Innlent

Mörgum tonnum af mat fargað af ó­lög­legum mat­væla­lager

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Um var að ræða mörg tonn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Um var að ræða mörg tonn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/NordicPhotos

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Rannsókn málsins stendur nú yfir en ekki hefur fengist upp gefið hvort matvælin voru í eigu einstaklings eða fyrirtækis né hvar þau fundust. Tíu heilbrigðisfulltrúar komu að umræddri aðgerð, sem var framkvæmd í síðustu viku.

Um var að ræða alls konar matvæli, bæði kælivöru og þurrvöru.

„Við kom­umst á snoðir um ólög­leg­an mat­vælala­ger, þar sem meðal ann­ars voru frysti­kist­ur með ým­iss kon­ar mat­væl­um. [...] Við skoðuðum mat­væl­in þegar við kom­um þarna inn og það var fljót­tek­in ákvörðun að það þyrfti að farga þeim öll­um. Mat­væl­in voru geymd við þannig aðstæður að okk­ar mat var að þau væru óneyslu­hæf,“ hefur Morgunblaðið eftir Óskari Ísfeld Sigurðssyni, deildarstjóra matvælaeftirlits hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Um var að ræða nokkur tonn.

Óskar sagðist ekkert geta fullyrt um hvað átti að gera við matvælin né sagðist hann hafa upplýsingar um að þau hafi verið seld til að mynda veitingastöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×