Valdeflandi og ómáluð Pamela í París Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 13:44 Pamela Anderson var áberandi á tískuvikunni í París á sýningum hjá hátískuhönnuðum á borð við Vivienne Westwood og ákvað að sleppa förðuninni alfarið. Arnold Jerocki/Getty Images Stórstjarnan Pamela Anderson hefur vakið athygli á tískuvikunni í París fyrir að sleppa því alfarið að mála sig. Pamela leyfði freknunum að njóta sín og virtist skína sitt allra skærasta ef marka má myndir af henni frá hinum ýmsu tískusýningum. Tískuvikunni lýkur í dag og var Pamela gestur hjá hátískuhönnuðum á borð við Victoria Beckham, Vivienne Westwood og Isabel Marant. Pamela, sem er 56 ára gömul, hefur fengið lof fyrir förðunarleysi sitt sem virðist hafa valdeflt aðrar konur á borð við Jamie Lee Curtis. Pamela á sýningu Victoriu Beckham í París á dögunum.Darren Gerrish/Getty Images for Victoria Beckham Curtis deildi færslu á Instagram þar sem hún skrifar: „Náttúrulega fegurðarbyltingin hefur opinberlega hafist. Pamela Anderson er í miðri tískuviku með svo mikla pressu og þessi kona mætti á svæðið og tók sitt sæti við borðið með ekkert á andlitinu.“ Þá bætir Curtist við að hún sé yfir sig hrifin af þessu hugrakka og uppreisnargjarna skrefi hjá Pamelu. Í athugasemdum við færsluna var meðal annars skrifað að Pamela hefði aldrei litið betur út. Aðrir tóku það fram að förðun geti sömuleiðis verið valdeflandi og það væri frekar við hæfi að fagna því að Pamelu líði vel í eigin skinni. View this post on Instagram A post shared by Jamie Lee Curtis (@jamieleecurtis) Sextugsaldurinn virðist fara vel í Pamelu sem er búin að eiga viðburðaríkt ár. Í janúar sendi hún frá sér heimildarmyndina Pamela, a love story á streymisveitunni Netflix þar sem hún segir sína sögu á sínum forsendum. Kom heimildarmyndin í kjölfar leiknu þáttanna Pam & Tommy um ástarsamband Pamelu og barnsföðurs hennar Tommy Lee, sem komu út í óþökk Pamelu. Tíska og hönnun Frakkland Hollywood Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Tískuvikunni lýkur í dag og var Pamela gestur hjá hátískuhönnuðum á borð við Victoria Beckham, Vivienne Westwood og Isabel Marant. Pamela, sem er 56 ára gömul, hefur fengið lof fyrir förðunarleysi sitt sem virðist hafa valdeflt aðrar konur á borð við Jamie Lee Curtis. Pamela á sýningu Victoriu Beckham í París á dögunum.Darren Gerrish/Getty Images for Victoria Beckham Curtis deildi færslu á Instagram þar sem hún skrifar: „Náttúrulega fegurðarbyltingin hefur opinberlega hafist. Pamela Anderson er í miðri tískuviku með svo mikla pressu og þessi kona mætti á svæðið og tók sitt sæti við borðið með ekkert á andlitinu.“ Þá bætir Curtist við að hún sé yfir sig hrifin af þessu hugrakka og uppreisnargjarna skrefi hjá Pamelu. Í athugasemdum við færsluna var meðal annars skrifað að Pamela hefði aldrei litið betur út. Aðrir tóku það fram að förðun geti sömuleiðis verið valdeflandi og það væri frekar við hæfi að fagna því að Pamelu líði vel í eigin skinni. View this post on Instagram A post shared by Jamie Lee Curtis (@jamieleecurtis) Sextugsaldurinn virðist fara vel í Pamelu sem er búin að eiga viðburðaríkt ár. Í janúar sendi hún frá sér heimildarmyndina Pamela, a love story á streymisveitunni Netflix þar sem hún segir sína sögu á sínum forsendum. Kom heimildarmyndin í kjölfar leiknu þáttanna Pam & Tommy um ástarsamband Pamelu og barnsföðurs hennar Tommy Lee, sem komu út í óþökk Pamelu.
Tíska og hönnun Frakkland Hollywood Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira