Stelpurnar enn á ný settar til hliðar hjá FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 09:00 Enska landsliðskonan Ella Toone gengur niðurlút framhjá bikarnum eftir úrslitaleik HM í sumar. Getty/Daniela Porcelli Yfirmenn Alþjóðaknattspyrnusambands eru búnir að ákveða var HM karla fer fram eftir sjö ár en enginn veit enn hvar stelpurnar eiga keppa um heimsmeistaratitilinn næst. Kvennafótboltinn er í mikilli sókn í heiminum eins og sést á frábæri mætingu á leiki sem fara nú loksins fram mun oftar á stóru leikvöngum félaganna. Heimsmeistaramót kvenna fékk sviðsljósið í sumar og áhorfendametin falla víðs vegar um heiminn. Í gær var tilkynnt hvaða þjóðir muni halda HM 2030 eða þarnæstu heimsmeistarakeppni karlanna. HM 2026 hjá körlunum fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en HM 2030 verður haldið á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess að opnunarleikirnir þrír verða spilaðir í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmæli heimsmeistarakeppninnar. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Allt í góðu með það. Vandamálið er bara að það er enn ekki búið að ákveða hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna fer fram. Það er ekkert skrítið að sumir hafi bent á þessa fáránlegu staðreynd. HM var haldið í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar og fer næst fram árið 2027. En hvar? Fjögur framboð hafa verið borin undir FIFA en það verður ekki fyrr en 8. desember sem þau verða lögð formlega fram. Belgía, Þýskaland og Holland vilja halda mótið saman. Brasilía og Suður-Afríka vilja bæði halda mótið en frekar stutt er síðan þau héldu karlamótið, Suður-Afríka 2010 og Brasilía 2014. Mexíkó og Bandaríkin vilja líka halda mótið saman. Það mun síðan ekki koma í ljós fyrr en 17. maí á næsta ári hvar HM kvenna 2027 mun fara fram en þá fer fram ársþing FIFA. Það er ótrúlegt að sjö mánuðum eftir að ákveðið hvar HM karla eftir sjö ár fari fram verður enn ekki ljóst hvar HM eftir rúm þrjú ár fari fram hjá konunum. FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Kvennafótboltinn er í mikilli sókn í heiminum eins og sést á frábæri mætingu á leiki sem fara nú loksins fram mun oftar á stóru leikvöngum félaganna. Heimsmeistaramót kvenna fékk sviðsljósið í sumar og áhorfendametin falla víðs vegar um heiminn. Í gær var tilkynnt hvaða þjóðir muni halda HM 2030 eða þarnæstu heimsmeistarakeppni karlanna. HM 2026 hjá körlunum fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en HM 2030 verður haldið á Spáni, í Portúgal og í Marokkó auk þess að opnunarleikirnir þrír verða spilaðir í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ í tilefni af hundrað ára afmæli heimsmeistarakeppninnar. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Allt í góðu með það. Vandamálið er bara að það er enn ekki búið að ákveða hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna fer fram. Það er ekkert skrítið að sumir hafi bent á þessa fáránlegu staðreynd. HM var haldið í Ástralíu og Nýja Sjálandi í sumar og fer næst fram árið 2027. En hvar? Fjögur framboð hafa verið borin undir FIFA en það verður ekki fyrr en 8. desember sem þau verða lögð formlega fram. Belgía, Þýskaland og Holland vilja halda mótið saman. Brasilía og Suður-Afríka vilja bæði halda mótið en frekar stutt er síðan þau héldu karlamótið, Suður-Afríka 2010 og Brasilía 2014. Mexíkó og Bandaríkin vilja líka halda mótið saman. Það mun síðan ekki koma í ljós fyrr en 17. maí á næsta ári hvar HM kvenna 2027 mun fara fram en þá fer fram ársþing FIFA. Það er ótrúlegt að sjö mánuðum eftir að ákveðið hvar HM karla eftir sjö ár fari fram verður enn ekki ljóst hvar HM eftir rúm þrjú ár fari fram hjá konunum.
FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira