„Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 13:00 Blikakonur fagna marki í Bestu deildinni í sumar.Þær geta tryggt sér Evrópusæti í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, kallar eftir stuðningi á bak við liðið sitt í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik á móti Val í lokaumferð Bestu deild kvenna. Breiðablik er eins og er í öðru sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti en þær eru að fara að mæt Íslandsmeisturum Vals á þeirra heimavelli. Valskonur eru fyrir löngu búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna í baráttunni um annað sætið. Stjarnan tekur á móti Þrótti á sama tíma og gæti tryggt sér Evrópusæti með sigri. „Það segir sig sjálft og við komumst ekki hjá því að segja að þetta er úrslitaleikur um það hvort við náum Evrópusæti eða ekki. Stærri verða leikirnir ekki hjá okkur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í ákalli á miðlum Breiðabliks. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Liðið er búið að lenda í alls konar mótlæti og veseni í allt sumar. Við erum að skríða saman og við höfum mikla trú á okkur að við getum gert frábæra hluti í síðasta leiknum,“ sagði Gunnleifur. „Það býr svo mikið í þessum stelpum og þessum leikmönnum. Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru,“ sagði Gunnleifur. „Á morgun (í dag) ætlum við að ná því allra besta út úr öllum. Ekki bara þeim ellefu leikmönnum sem eru inn á vellinum heldur frá öllum þeim sem eru á bekknum og þeim sem eru utan hóps og öllu starfsliðinu,“ sagði Gunnleifur. „Þá viljum við fá fólkið okkar af því að við erum stærsta félagið. Við erum með stórkostlegt fólk í félaginu og það skiptir okkur svo miklu máli að fólkið mæti og styðji liðið okkar og stelpurnar. Það væri svo frábært að enda þetta á góðum nótum,“ sagði Gunnleifur eins og sjá má hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Breiðablik er eins og er í öðru sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti en þær eru að fara að mæt Íslandsmeisturum Vals á þeirra heimavelli. Valskonur eru fyrir löngu búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Breiðablik hefur tveggja stiga forskot á Stjörnuna í baráttunni um annað sætið. Stjarnan tekur á móti Þrótti á sama tíma og gæti tryggt sér Evrópusæti með sigri. „Það segir sig sjálft og við komumst ekki hjá því að segja að þetta er úrslitaleikur um það hvort við náum Evrópusæti eða ekki. Stærri verða leikirnir ekki hjá okkur,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson í ákalli á miðlum Breiðabliks. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Liðið er búið að lenda í alls konar mótlæti og veseni í allt sumar. Við erum að skríða saman og við höfum mikla trú á okkur að við getum gert frábæra hluti í síðasta leiknum,“ sagði Gunnleifur. „Það býr svo mikið í þessum stelpum og þessum leikmönnum. Stundum finnst mér stelpurnar ekki fatta hversu góðar þær eru,“ sagði Gunnleifur. „Á morgun (í dag) ætlum við að ná því allra besta út úr öllum. Ekki bara þeim ellefu leikmönnum sem eru inn á vellinum heldur frá öllum þeim sem eru á bekknum og þeim sem eru utan hóps og öllu starfsliðinu,“ sagði Gunnleifur. „Þá viljum við fá fólkið okkar af því að við erum stærsta félagið. Við erum með stórkostlegt fólk í félaginu og það skiptir okkur svo miklu máli að fólkið mæti og styðji liðið okkar og stelpurnar. Það væri svo frábært að enda þetta á góðum nótum,“ sagði Gunnleifur eins og sjá má hér fyrir ofan. Valur tekur á móti Breiðabliki klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 5 og Stjarnan fær Þrótt í heimsókn á sama tíma en sá leikur verður sýndur á Bestu deildar stöðinni. Lokaumferðin hefst klukkan 15.45 þegar FH fær Þór/KA í heimsókn en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Helena mun síðan gera upp lokaumferðina og allt mótið í Bestu mörkunum klukkan 20.00 á morgun á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn