Åge um valið á Gylfa: „Mun hafa mjög góð og sterk áhrif“ Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 11:13 Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir verðandi félagsskiptum Gylfa Þórs Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið valinn í íslenska karlalandsliðið í fótbolta á nýjan leik. Gylfi er hluti af landsliði Íslands sem leikur tvo heimaleiki í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur opinberað landsliðshópinn fyrir komandi verkefni og er Gylfi Þór þar á meðal. Gylfi lék síðast leik með íslenska landsliðinu þann 15.nóvember árið 2020 gegn Danmörku á Parken. Í apríl fyrr á þessu ári varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Hann hefur nú hafið atvinnumannaferil sinn á ný. Nú hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby og mun nú koma landsliðsferlinum aftur af stað. Gylfi hefur í tvígang farið með íslenska landsliðinu á stórmót, spilað 78 landsleiki og skorað í þeim leikjum 25 mörk. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands vill hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið. „Ég hef rætt nokkrum sinnum við hann. Gyfli er einn besti leikmaður íslands frá upphafi. Hann meiddist á dögunum á baki en honum líður strax mjög vel. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Bæði Gylfi og Aron Einar eru í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið. Hefur Åge áhyggjur af því hvaða skilaboð það gæti sent til leikmanna sem hafa spilað mikið, spilað vel en eru ekki í hópnum? „Það hefur verið í huga mínum. Við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. En leikmenn vita hversu mikið áhrif Aron Einar og Gylfi hafa á aðra í kringum sig. Þú verður að vera í goðu formi til að geta æft með liðinu. Ég mun ræða við þá báða í vikunni, þeir hafa báðir verið að æfa og líður vel. Áður en ég kem til Íslands vil ég vera viss um að þeir geti æft með okkur og tekið vel þátt í okkar verkefni. Ég á ekki von á því að þeir byrji gegn Lúxemborg en geti vel tekið þátt gegn Liechtenstein.“ Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur opinberað landsliðshópinn fyrir komandi verkefni og er Gylfi Þór þar á meðal. Gylfi lék síðast leik með íslenska landsliðinu þann 15.nóvember árið 2020 gegn Danmörku á Parken. Í apríl fyrr á þessu ári varð ljóst að Gylfi yrði ekki ákærður í Bretlandi vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. Hann var handtekinn vegna málsins í júlí 2021 og sætti löngu farbanni. Rannsóknin stóð alls yfir í 637 daga og hélt Gylfa fjarri knattspyrnuvellinum. Hann hefur nú hafið atvinnumannaferil sinn á ný. Nú hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby og mun nú koma landsliðsferlinum aftur af stað. Gylfi hefur í tvígang farið með íslenska landsliðinu á stórmót, spilað 78 landsleiki og skorað í þeim leikjum 25 mörk. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands vill hafa Gylfa Þór með liðinu þó hann hafi spilað lítið upp á síðkastið. „Ég hef rætt nokkrum sinnum við hann. Gyfli er einn besti leikmaður íslands frá upphafi. Hann meiddist á dögunum á baki en honum líður strax mjög vel. Ég vil hafa hann í kringum okkur, hann er okkur mikilvægur. Ég vil koma honum inn í okkar áætlanir með landsliðið. Hann mun hafa mjög góð og sterk áhrif á okkur.“ Bæði Gylfi og Aron Einar eru í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið. Hefur Åge áhyggjur af því hvaða skilaboð það gæti sent til leikmanna sem hafa spilað mikið, spilað vel en eru ekki í hópnum? „Það hefur verið í huga mínum. Við þurfum að vera sanngjarnir við alla leikmenn. En leikmenn vita hversu mikið áhrif Aron Einar og Gylfi hafa á aðra í kringum sig. Þú verður að vera í goðu formi til að geta æft með liðinu. Ég mun ræða við þá báða í vikunni, þeir hafa báðir verið að æfa og líður vel. Áður en ég kem til Íslands vil ég vera viss um að þeir geti æft með okkur og tekið vel þátt í okkar verkefni. Ég á ekki von á því að þeir byrji gegn Lúxemborg en geti vel tekið þátt gegn Liechtenstein.“
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Fótbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Chelsea - Ajax | Markalausir Hollendingar í Lundúnum Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira