Icardi hetjan er Galatasaray lagði Manchester United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. október 2023 20:58 Mauro Icardi tryggði Galatasaray dramatískan sigur gegn Manchester United. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Mauro Icardi skoraði sigurmark Galatasaray er tyrkneska liðið gerði sér ferð á Old Trafford og vann virkilega sterkan 2-3 sigur gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Það voru þó heimamenn í Manchester United sem skoruðu fyrsta markið þegar Rasmus Højlund kom liðinu í forystu á 17. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford, en Wilfried Zaha jafnaði metin fyrir gestina sex mínútum síðar og staðan var því 1-1 í hálfleik. Rasmus Højlund var svo aftur á ferðinni á 67. mínútu þegar hann kom heimamönnum í forystu á ný. Aftur voru gestirnir þó fljótir að jafna og aðeins fjórum mínútum síðar var Kerem Akturkoglu búinn að jafna metin. Tyrknesku gestirnir fengu svo dæmda vítaspyrnu á 75. mínútu þegar Andre Onana, markvörður Manchester United, kom liðsfélögum sínum í vandræði. Slök sending hans út úr teignum neyddi Casemiro í tæklingu sem endaði með því að vítaspyrna var dæmd og Casemiro fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mauro Icardi fór á punktinn, en spyrna hans framhjá markinu og heimamenn í United því enn inni í leiknum. Icardi fór þó úr því að vera skúrkur yfir í að vera hetja er hann slapp einn í gegn þremur mínútum síðar, vippaði snyrtilega yfir Onana í markinu og tryggði Galatasaray magnaðan sigur. Galatasaray er nú með fjögur stig eftir tvær umferðir í A-riðli, líkt og Bayern München, en Manchester United er enn án stiga á botni riðilsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Mauro Icardi skoraði sigurmark Galatasaray er tyrkneska liðið gerði sér ferð á Old Trafford og vann virkilega sterkan 2-3 sigur gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Það voru þó heimamenn í Manchester United sem skoruðu fyrsta markið þegar Rasmus Højlund kom liðinu í forystu á 17. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford, en Wilfried Zaha jafnaði metin fyrir gestina sex mínútum síðar og staðan var því 1-1 í hálfleik. Rasmus Højlund var svo aftur á ferðinni á 67. mínútu þegar hann kom heimamönnum í forystu á ný. Aftur voru gestirnir þó fljótir að jafna og aðeins fjórum mínútum síðar var Kerem Akturkoglu búinn að jafna metin. Tyrknesku gestirnir fengu svo dæmda vítaspyrnu á 75. mínútu þegar Andre Onana, markvörður Manchester United, kom liðsfélögum sínum í vandræði. Slök sending hans út úr teignum neyddi Casemiro í tæklingu sem endaði með því að vítaspyrna var dæmd og Casemiro fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mauro Icardi fór á punktinn, en spyrna hans framhjá markinu og heimamenn í United því enn inni í leiknum. Icardi fór þó úr því að vera skúrkur yfir í að vera hetja er hann slapp einn í gegn þremur mínútum síðar, vippaði snyrtilega yfir Onana í markinu og tryggði Galatasaray magnaðan sigur. Galatasaray er nú með fjögur stig eftir tvær umferðir í A-riðli, líkt og Bayern München, en Manchester United er enn án stiga á botni riðilsins.