Messa sem eykur sýnileika íslenskrar myndlistar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 16:00 Lísa Björg Attensperger ræddi við blaðamann um TORG listamessu. Aðsend TORG listamessa fer fram dagana 6. - 15. október á Korpúlfsstöðum. Er þetta í fimmta sinn Samband Íslenskra Myndlistarmanna stendur fyrir listamessunni. Auðveldi fólki að kynna sér samtímalist Í fréttatilkynningu kemur meðal annars fram að um sé að ræða einn stærsta kynningar- og söluvettvang myndlistar á Íslandi. Yfir 60 listamenn taka þátt í ár og sýningarstjóri TORGsins er Ægis Zita „Tilgangur listamessunnar er meðal annars að auka sýnileika íslenskrar myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist eftir íslenska og erlenda listamenn sem búa hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Opnun listamessunnar fer fram föstudaginn 6. október á milli klukkan 17 og 19. Messan verður síðan opin helgarnar 7.-8. október og 14.-15. október frá 12-17. „Þetta eru bæði þekktir listamenn og listamenn sem eru að taka sín fyrstu skref. Útskriftarnemendur frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands verða einnig með sameiginlegan bás á listamessunni í ár,“ segir Lísa Björg Attensperger, kynningarfulltrúi listamessunar. View this post on Instagram A post shared by Torg - Listamessa í Reykjavík (@torglistamessa) Listamannarekin listamessa Aðspurð hvað einkenni listamessuna svarar Lísa: „Þetta er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en listamennirnir sjálfir eru í forgrunni. Það mætti því segja að þetta sé listamannarekin listamessa. Listamennirnir sjálfir eru á staðnum að kynna sín verk fyrir almenningi milliliðalaust, þ.e. þeir selja sín verk beint til kaupenda. Þátttakendur koma úr öllum listgreinum SÍM, en á messunni verða meðal annars málverk, skúlptúrar, grafíkverk, ljósmyndir og textíll.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Torgið. Myndlist Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Auðveldi fólki að kynna sér samtímalist Í fréttatilkynningu kemur meðal annars fram að um sé að ræða einn stærsta kynningar- og söluvettvang myndlistar á Íslandi. Yfir 60 listamenn taka þátt í ár og sýningarstjóri TORGsins er Ægis Zita „Tilgangur listamessunnar er meðal annars að auka sýnileika íslenskrar myndlistar og gera fólki auðveldara fyrir að kynna sér samtímalist eftir íslenska og erlenda listamenn sem búa hér á landi,“ segir í fréttatilkynningu. Opnun listamessunnar fer fram föstudaginn 6. október á milli klukkan 17 og 19. Messan verður síðan opin helgarnar 7.-8. október og 14.-15. október frá 12-17. „Þetta eru bæði þekktir listamenn og listamenn sem eru að taka sín fyrstu skref. Útskriftarnemendur frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands verða einnig með sameiginlegan bás á listamessunni í ár,“ segir Lísa Björg Attensperger, kynningarfulltrúi listamessunar. View this post on Instagram A post shared by Torg - Listamessa í Reykjavík (@torglistamessa) Listamannarekin listamessa Aðspurð hvað einkenni listamessuna svarar Lísa: „Þetta er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM) en listamennirnir sjálfir eru í forgrunni. Það mætti því segja að þetta sé listamannarekin listamessa. Listamennirnir sjálfir eru á staðnum að kynna sín verk fyrir almenningi milliliðalaust, þ.e. þeir selja sín verk beint til kaupenda. Þátttakendur koma úr öllum listgreinum SÍM, en á messunni verða meðal annars málverk, skúlptúrar, grafíkverk, ljósmyndir og textíll.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Torgið.
Myndlist Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira