Fótbolti

Sjáðu íslensku strákana skora fjögur mörk í sigri á Pólverjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska fimmtán ára landsliðið vann flottan sigur á Póllandi.
Íslenska fimmtán ára landsliðið vann flottan sigur á Póllandi. KSÍ

Fimmtán ára landslið karla í fótbolta vann 4-2 sigur á Póllandi á UEFA Development mótinu sem fram fer í Póllandi þessa dagana.

Heimamenn réðu ekki við fríska íslenska stráka en mörkin skoruðu þeir Mattías Kjeld, Daniel Michal Grzegorzsson, Alexander Máni Guðjónsson og Rúnar Logi Ragnarsson.

Íslensku strákarnir höfðu áður tapaði 4-1 á móti Spánverjum í fyrsta leikinn en fundu heldur betur taktinn á móti heimamönnum.

Ísland mætir Wales á laugardag í síðasta leik sínum á mótinu en Wales hefur tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa.

KSÍ hefur sett inn myndband á miðla sína þar sem má sjá þessi fjögur flottu mörk á móti Póllandi.

Valsmaðurinn Mattías Kjeld skoraði fyrsta markið á 30. mínútu eftir góðan undirbúning frá Sebastian Sigurðssyni Bornachera.

Austfirðinguinn Daníel Michal Grzegorzsson (Valur Reyðarfirði) skoraði annað markið á 65. mínútu eftir sendingu frá Stjörnumanninum Alexander Mána Guðjónssyni og þeir skiptu síðan um hlutverk níu mínútum síðar þegar Alexander skoraði eftir sendingu frá Daníel.

Fjórða og síðasta markið skoraði Blikinn Rúnar Logi Ragnarsson í skyndisókn í lokin eftir undirbúning Þróttarans Björns Darra Oddgeirssonar.

Mörkin má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×