði ekki að ræða þessi mál.“ Ummæli Áslaugar vöktu mikla athygli og voru meðal annars gagnrýnd af þingmönnunum Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ sagði Oddný meðal annars. Nú hafa ummæli þín verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum, finnst þér þetta réttmæt gagnrýni? „Mér finnst hafa verið gert of mikið úr þessu og ef að ræðan er skoðuð í samhengi og á hana er hlustað í heild sinni þá blasir við önnur mynd en upplifun fólks af þessum orðum.“ Áslaug segir öllum mega vera ljóst að hana og Svandísi greini á hugmyndafræðilega. Þær væru enda í ólíkum flokkum og reynt hafi á ýmislegt í ríkisstjórnarssamstarfinu. „Það eru engar fréttir í því að við séum ósammála um ýmis mál. Það sem ég var að gera er að benda á að það séu ýmis mál sem brenna á atvinnulífinu en heyra ekki undir mig og ég ætlaði að beina sjónum mínum að mínum málaflokkum sem heyra undir mig.“ Orðalagið, nafnbirtingin, hefðirðu getað gert þetta öðruvísi? „Það er alltaf hægt að gera betur.“ Sérðu eftir þessu? „Nei, ég var þarna með ræðu sem snerist um menntakerfið og af hverju við ættum að beina sjónum okkar að því og sagði frá því að ég ætlaði ekki að beina sjónum mínum að þeim málum sem hefðu verið mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra. Annað sagði ég ekki um þau mál eða tók afstöðu til þeirra.“ Hefurðu rætt við Svandísi eftir þetta? „Já.“ Hvað fór fram ykkar á milli? „Hún er eðli málsins ekki sátt. Enda hafa þessi mál verið mikið í umræðu og ég skil bara þau sjónarmið,“ segir Áslaug. „Ég held að við áttum okkur alveg á því að við séum ósammála um ýmis mál og þegar horft er á ræðuna í heild sinni að þá sést um hvað ég var að tala, en ekki það sem er kannski tekið út úr henni í einstaka fréttum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt hún ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafnaði viðtali við fréttastofu vegna málsins í morgun. Hún sagði Áslaugar að svara fyrir framkomu sína. Fréttastofa ræddi við Áslaugu að loknum ríkisstjórnarfundi. Hvað áttirðu við á þessum fundi? „Ég einfaldlega var þarna á degi sjávarútvegsins þar sem nýsköpun var sett á dagskrá en ég veit að það er mikil eftirspurn eftir því að ræða mál sem hafa verið í deiglunni og ég sagði það einfaldlega að ég ætlaði ekki að ræða þau mál heldur einbeita mér að menntakerfinu og nýsköpuninni sem mér finnst fá of lítið vægi og þar blasa við ýmsar áskoranir sem ég tel mikilvægt að við ræðum frekar og setti það þess vegna á dagskrá.“ Finnst þér eðlilegt að setja það upp á þann hátt sem þú gerðir? „Myndbirtingin skapaði kannski einhver hughrif sem ekki var ætlunin að gera. Ég svaraði þessu þannig, ég taldi þarna upp mál sem eru mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra en ég sagði það líka beint út við hópinn í staðinn fyrir að fara með það í einhverjar aðrar leiðir að ég ætlaði ekki að ræða þessi mál.“ Ummæli Áslaugar vöktu mikla athygli og voru meðal annars gagnrýnd af þingmönnunum Oddnýju Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar. „Æ hvað þetta er eitthvað aumt að nýta tækifærið með fullan sal af útgerðarmönnum að sparka í Svandísi, gefa í skyn að hún standi nú með þeim sama hvað Svandís sé að bralla,“ sagði Oddný meðal annars. Nú hafa ummæli þín verið harðlega gagnrýnd af þingmönnum og öðrum, finnst þér þetta réttmæt gagnrýni? „Mér finnst hafa verið gert of mikið úr þessu og ef að ræðan er skoðuð í samhengi og á hana er hlustað í heild sinni þá blasir við önnur mynd en upplifun fólks af þessum orðum.“ Áslaug segir öllum mega vera ljóst að hana og Svandísi greini á hugmyndafræðilega. Þær væru enda í ólíkum flokkum og reynt hafi á ýmislegt í ríkisstjórnarssamstarfinu. „Það eru engar fréttir í því að við séum ósammála um ýmis mál. Það sem ég var að gera er að benda á að það séu ýmis mál sem brenna á atvinnulífinu en heyra ekki undir mig og ég ætlaði að beina sjónum mínum að mínum málaflokkum sem heyra undir mig.“ Orðalagið, nafnbirtingin, hefðirðu getað gert þetta öðruvísi? „Það er alltaf hægt að gera betur.“ Sérðu eftir þessu? „Nei, ég var þarna með ræðu sem snerist um menntakerfið og af hverju við ættum að beina sjónum okkar að því og sagði frá því að ég ætlaði ekki að beina sjónum mínum að þeim málum sem hefðu verið mikið í umræðunni og heyra undir annan ráðherra. Annað sagði ég ekki um þau mál eða tók afstöðu til þeirra.“ Hefurðu rætt við Svandísi eftir þetta? „Já.“ Hvað fór fram ykkar á milli? „Hún er eðli málsins ekki sátt. Enda hafa þessi mál verið mikið í umræðu og ég skil bara þau sjónarmið,“ segir Áslaug. „Ég held að við áttum okkur alveg á því að við séum ósammála um ýmis mál og þegar horft er á ræðuna í heild sinni að þá sést um hvað ég var að tala, en ekki það sem er kannski tekið út úr henni í einstaka fréttum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira