Körfubolti

Suðurnesjaliðin unnu örugga sigra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði 20 stig í kvöld.
Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði 20 stig í kvöld. vísir/eyþór

Suðurnesjaliðin þrjú, Keflavík, Njarðvík og Grindavík, unnu öll örugga sigra í viðureignum sínum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Keflvíkingar unnu góðan 26 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni, 84-58. Jafnræði var með liðunum framan af og var aðeins eitt stig sem skildi liðin að í hálfleik.

Keflvíkingar tóku þó öll völd í síðari hálfleik og sigldu að lokum heim öruggum sigri. Thelma Dís Ágústsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig, en hún tók einnig fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Þá vann Njarðvík öruggan sigur gegn Breiðablik þar sem Njarðvíkingar voru komnir með 14 stiga forystu í hálfleik. Þrátt fyrir að ná að klóra í bakkann í lokaleikhlutanum þurftu Blikar að sætta sig við 17 stiga tap, 85-68.

Heimakonur í Njarðvík skiptu stigaskorinu vel á milli sín og skoruðu allir byrjunarliðsmenn liðsins yfir tíu stig. Lára Ösp Ásgeirsdóttir var þó atkvæðamest með 19 stig, en í liði Breiðabliks var Brooklyn Pannell með 18.

Að lokum fóru Grindvíkingar illa með Snæfellinga og unnu 46 stiga útisigur, 47-93. Eve Braslis átti stórleik fyrir Grindvíkinga, skoraði 25 stig, gaf tvær stoðsendingar og tók ellefu fráköst.

Úrslit:

Keflavík 84-58 Stjarnan

Njarðvík 82-65 Breiðablik

Snæfell 46-93 Grindavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×