Óskar Hrafn: „Mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. október 2023 19:08 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði 0-1 gegn Zorya Luhansk á Laugardalsvelli í annarri umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikarnir voru á löngum köflum sterkari aðili leiksins en komu boltanum ekki sjálfir í netið. „Svekktur, mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Spilamennskan var frábær á köflum, en kannski bara frábær upp að síðasta þriðjungi. Nálægt teignum hjá þeim tókum við slæmar ákvarðanir og sýndum ekki nógu mikil gæði í afgreiðslunum“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Óskar segir liðið hafa verið ragt við að skjóta að marki, í fyrri hálfleiknum sérstaklega, liðið hafi skapað sér fínar stöður inni á vellinum en ekki nýtt þær nægilega vel. „Í fyrri hálfleik sköpuðum við fullt af góðum stöðum en harðneituðum að skjóta á markið. Vorum að leita að betra færi sem kom svo aldrei, í seinni hálfleik vorum við aðeins beinskeyttari en það vantaði herslumuninn, við þurfum að vera betri inn í teig andstæðinganna.“ Zorya Luhansk er fyrirfram skrifað slakasti mótherji Breiðabliks í riðlakeppninni. Liðið hefur farið illa af stað og situr í næstneðsta sæti deildarinnar í sínu heimalandi. Leikurinn í dag var því algjörlega kjörið tækifæri fyrir Breiðablik að sækja stig. „Við horfum á alla leiki til að ná stigum, þú veist ekkert fyrirfram. Telur þig kannski eiga fínan möguleika á móti ákveðnum liðum en svo kemur annað í ljós, í dag fannst mér við sterkari aðilinn og þá er svekkjandi að fá ekkert úr þessu. En við getum ekki hugsað þannig að þetta hafi verið eini leikurinn [sem við gætum fengið stig úr], það er bara Gent næst og við þurfum bara að mæta þangað með kassann úti.“ Breiðablik lýkur Íslandsmótinu næsta sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í baráttunni um 3. sæti Bestu deildarinnar. „Hann verður ljómandi skemmtilegur, hörkuleikur eins og þeir eru alltaf. Við ætlum okkur að vinna hann og taka þriðja sætið“ sagði Óskar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
„Svekktur, mér fannst við eiga skilið meira út úr þessum leik. Spilamennskan var frábær á köflum, en kannski bara frábær upp að síðasta þriðjungi. Nálægt teignum hjá þeim tókum við slæmar ákvarðanir og sýndum ekki nógu mikil gæði í afgreiðslunum“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Óskar segir liðið hafa verið ragt við að skjóta að marki, í fyrri hálfleiknum sérstaklega, liðið hafi skapað sér fínar stöður inni á vellinum en ekki nýtt þær nægilega vel. „Í fyrri hálfleik sköpuðum við fullt af góðum stöðum en harðneituðum að skjóta á markið. Vorum að leita að betra færi sem kom svo aldrei, í seinni hálfleik vorum við aðeins beinskeyttari en það vantaði herslumuninn, við þurfum að vera betri inn í teig andstæðinganna.“ Zorya Luhansk er fyrirfram skrifað slakasti mótherji Breiðabliks í riðlakeppninni. Liðið hefur farið illa af stað og situr í næstneðsta sæti deildarinnar í sínu heimalandi. Leikurinn í dag var því algjörlega kjörið tækifæri fyrir Breiðablik að sækja stig. „Við horfum á alla leiki til að ná stigum, þú veist ekkert fyrirfram. Telur þig kannski eiga fínan möguleika á móti ákveðnum liðum en svo kemur annað í ljós, í dag fannst mér við sterkari aðilinn og þá er svekkjandi að fá ekkert úr þessu. En við getum ekki hugsað þannig að þetta hafi verið eini leikurinn [sem við gætum fengið stig úr], það er bara Gent næst og við þurfum bara að mæta þangað með kassann úti.“ Breiðablik lýkur Íslandsmótinu næsta sunnudag þegar liðið mætir Stjörnunni í baráttunni um 3. sæti Bestu deildarinnar. „Hann verður ljómandi skemmtilegur, hörkuleikur eins og þeir eru alltaf. Við ætlum okkur að vinna hann og taka þriðja sætið“ sagði Óskar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira