Trans ráðherra segir ummæli Sunak ýta undir fordóma og hatur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2023 11:36 Petra De Sutter tók við embætti aðstoðarforsætisráðherra árið 2020. Aðstoðarforsætisráðherra Belgíu, sem er trans kona, hefur hvatt Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, til að ganga ekki í lið með raunverulegum bullum. Tilefnið eru ummæli sem Sunak lét falla á þingi Íhaldsflokksins fyrr í vikunni. „Við eigum ekki að láta ata okkur í að trúa því að fólk geti hverið hvers kyns sem það óskar sér,“ sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir viðstaddra. „Það getur það ekki. Karl er karl og kona er kona. Það er bara almenn skynsemi,“ sagði hann. Ummælin lét Sunak falla á sama tíma og greint var frá því að haturglæpir gegn trans fólki á Englandi og í Wales hefðu aldrei verið fleiri. Þá sagði innanríkisráðuneytið í skýrslu sinni um málið að aukninguna mætti mögulega að einhverju leiti rekja til ummæla stjórnmálamanna og orðræðu í fjölmiðlum. Petra De Sutter, fyrsti trans ráðherra Evrópu að því er vitað er, sagði orð Sunak meiðandi og að þau hefðu validið gríðarlegum vonbrigðum. „Þessi ummæli ýta undir trans fóbíu og stofna lífum fólks um allan heim í hættu,“ sagði De Sutter á samfélagsmiðlum. „Trans konur eru konur. Og á engan hátt ógn við aðra. Ekki ganga til liðs við hinar raunverulegu bullur Rishi Sunak.“ De Sutter, sem er prófessor í kvensjúkdómalækningum, tók við embætti aðstoðarforsætisráðherra Belgíu árið 2020. Sunak var ekki einn Íhaldsmanna um að vega að trans fólki á áðurnefndu þingi en Suella Braverman innanríkisráðherra gagnrýndi „kynjahugmyndafræði“. Á sama tíma var flokksmanni vísað af fundinum eftir að hann sakaði ráðherrann um fordóma gegn trans fólki og hinsegin fólki. Bretland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
„Við eigum ekki að láta ata okkur í að trúa því að fólk geti hverið hvers kyns sem það óskar sér,“ sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir viðstaddra. „Það getur það ekki. Karl er karl og kona er kona. Það er bara almenn skynsemi,“ sagði hann. Ummælin lét Sunak falla á sama tíma og greint var frá því að haturglæpir gegn trans fólki á Englandi og í Wales hefðu aldrei verið fleiri. Þá sagði innanríkisráðuneytið í skýrslu sinni um málið að aukninguna mætti mögulega að einhverju leiti rekja til ummæla stjórnmálamanna og orðræðu í fjölmiðlum. Petra De Sutter, fyrsti trans ráðherra Evrópu að því er vitað er, sagði orð Sunak meiðandi og að þau hefðu validið gríðarlegum vonbrigðum. „Þessi ummæli ýta undir trans fóbíu og stofna lífum fólks um allan heim í hættu,“ sagði De Sutter á samfélagsmiðlum. „Trans konur eru konur. Og á engan hátt ógn við aðra. Ekki ganga til liðs við hinar raunverulegu bullur Rishi Sunak.“ De Sutter, sem er prófessor í kvensjúkdómalækningum, tók við embætti aðstoðarforsætisráðherra Belgíu árið 2020. Sunak var ekki einn Íhaldsmanna um að vega að trans fólki á áðurnefndu þingi en Suella Braverman innanríkisráðherra gagnrýndi „kynjahugmyndafræði“. Á sama tíma var flokksmanni vísað af fundinum eftir að hann sakaði ráðherrann um fordóma gegn trans fólki og hinsegin fólki.
Bretland Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira